Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 48
Finnbjörn Þorvaldsson (1941—1943): r Iþróttarabb Þorvarður Árnason (1941—1943); Sölubúðir framtíðarinnar - sjálfsölubúðir AÐ var fagran vordag' 1943, árið, sem ég útskrifaðist úr Samvinnuskólanum. Okkur var gefið frí til þess að njóta fyrsta sólskinsdagsins á vorinu. Þetta var mikil upp- lyfting, enda notuðum við daginn til þess að viðra okkur. Leið okkar lá um úthverfi bæjarins. Kennararnir, sem með okkur voru, þeir Þorleifur Þórðarson og Árni Kristjánsson, stungu upp á því, að farið væri inn á Kirkju- sand og þreyttar íþróttir. Þetta var gripið á lofti. Við örk- uðum inn eftir. Fyrst var einmenningskeppni, svo sem langstökk, grjótkast o. fl. Þá var sveitakepni, fyrsti bekkur á móti öðrum bekk, í „hanaslag“, og loks boðhlaup. Við Kjartan Jóhannsson frá Dalvík vorum bekkjabræður, og þar af leiðandi í sömu boðhlaupssveit. Ekki grunaði okkur þá, að eftir þessa fyrstu boðhlaupskeppni okkar, ættum við eftir að helga íþróttum flestar okkar frístundir, og þá sérstaklega hlaupum. En einmitt þetta vor byrjaði íþrótta- ferill okkar. Síðan hefir margra ára íþróttaþjálfun gefið okkur tækifæri til þess að fara víða og keppa, bæði innan- lands og utan. Þegar litið er yfir sögu íþróttanna, fer ekki bjá því, að manni verður hugsað til skólanna. Þar er meira og minna rík áherzla lögð á hvers konar íþróttir. Hérlendis þó sér- staklega leikfimi og sund, og hin síðari ár hefir handknatt- leikur átt miklum vinsældum að fagna. Allir íþróttamenn fá því sín fyrstu kynni af íþróttum í barnaskóla. Með árunum mótast líkami þeirra af þeim íþróttum, sem þeir iðka í skólunum. Skólaíþróttirnar eru því undirstaðan í öllu íþróttalífi. Eins og með allt annað, fá unglingar misjafnlega mik- inn áhuga á íþróttum. Ég er einn úr þeim hópi, sem þegar í barnaskóla fékk mikinn áhuga á öllum íþróttum, áhuga, sem hefur farið vaxandi ár frá ári. Þegar skólanáminu lýkur, eða jafnvel fyrr, ganga þeir, sem langar til þess að halda áfram einhverjum íþróttaiðk- unum, í íþróttafélög. Þar getur hver lagt stund á þá íþrótta- grein, sem hann hefur mestan áhuga á. Ég hef kynnzt og iðkað að nokkru leyti flestar þær íþrótt- ir, sem hér eru iðkaðar. Frjálsar íþróttir hafa þó náð yfir- höndinni, og tek ég þær fram yfir allar aðrar íþróttir, að þeim ólöstuðum. Flestir geta náð sæmilegum árangri í einhverri grein hinna frjálsu íþrótta. Menn verða bara að þreifa fyrir sér í þeim öllum, og helga sér síðan þá grein, sem bezt hentar hverjum og einum. Þetta tekur að vísu nokkuð langan tíma, en með góðri ástundun, þolinmæði og réttri þjálfun kemur árangurinn í Ijós. SÍÐAS41 þáttur framleiðslunnar er vörudreifingin. Sá þáttur er orðinn mjög þýðingarmikill, m. a. vegna þess, hve gífurleg verkaskipting er í nútímaþjóðfélagi. Sölubúðirnar eru helztu hjálpartæki manna við dreifingu vörunnar. Verður að sjá um, að varan sé á réttum stað og tíma, þegar á að neyta hennar eða nota hana. Þróun sölubúðanna miðar í þá átt, að viðskiptafólk komist meira og meira í snerting við vörurnar, áður en þær eru keyptar. Nú þykir t. d. fráleitt að hafa búðarborð Það er ekki óalgengt, að strákar á öllum aldri víki sér að manni og fari að tala um íþróttir. Samtöl eins og þetta eiga sér þá oft stað: „Heyrðu mig, anzi held ég að væri gaman að koma út á völl og æfa með ykkur.“ „Já, blessaður gerðu það, þú hefðir áreiðanlega gaman að því.“ „Ég efi nú oft ætlað að gera það, en einhvern veginn kem ég mér ekki til þess.“ „Hvers vegna? Ertu tímabundinn, latur — eða hvað?“ „Nei, það er ekki það. Mér finnst alltaf vera svo margir á vellinum, og ég kann ekki við að vera að æfa þar, sem allir glápa á mann.“ „Góði bezti, láttu það ekki aftra þér frá æfingum, ef þú hefur áhuga. Komdu strax á morgun. Þú kynnist strák- unum fljótlega, og þá breytist viðhorfið strax.“ „En ég get ekki neitt.“ „Hvað meinarðu?“ „Þið eruð allir svo góðir.“ „Gamla sagan! Hver heldur þú, að geti nokkuð, þegar hann kemur í fyrsta skipti út á völl? Ef þig langar til þess að verða góður í einhverri íþróttagrein, þá verður þú að æfa vel og samvizkusamlega. Og mundu það, að það er betra að æfa vel í hálfa klukkustund í hvert skipti, heldur en að vera að „gutla“ í tvo tíma með hangandi hendi. Árangurs er svo ekki að vænta, fyrr en eftir margra ára þjálfun og keppni.“ „Þetta er nokkuð rétt hjá þér. Ég kem á morgun. Bless!“ Þannig er því varið með marga unga menn, sérstaklega í Reykjavík. Þeir þora ekki að byrja að æfa einmennings- íþróttagreinar þar, sem margir eru. Þess vegna er það, að mörg íþróttamannaefni koma aldrei fram. Þetta má ekki koma fyrir í jafnfámennu landi. Þetta mundi lagast, ef komið væri upp fleiri æfingavöllum. Þá mundu fleiri fara að æfa, og þar af leiðandi meiri líkur til þess, að betri árangur næðist í íþróttum. Finnbjörn Þorvaldsson. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.