Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 24
Marteinn Marteinsson lyftir olnbogunum af borðinu, grípur undir það og nær í bolla og undirskál. Hann tekur um kranann á katlin- um, og brúnt kaffið streymir í bollann. Svo tekur hann sykurkar og litla rjómakönnu og lætur á bakka. Hann er kominn hálfvegis fram lijá borðinu, þegar hann hikar og snýr sér við. Hann beygir sig og nær í tvö vínarbrauð og lætur á undirskálina. Svo gengur hann hratt og hreykinn fram og til mannsins, lætur þetta á borðið og segir: „Já, hann er blautur úti, Þórður.“ Þórður Klakan er seztur. Hann lítur um borðið, augun staðnæmast rétt í svip við vínarbrauðin, hikandi og óviss, svo gýtur hann þeim til Marteins, sem gengur liratt og mjúklega inn fyrir borðið, svo lætur hann sykurinn í bollann og sötrar kaffið. Þórður Klakan er rúmlega miðaldra. Hann er meðalmaður á hæð, en mjög þrekinn, axlirnar eru breiðar og beinar. Höfuðið er stórt og mikið, ennið hátt og bjart, augun hrein og heiðblá, nefið er beint, en nasirnar nokkuð opnar. Hakan er sterk, en varirnar máttlitlar, efri vörin lítil, neðri vörin stór. Annar handleggurinn hvílir hálf- krepptur á borðinu, en hin höndin heldur um bollann. Baugl'ingur og litlifingur eru krepptir inn í lófann. Marteinn Marteinsson styður báðum olnbogununt fram á borðið — og starir út í rúðuna. Regnið streymir um hana, þungt og reglu- lega. Hann tyggur svart skeggið óaflátanlega, gýtur þó augunum við og við hálfspyrjandi til Þórðar Klakan, þar sem hann situr, umkomu- laus, með bollann við varirnar og vínarbrauðið milli tannanna. .. . Það er eins og að Marteinn sé að bíða eftir einhverju.... Þórður Klakan er að ljúka við vínarbrauðin. Hann tekur síðustu molana með fingurgómunum af undirskálinni og sleikir af þeim. Svo lagar hann sig, ræskir sig og lítur djarflega upp. Hann lítur um stofuna og segir svo kaldranalega, og eins og út í loftið: „Mikið andskoti er kaffið alltaf gott lijá þér. Maður gæti alveg lifað á þessu kaffi þínu, Marteinn." Svo þegir hann eina stutta stund og segir svo hlæjandi: „Nú ertu búinn að plata ofan í mig vínar- brauði. Ég bað ekki um þau.“ Svo fálmar hann í vasa sína: „Hérna eru fimmtíu aurar fyrir kaff- inu, vinur kær. Það er allt og sumt.“ Um leið og hann segir þetta síð- asta, verður stundar þögn.... £n svo kemur hreyfing á Martein, sem hangir fram á borðið. Bros færist yfir allt andlitið og efri vörin með svörtu skegginu titrar. Nú er hann glaður: „Það er alveg prýðilegt. Menn eins og þú borga alltaf, og þó að þeir borgi ekki, þá er allt í lagi með það.“ Hann gengur fram fyrir borðið og staðnæmist svo hjá Þórði Klakan. Hann styður annarri hendi undir vanga: „Ekki lifir maður á ykkur, þessum molakaffismönnum og heila- brotahetjum. Þeir, sem yrkja, eiga aldrei eyris virði. Það verður að hafa önnur úti- spjót. Maður lætur bara helvítis auðvaldinu blæða.“ Þórður Klakan rétti sig í baki, augun verða fráhverf, hvarmarnir kiprast, og hörku- svipur kemur á munninn. „Þú segir það, Marteinn, og ætlar þér sjálfum að verða auðvald, ert svona smátt og smátt að undirbúa það, framtakssamur karl, ekki við eina fjölina felldur, hefur nokkur spjót úti. Við liérna í kaffinu erum bara umgerðin utan um, ramminn." Marteinn skellihlær, svo að loftið titrar. „Ekki skil ég, að ég verði nokkru sinni auðvaldssinni, lagsmaður, en hitt er annað mál, að ég krafsa, meðan nokkuð er að krafsa, nógu margir liggja í svaðinu samt. Finnst þér, að ég hafi fé af þeim, sem hér njóta molakaffis? Eða er ég hrokagikkur, eins og þeir stóru í hinum hverfunum? Leita ekki margir til mín?