Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 30
heimili, hrakti fjlöskyldurnar úr einum kjallara í annan, hámark arð- ránsins. Svo sjáum við tölurnar hækka, en þaer hækka hver móti annarri. Móti kaupupphæðinni rísa útgjaldaliðirnir hlið við hlið, eins og draugar sem vaxa upp úr góllinu, teygja sig hærra og hærra framan í fjölskylduna. En þeir fá ýms undarleg hlutföll, sumir staðnæmast niðri við gólf, aðrir teygja sig uppundir rjáfur. Kaupið sexfaldast. En hinsvegar sjáum við innlendu vöruna, kjöt- og mjólkurvörur, taka eftir sem áður um þriðjung launanna. Þær hafa að vísu ekki hækkað meira hlutfallslega. En af því að þær eru langstærsti útgjaldaliðurinn og alltaf að minna á sig, vaxa þær og verð þeirra mest í augum — og af því þær hækka meira en sumt ann- að. Þorláksdag síðasta kemur nágranni minn úr búðinni með hangi- kjötslærið til jólanna, veifar því framan í mig: „Gettu hvað það er komið í núna, níutíu og sex krónur, aldrei hefði það verið meira en tólf fyrir stríðl" „Níutíu og sex krónur!" æpir konan upp yfir sig, þegar hann kastar lærinu á eldhúsbekkinn. „Það er bara eins og mánaðarleigan," bætti hún við í hryllingi. Og börnin á öllum aldri, agndofa, allt í kring; það sem fullorðna fólkinu ofbýður, skelfir þau líka, og þeim skilst, að þegar þetta rauða flykki kostar svona agalega mikið, þá fái þau minni jólagjafir, kannske engar. Allt heimilið úr jafnvægi, jólagleðin trufl- uð. Og eins er þetta á hinum helgidögunum eða öðrum kjötmáltíðar- dögum vikunnar, að eg ekki tali um ef sviðakjammi eða sláturkepp- ur er á diski; borðræðurnar snúast um verðlag á búnaðarvörum, kjöti og mjólk — ellegar smjörið á hálfa þriðju krónu í Danmörku en þrjá- tíu hér. Iíjötmáltíðin verður hápólitísk, hagfræðileg, truflandi; fjögurra króna fiskmáltíð róandi, hlutlaus, framkallar hið rétta ástand melt- ingarfæranna. Það er misskilningur að pólitísk afstaða ráðist við að lesa blöð eða hlýða á ræður, hún mótast við matborðið; þar eru einu fjárlagaumræður sem máli skipta, heimilisreikningar einu skýrslur sem menn treysta. Fólk er alltaf að bera hlutina hvern saman við annan og saman við það sem áður var, ályktar á sína vísu, tekur hlutina eins og þeir eru, spyr ekki alltaf um orsakir eða skýringar. Þegar konan æpir upp yfir sig, að eitt kjötlæri sé „eins og mánað- arleigan" hvað er þá skeð? Höfuðóvinurinn, hinn forni fjandi, húsa- leiguokrarinn, hefur vikið úr sæti í flokk hinna óæðri púka en í stað- inn er kominn í hásætið nýr höfuðdraugur: Bóndinn. Ár frá ári liefur verkamannafjölskyldan fengið nýjar kjarabætur. En eftir sem áður verður hún að heyja sama lífróður fyrir því að láta tekjur og gjöld mætast. Hvert áratog fram mætir báru sem þokar jafnt aftur á bak eða meir, liver sigur snýst í ósigur. Hún á bágt með að átta sig á þessu, trúir því, gröm og vonsvikin hlýtur hún að leita að þeim, sem þetta er mest að kenna. Og það er innlenda varan, það er bóndinn, sem gleypir kjarabæturnar, hann er arðræninginn. Allir vita hvað húseigandinn er ríkur en hversu miklu ríkari hlýt- ur J)á bóndinn að vera þegar eitt kjötlæri jafnast á við húsaleiguna. „Hvernig á að fara að því að bjarga við sveitunum?" spurði eg einn Jjessara nágranna minna á dögunum. „Bjarga við sveitunum; það þarf ekki. Allir bændur eru orðnir ríkir.“ Undrunin og gremjan jafnrík í röddinni. Og svo fylgdu eigna- könnunarstaðreyndirnar; á þessum stað komu bændur með þrjár milljónir til skipta, í annarri sveit var seðlunum ekið á mörgum vöru- bílum — seðlarnir sem á undanförnum vonbrigðaárum hafa verið réttir yfir búðarborð af sveittum liöndum verkamanna, sem nú standa slippir og snauðir eftir. -------Næst eftir því að skilja sinn félagslega vanmátt, verður bóndinn að átta sig á þessari staðreynd: Það band, sem um skeið tengdi hann við yngri bróðurinn í bæjunum hefur rofnað, þar bíður ekki um sinn útrétt hönd til samvinnu, þar má nú ekki lengur treysta á neina megingjörð til félagslegra átaka; leiðir aðeins til byltu að setja kné í kvið og reyra gjörðina — móttakið er slitið. Ekki aðeins er bóndinn örorka stétt, hann er líka einangruö stétt. „Að gera út á kjöt og mjólk“ ENN ER að gefa gaum hinu þriðja, nýrri