Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 111
FJÁKST.JÓRN RÚSSLANDS
105
að og í London eða Berlín. Hver Moskwabúi hefir orðið
að greiða fyrir fæði, fatnað, og húsnæði, borga vexti,
greiða fargjöld o. s. frv. Og þótt hann hafi keypt nauð-
synjar sínar í ríkisverzlunum, hefir fátt orðið til að
minna hann á, að þær væri ríkiseign. Og ekki er að óþörfu
vakin athygli bænda á skipulagi, er þeir samkvæmt eðli
sínu og aðstöðu eru óánægðir með. En eina skapraun
verða þeir að þola: sendimenn stjómarinnar, sem koma
og heimta afurðir þeirra fyrir lægra verð en bændur vilja
sætta sig við. En sendimenn víkja ekki frá taxta sínum.
Og bændur fá afurðimar greiddar í peningum.
Þannig varð kommunisminn að ríkissocialisma eða
ríkis-kapitalisma, eiuas og sumir Rússr kjósa fremur að
nefna þessa stjómarstefnu. En orðinu „kommunismus"
hefir verið haldið, og lýsir þá aðeins meginreglum; og
vitanlega er til kommunistafélag, sem stjómin í Moskwa
telst til.
1 öðm lagi er sá misskilningur ráðandi, að Sovjet-
Rússland eitt hafi reynt ríkissocialismus, að skipta megi
öllum þjóðum í tvo flokka eftir stjórnarháttum, annars-
vegar sé Rússar með ríkissocialisma og hins vegar aðrar
þjóðir, sem andstæðar sé honum og hafni honum.
Sannleikurinn er sá, að ekkert ríki er án eignarráða
og ekkert ríki hefir algjörða þjóðnýtingu. Það er blátt
áfram stigmunur á þjóðnýtingu með ríkjunum. Væri
þjóðunum skipað í röð eftir þessu, myndi Bandaríkin,
þar sem stjórnin hefir fá önnur fyrirtæki með höndum
en póstmál og P a n a m a s k u r ð i n n, standa yzt í fylk-
ingararmi annars vegar, en Sovjet-bandalagið hins vegar.
Stóra-Bretland myndi verða í miðri fylkingu. Þar hefir
stjórnin umráð yfir símamálum, veitir styi’ki til iðnaðar
og útflutnings, auk ýmis konar trygginga. Þýzka ríkið,
með umráð yfir öllum samgöngutækjum, stendur nær
Sovjetríkinu.
II.
Síðasta áratug hefir fjármálastjóm haldizt nærri ó-