“ „O — ég er ekki á neinn hátt að dæma þig, en ég sé, — ég sé. Ég hef alltaf haft skarpa sjón. Mér kemur ekkert við, hvernig hver og einn lií'ir. Þeir, sem eru vinir rnínir, eru það, hvernig sem þeir basla —“ „Já, Þórður, þú ert alveg sérstakur maður, það lief ég lengi vitað, og það vita allir, þú ert ekki landskunnur hagyrðingur fyrir ekki neitt. En ég segi þér alveg satt, að allir keppa að því að komast upp úr skítnum og allir eru tilbúnir að beita hvaða ráði sem er til þess að geta það. Hvað heyrir þú fólkið hérna í Skuggahverfi ræða mest sín á milli? Allir tala um að komast burtu, nú vilja allir byggja yfir sig í Sólheimum, flytja burt héðan úr leiguhjöllunum og eignast eigin kofa. Þetta er fyrsta stigið. Þá dreymir ekki um að komast í hin hverfin, nei, ekki svo liátt, aðeins í Sólheima. Eg byrjaði, spurði hvorki kóng né klerk, byrjaði bara að grafa og svo að byggja úr gömlum orgelkössum og stolnum spítum. Og húsið er komið upp. Eg byrjaði bara sérðu, átti ekki nokkurn skapaðan lilut, þetta var hrein vitleysa, ég veit varla, hvað ég var að hugsa. Ef til vill hugsaði ég bara sem svo, að ekkert gerði til, þó að eg græfi — liitt gæti þá kann- ske komið á eftir — og jrað kom. Eg man það, að þegar ég hóf eitt verk, vissi ég ekki nokkuð ráð, hvernig ég ætti að geta hafið hið næsta. Heldurðu kannske, að ég hafi átt sement, sand eða möl í kjallarann, þegar ég byrjaði að grafa? Nei, ekki aldeilis. Eg átti ekk- ert. Heldurðu, að ég liafi átt grindina ofan á kjallarann, þegar ég var búinn að steypa hann? Nei — langt í frá. Það liðu tveir mánuðir án þess, að ég sæi nokkuð ráð til að ná í efnið í grindina. — Svona er það, skáld gott. Hvern fjandann gerir til, þó að maður verði svo allt í einu alveg strand? Þegar þar að kemur, gef ég heiminum einn sölva- bita með fingrunum, skelli í góm og lilæ. Það er úr engum söðli að detta. ..." „En þú ert kominn á strik — og — bakdyrnar á kvöldin. Þórður Klakan hlær ekki. Það er ekki vottur af brosi á vörum hans. Hann lítur köldum, bláum augum á Martein. En Marteinn hlær og snýr snögglega upp á efrivararskeggið: „Það eru ekki nema heldri menn, sem heimsækja mig bakdyra- megin. Þú kemur forstofumegin, tja, heldri menn sagði ég, það er vitanlega vitlaust orð. .. . Gylltur skríll kemur bakdyramegin. Hann jrykist of fínn til að koma inn um sömu dyr og þú og hinir. Heldurðu kannske, að maður þurfi ekki að hafa eitthvað til þess að traktera liann á? Annars hélt ég ekki, að þú... . “ „Nei. Eg geri það heldur ekki. Eg vildi gjarnan mega njóta trakt- eringa hjá þér þeim mcgin líka. Það var ekki það. Eg vildi aðeins sýna þér fram á, að þú ert kominn á strik, að þú hefur fengið pen- ingaþefinn í nasirnar og rennur á lyktina, eins og hinir — hvert sem hún fcr með þig.“ „Nei, nú jrykir mér týra, þú talar við mig eins og ég talaði við burgeisana, þú auðvaldssinninn og íhaldsjaxlinn. Jæja, vinur, við skiljum hvor annan. Nú sæki ég meira kaffi í könnuræfilinn." — 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.