samvinnuhreyfingu sem rís í landinu; hún hefir ekki upptök í sveitum eins og hin fyrri, líka annars eðlis og hefir nokkuð annað markmið, en vex þó að vissu leyti við skyldar aðstæður. Áður en eg ræði þessa hreyfingu nánar skulum við líta ögn í kring- um okkur. Við erum dálítið seinir að átta okkur, rétt um Jiað bil vaknaðir á nýrri stjörnu, í heimi galdra og gerninga, öld teikna og stórmerkja, [)ar sem alltaf eru að fæðast nýjar töfrajmlur til að um- róta mannlegri starfsemi, til að uppfylla óskir manna. Við rötum varla um veröld þar sem fjarlægðirnar hverfa eða snúast við, J)ar sem lengst er verið að fara það sem stytzt er; lengi verið að mjaka sér mdli fjóss og hlöðu en örskot milli heimsálfa. En eitt getur ekki dulizt, hverjar stýrur sem við höfum í augum. Það sem Henry Ford kom raunar til vegar í sinu búi fyrir [rrjátíu árum, og síðan hefir verið stefnt að af öðrum, er nú að ske vítt um heim: Landbúnaðurinn er að fcerast yfir á iðnaðar- og verksmiðju- stigið. Kýrin verður aldrei vélræn. En framleiðslukeðjan öll, frá því að fyrsta plógfarið er rist og þar til mjólkurbrúsinn ekur úr hlaði — að breyta mold í mjólk — er að verða véltækni háð. Það skemmtir gömlum fjósadreng að heyra útmálun tækjanna, sem kippa heyinu úr stálinu, í hlöðu eða heyturni, flytja það fram í ljósið til kúnna og skammta það í jöturnar; heyra lýst útbúnaðinum sem mokar flórinn, hreinsar og J)vær fjósið, eða tækjunum, sem þvo kýrnar eins og hvítvoðunga tvisvar á dag. Varla [)að handtak til, J)ar sem ekki er reynt að koma að vél eða tæki, sumt á byrjunarstigi, anað fullkomnara. Hvað verða fjósaverkin? Stjórn rafknúinna tækja. Aðeins að kunna gerningaþulurnar. Fjósið verksmiðja, fjósadreng- urinn vélstjóri. Þetta er það, sem koma skal — og komið er. Fólkið, sem horfir á síhækkandi drauginn, þann sem magnazt hefur úr kjötlærinu, og sýnist hann vera að fara upp úr rjáfrinu; fólkið í borginni, með kröfuna og kjörópið: meiri, betri, ódýrari landbún- aðarvörur, er að öðlast nýjan sannleika og eignast nýjan boðskap. í fyrsta lagi loksins nú þann sannleika, að kjarabætur, kaup- hækkun skiptir ekki öllu máli, heldur hitt, að halda niðri útgjöld- unum. Hvað skiptir þar mestu máli? Innlenda matvaran. Það verður að kveða drauginn niður? Með hverju? Með galdraþulum aukinnar tækni, nýsköpun og stóriðju, á þessum vettvangi sem öðrum — og þar verða bæjarféiögin sjálf, eða að öðrum kosti samtök og fjármagn fóiksins í bæjunum að leysa hnútinn. Þetta er liinn nýi boðskapur, hinir glæstu framtíðardraumar, sem fléttast inn í borðræðurnar, í þessum farvegi brýzt fram gremjuflóð- alda kaupvanmáttar og kjarabótavonsvika. Margt er hér að vísu enn á draumórastigi, en nær þó æ meiri tök- um á fjöldanum — undir niðri — og færist nær veruleikanum. Ur þessum jarðvegi er sprottinn sí-aukinn búrekstur bæjarfélaga og borgarbúa úti um byggðir — og meira stendur til. Vaxandi mjólkurvöruhungur í kaupstöðum og kauptúnum ýtir undir aðgerðir í þessum efnum — knýr fram áætlanir og framkvæmdir — og kannske bráðum neyðin sjálf. Nú falla að landi öldur nýrrar kreppu; sumir halda, að einhver aldan verði þess megnug að skola verkafólki upp í sveit til að vinna bændum. Þannig snúist öfugstreymið við; })að hefur aldrei hjálpað að trúa á kreppu, og stundum sogar aldan eitthvað út aftur; en eitt er víst, að hún flytur í skauti og hrindir áfram upp eftir fandinu: aukinn búrekstur út frá bæjunum. Eftir liðinn góðærisáratug er fólkið ærið kröfuharðara en á kreppu- árunum áður fyrr; hefur líka afvanizt því að standa á bleytunni; manni skilst það liafi bitið nokkuð fast í sig að hafa iljar á þurru, hvað svo sem í skerst, eða kann að kosta; pólitík fólgin í öðru en láta undan kröfum, fær bara stein í hausinn. Og því meiri sem krepp- an verður, því meir sem kaupgetan fyrir innfendu matvörunni rýrn- ar, þeim mun stórfelldari aðgerða verður krafizt og í meira ráðizt til að fullnægja Jressu vandamáli bæjarbúans: að fá næga innlenda mat- vöru og á því verði, sem menn geta keypt hana, ekki hótinu síður í kreppu en góðæri. Fram til J)essa hefur í rauninni fófk úr sveit ráðið bæjunum: börn 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.