Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 4
Kaupmannahafnar, og grundvallaði þá heildsölu íslenzku kaupfélaganna, bæði um innkaup á erlendum vöiunr og sölu íslenzkra afurða erlendis. Veturinn 1916—17 hófu Þjóðverjar hinn ótakmarkaða kafbátahernað, og hindruðu skipagöngur milli íslands og Norðurlanda. Flutti Hall- grímur Kristinsson þá Sambandið frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Hefir lögheimili þess og aðalskrifstofur síðan verið í höfuðstað íslands, svo sem bezt þótti henta. Svo að segja samtímis því, að Hallgrímur grundvallaði höfuðstöðvar Sambandsins í Reykjavík, varð Sigurður Jónsson, Yztafelli, atvinnumálaráðherra. Þótti honum illa henta almenningi, hve nauðsynjavörur hækkuðu ört í verði, og að sama skapi óx dýrtíð. Undir forustu Sigurðar Jónssonar var efnt til landsverzlunar með matvöru, og hún flutt frá Ameríku til Reykjavíkur. Lét ráðherra þá byggja geymsluhúsið Nýborg fyrir matarforða landsmanna, áður en honum var dreift út um landið. Nú er þessi vöru- skemma aðalheimili Áfengisverzlunar ríkisins. Þrír reyndir og landskunnir menn stýrðu þessari miklu landsverzlun. Tveir þeirra voru frá Akureyri, þeir Hallgrímur Kristins- son og Magnús Kristjánsson. Gekk svo um skeið, að Hall- grímur Kristinsson var í senn forstjóri Sambandsins og einn af þrem forstöðumönnum landsverzlunarinnar. Hafði straumur viðburðanna flutt Sigurð Jónsson og Hallgrím Kristinsson á nokkrum mánuðum frá hinu merka nám- skeiði samvinnumanna á Akureyri til hinna æðstu valda í höfuðstaðnum. Gerðust nú á skömmum tíma stórtíðindi í verzlunar- málum landsmanna. Forstaða þeirra var í einu djörf og varfærin. Allur landslýður fékk liina erlendu nauðsynja- vöru úr Nýborg með eins konar pöntunarverði. Þótti mönnum mikil umskipti á verðlaginu, ef borin var saman samkeppnilaus verzlun erlendra og hálferlendra manna við kostnaðarverð landsverzlunarinnar. Varð landsverzlunin formóðir nýrra kaupfélaga í þrem fjórðungum landsins. fyrir vestan, sunnan og austan. Sums staðar, t. d. í Austur- Skaftafellssýslu og við Beruljörð, skipti allt fólk í sýslu og sveit um viðskiptaháttu, hætti við kaupmennsku og sneri sér að kaupfélagsverzlun. Eftir að ófriðnum lauk, haustið 1918, dró landsverzlunin saman seglin. Landsfólkið var þó mjög ófúst á að hverfa aftur að hinum fornu viðskipta- háttum og streymdi inn í hin nýmynduðu kaupfélög. Hefir aldrei, hvorki fyrr eða síðar, gerzt jafn þýðingarmikil breyting í íslenzkum viðskiptamálum innanlands, eins og á síðustu árum hinnar fyrri heimsstyrjaldar og á fyrstu missirum eftir að friður komst á. Svo að segja öll þessi nýju félög gengu þegar í stað í Sambandið. Hallgrímur Kristins- son var átrúnaðargoð og þjóðhetja kauptelagsmanna um allt land, og naut í einu bæði virðingar og vinsælda. Hann skildi betur en nokkur annar fjármálamaður í landinu, að geigv'ænleg kreppa myndi falla yfir löndin, þegar raunir stríðsins hættu, og að þá mynd; ekki reynast auðvelt að bjarga málum hinna mörgu, nýmynduðu, fátæku og reynslulausu félaga, er komu með svo skjótum hætti inn í Sambandið. Meðal hinna mörgu vandamála, sem hann varð nú að ráða fram úr, var mannekla við dagleg störf í kaupfélögunum og Sambandinu. Auk