Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 3
Skólastjóri, kennarar og nemendur i báðum deildum Samvinnuskólans siðastliðhin vetur. 30 ÁRA STARF SAMVINNUSKÓLANS Eftir JÓNAS JÓNSSON skólastjóra i. Á íslandi er samvinnufræðslan svo að segja jafngömul kaupfélögunum. Það liðu ekki nema nokkur missiri frá því að Kaupfélag Þingeyinga var stofnað og þar til einn af stofnendunum, Jón Jónsson, sem síðar var kenndur við Múla, fór um vestur hluta Suður-Þingeyjarsýslu og fræddi bændur um tilgang og stefnu hins nýstofnaða kaupfélags. Árið 1895 ákváðu nokkrir af helztu forgöngumönnum kaupfélagsins að stofna tímarit um samvinnumál, og gerð- ist Pétur Jónsson á Gautlöndum ritstjóri þess. Tólf árum síðar byrjaði Sambandið að gefa út það tímarit, sem nú heitir Samvinnan, undir ritstjórn Sigurðar Jónssonar í Yztafelli. Nokkrum árum síðar tók Sigurður Jónsson sér fyrir hendur, á vegum Sambandsins, að fara vetur eftir vetur um bæi og byggðir landsins til að halda fyrirlestra unr samvinnumál. Veturinn 1915—16 héldu þeir Hall- grímur Kristinsson og Sigurður Jónsson nokkurra vikna samvinnunámsskeið á Akureyri. Komu þangað margir vel undirbúnir og þroskaðir menn, sem síðan hefir gætt mikið í félagsmálastarfsemi í landinu. í þessum hóp voru, auk margi'a annarra nrerkra og efnilegra manna, Erlingur Friðjónsson, Guðmundur Vilhjálnrsson, Jón Árnason, Jón Guðmundsson frá Gufudal og Þórólfur Sigurðsson frá Baldursheimi. Sýndi þessi viðleitni samvinnumanna, að þeir töldu, að saman þyrfti að vefa lrugsjón og hagspeki, andlega starfsemi og fjárlragsleg bjargráð. Ef til vill sýnir ekkert betur styrk bændamenningarinnar í landinu á þess- um tíma heldur en sá vakandi áhugi fyrir menningarhlið samvinnustefnunnar, sem hvarvetna kom fram á tímabili pöntunarfélaganna. II. Eftir að ég settist að í Reykjavík haustið 1909, sendi ég Sigurði Jónssyni af og til ritgerðir um samvinnumál í tínra- rit kaupfélaganna. Tók ég þar að vekja máls á því, að ef samvinnan á íslandi ætti að njóta sín, eins og þörf þjóð- arinnar krefði, þá mundi ekki verða komizt hjá að efna til skipulegrar samvinnufræðslu, bæði fyrir félagsmenn og væntanlega starfsmenn kaupfélaganna. Jón Árnason, sem hafði kynnt sér samvinnumál Dana, þar á meðal fræðslu- starfsemi þeirra, tók í sama streng í ritgerð í Tímariti kaup- félaganna. Ég hafði í huga fyrirmyndir úr enskum skólum, þó að bændum væri þar ekki kennd samvinnufræði. Jón Árnason hafði aftur á móti kynnt sér aðferðir bændanna á Jótlandi í sambandi við uppeldi kaupfélagsleiðtoga. Þess- um ritgerðum var vel tekið, því að hugur samvinnumanna stóð um þessar mundir til stóraukinna framkvæmda. Árið 1906 hafði Hallgrímur Kristinsson breytt pöntunarfélagi Eyfirðinga í kaupfélag með ensku sniði. Tók félagið stökk- breytingu við þessar aðgerðir og varð í þessu efni fyrirmynd flestra annarra pöntunarfélaga. Árið 1914, fáum vikum áður en stríðið brauzt út, fór Hallgrímur Kristinsson til 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.