Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 110
104
SAMVlNNA N
munuriim, að seðlakerfið reyndist allvel í borgunum en
bændunum varð lítið úr seðlunum. Peningar áttu að
hverfa úr sögunni. En stjóminni voru þeir nauðsynlegir
og hún gat látið slá þá eftir vild og notað þá til eigin
þarfa.
Bændumir gátu ekki komið auga á hagnað þjóðnýt-
ingarinnar. Það hefir enn ekki í víðri veröld þekkzt bóndi,
er fús sé að halda áfram störfum, ef arðurinn af starf-
inu er tekinn af honum. Aðferð hans er afar einföld.
Hann hættir að vinna jafnskjótt og séð er fyrir þörfum
heimilisins.
Rússnesku bændurnir neituðu að láta af höndum
hveitið og hafrana. Þeir gerðust harðvítugir og uppreist-
ir urðu víðsvegar um landið. Engri Moskva-stjórn, hversu
vitur sem er, mun lengi haldast uppi að virða að vettugi
vilja bændastéttarinnar á hinum víðáttumiklu sléttum
Rússlands, vilja 135 milj. manna, nærri 9/10 hluta þjóð-
arinnar. Bændurnir peta gert hvort sem þeir vilja, fætt
borgarbúa eða látið þá verða hungumiorða.
Lenin, eini hæfi stjómandinn, sem Sovjetríkið hefir
ennþá eignazt, kom brátt auga á vandkvæði þessi. Og
hann sá ekki aðra leið en breyta skipulaginu og láta flytja
verksmiðjuvörurnar á þá staði, er menn voru óánægð-
astir. Um vorið og sumarið 1921 fékk hann því fram-
gengt, að tekin var upp ný stjórnarstefna í fjármálum
(Nep.)*) og einstaklingsrekstur leyfður.
Með N e p er í raun og veru lokið kommunismanum
rússneska. En eftir þrjú ár sveigðist aftur í gamla horf-
ið. Þá varð þeim, er eftir nýju fjármálastefnunni kom-
ust léttast af, íþyngt mjög með sköttum. Það skipulag,
er kom að nokkru levti í stað Nep, var fólgið í þjóðnýt-
ingu á stærstu fyrirtækjunum, en getur alls ekki nefnzt
kommunismus.
Síðan 1921 hefir daglegt líf í Moskva verið mjög svip-
*) Skammstöfun á New Economical Politik. Ný fjórstjórn.
þýð.