þess var ærin þörf fyrir vakningu í liðssveitum félagsmanna, einkum þar sem kaupfélögin höfðu náð mestum vexti á stytztum tíma. Reynsla hinna eldri samvinnumanna, ritgerðir um þörf á aukinni samvinnufræðslu og aðkallandi þörf hinna ungu kaupfélaga hafði úrslitaáhrif á framkvæmdir Hallgríms Kristinssonar í þessu máli. Hann sannfærðist um, að það þyrfti að etna til samvinnuskóla í Reykjavík. Það yrði að gerast fljótt og sýna stórhug í þeim framkvæmdum. III. Eftir komu Hallgríms Kristinssonar og Sigurðar Jóns- sonar til Reykjavíkur, myndaðist í höfuðstaðnum hópur áhugamanna um samvinnu- og framfaramál. I þeim sam- tökum voru fyrst þeir Hallgrímur Kristinsson, Sigurður Jónsson, Guðbrandur Magnússon og Jónas Jónsson. Næst bættust í hcpinn Tryggvi Þórhallsson, Aðalsteinn Kristins- son og Magnús Kristjánsson. Eftir andlát Hallgríms Krist- inssonar fetaði Sigurður Kristinsson í því efni eins og öðr- um í spor bróður síns. Þessi samtök voru mjög umtöluð í landinu. Andstæðingarnir kölluðu þetta félag Tímaklíku, en vinir og vandamenn gáfu því hið virðulega heiti Tíma- menn. Þetta félag var nálega ósýnilegt. Það hafði engar samþykktir, enga stjórn, enga ritaða stefnuskrá. Ekki lét það heldur færa fundarbækur um aðgerðir sínar. Samt var þetta mjög áhrifamikið félag. Það lifði á hugsjónum og fyrir hugsjónir. Tímamenn komu saman, þegar einhver í félaginu fann, að ráða þurfti fram úr nokkrum vanda. Langoftast var komið saman í herbergi Hallgríms Kristins- sonar,er var jafnframt hinn ákveðni samkomustaður stjórn- ar S.Í.S., þegar hún hélt fundi í Reykjavík. Upp úr þessum samkomum myndaðist sú venja, að allir Tímamenn heim- sóttu forstjóra Sambandsins á nýársdag, til að færa honum hollustukveðju, fyrst Hallgrími, og síðan Sigurði bróður hans. Smátt og smátt týndi þessi vinahópur tölunni. Eftir nálega 20 ár var eg orðinn einn um að heimsækja Sigurð Kristinsson. Ilann bjó þá innan við bæ, og ég kom til hans ríðandi í síðustu skiptin. Þessi heimsókn í ársbyrjun sýndi anda og eðli samtakanna. Tímamenn dreymdi um að láta hugsjón samvinnunnar gegnsýra allt félagslíf á ís- landi. Frá þeirra sjónarmiði var æðsti valdamaður sam- vinnufélaganna forvígismaður í öllu starfinu. Þegar Tíma- menn höfðu ráðgazt um, hversu ráða skyldi fram úr erfið- leikum viðfangsefnanna, bar hverjum að gera sitt til að framkvæmdin gæti lánazt sem bezt. Meðan samtök Tíma- manna voru í fullu fjöri, studdi hver félagsmaður stall- bræður sína með þeim styrk, sem hönd veitir hönd og fótur fæti. Aldrei kom upp skoðanamunur á þann veg, að einhver Tímamaður vildi ryðja sér braut og þoka öðr- um til hliðar. Fyrsta og eina áfallið af því tagi kom í ljós við bændaflokksmyndun Jóns Jónssonar í Stóradal. En hið varanlega verk Tímamanna var að endurskipuleggja félags- málastarfið í landinu, skapa samvinnuhreyfingunni oln- bogarúm í þjóðlífinu, og grundvalla nýja flokkaskipun, byggða á samvinnu, sameign og samkeppni. Þegar Tíma- menn höfðu lokið hlutverki sínu, breyttist viðhorf í fé- lagsmálum í landinu þannig, að andi hlutafélags- og gróða- hyggju náði undirtökum miklu víðar heldur en heppilegt var fyrir þjóðlífið. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.