Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 49
þannig, að það myndi nokkurs konar varnarvegg milli varanna og viðskiptafólks. Þó helzt þetta fyrirkomulag víð- ast hér á landi enn, en þróunin er hin sama og annars- staðar — í áttina að sjálfsölufyrirkomulagi. Það má telja víst, að í framtíðinni taki menn meira og minna upp þann sið, að viðskiptafólkið afgreiði sig sjálft. Skal hér drepið á nokkur atriði viðkomandi sjálfsöluverzlunum. Bandaríkjamenn hafa gengið á undan öðrum þjóðum með sjálfsölubúðir, eins og svo margar nýjungar á tækxri- legum sviðum. í styrjöldinni 1914—18 var lítið um vinnu- afl vesti'a. Fundu þá hugvitssamir menn það ráð, að láta viðskiptafólk sjálft létt störfin í verzlunuunum. Ekki gekk vel í fyrstu tilraun, og það var eigi fyrr en í byrjun síðasta ófriðar, að fyrirkomulag þetta ruddi sér til rúms, svo að nokkru næmi. Nú er svo konrið, að flestar stærri matvöru- búðir í Bandaríkjunum eru sjálfsölubúðir. í Svíþjóð virð- ist þróunin ætla að verða svipuð. Kaupfélagið í Stokk- hólmi gengur þar á undan og hefir þegar tekið í notkun nokkrar sjálfsölubúðir með mjög góðum árangi'i. Vöruleysið og viðskiptaöngþveitið hjá okkur nú skapar ekki æskileg skilyrði fyrir sjálfsölubúðir. Engu að síður er tímabært að taka til rækilegrar athugunar allt það, sem lækka rnætti dreifingarkostnaðinn og bæta úr því vand- ræðaástairdi, sem nú ríkir í vörudreifingunni hér á landi. Vinna jrarf að jrví skipulega, að sölustaðir verði þannig í kaupstöðum, að allar matvörutegundir fáist á sama stað, helzt í sama húsi. Þar á að selja nýlenduvörur, kjötvörur, brauð og mjólkurvörur og aðxar matvörur. Þó þarf og að vinna að því, að pakka matvörum betur inn en nú er gert. T. d. kjötvörur margar eiga að vera í ,,sellófan“-umbúð- um eða öðrurn gegnsæjum umbúðum. Kornvörur þarf að búa um í heppilega kassa o. s. frv. Þegar þessi tvö atriði eru komin á góðan rekspöl, þá höfum við undirstöðuna fyrir sjálfsölubúðir. Þetta getum við gert og hér er verk- efni fyrir samvinnufélögin í landinu. Kostir sjálfsölubúðanna ei'u margir. Biðraðir gefur að líta daglega í matvörubúðum. Þær hverfa að sjálfsögðu. Þegar inn í sjálfsölubúð kemur taka menn með sér lítinn vagn og aka honum um búðina. Állar vörur eru greini- lega merktar og sjást vel. Það, sem keypt er, láta menn í vagninn, en við útganginn er hann skilinn eftir. Þar býr búðarfólkið um vörurnar og tekur greiðslu fyrir þær. Menn geta skoðað vörurnar í ró og næði, ótruflaðir af ó- þolinmóðu afgreiðslufólki, sem bíður eftir að geta afgreitt næsta mann. Dreifingarkostnaður lækkar verulega. í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir 40—50 prc lækkun á launakostnaði með sjálfsölufyrirkomulagi. Þegar þess er gætt, að launagreiðslur eru langstærsti kostnaðarliður verzlana, er augljóst, að hér er um mikilvægt atriði að ræða. í sjálfsölubúðum má hafa óreynt og lítið æft fólk með ágætum árangri. Það er vegna þess, að umgengni við við- skiptavinina hverfur, að öðru leyti en því, sem áður er getið. En það er einmitt umgengnin við viðskiptavinina, sem erfiðast er að kenna búðarfólkinu. Margir halda, að mikil rýrnun hljóti að vera í sjálfsölubúðum. Reynsla Bandaríkjamanna sýnir, að hún er þar oftast l/4—j4%. Þess ber þó að gæta, að þeir eru vanir sjálfsölufyrirkomu- laginu, og óleyfileg bjartsýni væri að halda því fram, að við komumst svo neðarlega með rýrnun hér á landi. Hér er eigi rúm til ítarlegrar frásagnar eða til að ræða smáatriði, enda er mönnum kunnugt um mál þetta, m. a. af virðingarverðri tilraun, sem Kron gerði fyrir nokkrum árum. En samvinnufélög í stærstu bæjum landsins (og ef einhverjir aðrir reka verzlun með hag almennings fyrir augum), munu örugglega taka málið til athugunar og framkvæmda strax þegar verzlunin er orðin frjáls. Hví- líkur munur verður fyrir húsmæður að fara inn í sjálf- sölubúð, taka kjötmat, snyrtilega umbúinn í gagnsæjan pappír, úr ísskápnum í búðinni eða að þurfa nú oftast að nota siðleysi kunningsskaparins til að ná í margar nauð- synjar sínar. Þorvarður Árnason. Haraldur Hjálmarsson: Sameinuðu þjóðirnar Af misskildu hatri nú heimurinn berst, það horfir til beggja vona. Hvað boðar framtiðin, hvað hefur gerzt? Hvers vegna liður mér ekki sem bezt? Því breytið þið, börnin min, svona? Ávallt er mannskepnan illvigagjörn, þar öfundin spilar á strenginn, sálin er ýmist i sókn eða vörn, i syndinni fceddust öll mannanna börn, þvi að eingetinn fœddist enginn. Að skilmast með sverði, að skapa sér völd, að skammast í blaðagreinum, það gjöra mennirnir öld eftir öld, livern einasta dag og það langt fram á kvöld. Og á morgnana er legið i leynum. Er þetta heimur með heila þess manns, sem hugsar af sanngjörnu viti? Það er farið i víking frá landi til lands í loftinu, sjónum, með skriðdrekafans, og rœndur hver brauðskorpubiti. En sigraðar þjóðir með sviðand und svelta við mathroðið borðið. meðan stórueldin halda sinn stjórnlausa fund, stœlandi um rúblur, dollara og pund. En neita svo öðrum um orðið. Setjizt þið niður og semjið nú frið, sverð ykkar leggið til hliðar, hungruðu þjóðirnar þola ekki bið, þið hafið efni á að rétta þœr við. Stofnið til framtíðarfriðar. ----- > 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.