Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 53
Haraldur Hjdlmarsson, f. 20. des. 1909 að Hofi á Höfðaströnd. Búfræðingur Hólum 1930. í Samvinnuskólanum (e. d.) 1939—1940. Hefur unnið í kjötbúðum samvinnufélaga síðan 1933, fyrst á Siglufirði til 1945, en er síðan deildar- stjóri í einni kjötbúð KRON í Rvík. Löngu kunnur fyrir lausavísur sínar, en birtir hér í fyrsta sinn kvæði á prenti. He/gi Benediksson, f. 3. des. 1899 að Grenj- aðarstað í S.-Þing.; ólst upp á Húsavík. í Sam- vinnuskólanum 1919—1921. Atvinnurekandi í Vestmannaeyjtim síðan. Hcfur látið smíða mörg fiskiskip, sístækkandi; seinast (1946) Helga Helgason, stærsta skip byggt hérlendis (190 smál.). Hefur átt þátt í stofnun margra fyrirtækja í Vestmannaeyjum, m. a.: Fisksölu- samlags, olíusamlags, netagerðar (setið í stjórn), dráttarbrautar, vinnslu- og sölumiðstöðvar fisk- framleiðenda. Auk þess tekið þátt í mörgum félögum kaupsýslu- og útvegsmanna í Vestm- eyjum og landssamtökum. Hefur og látið til sín taka í margs konar framfara- og menning- arfélagsskap, t. d.: Fiskifélagsdeild, búnaðarfél. (form. 1945—1948), sparisjóði (í stjórn frá upp- hafi), tónlistarfél. o. fl. Sat í hafnarstjórn 1926. í lýðveldisnefnd kaupstaðarins 1944. Einn af forvígismönnum Framsáknarflokksins í Vcstm.- eyjum; hefur verið fulltrúi á flokksþingum, í miðstjórn (síðan 1946), í framboði í Vestmanna- eyjum 1946; ritstjóri „Framsóknarblaðsins" síðan 1948. Hjörtur Ó. Hjartar, f. 9. jan. 1917 á Þingeyri. í Samvinnuskólanum 1935—37. Starfsm. Kaup- félags Dýrfirðinga á Þingeyri 1931—37, nema skólaveturna. Framkvæmdastjóri Kaupfél. Ön- firðinga á Flateyri 1937—45 og síðan framkvstj. Krupfélags Siglfirðinga. Á Flateyri átti hann sæti í hreppsnefnd og stjórn hraðfrystihússins á Flateyri, var og um skeið framkvæmdarstjóri hraðfrystihússins Snæfell h.f. í stjórn Framsókn- arfélags Siglufjarðar og hefur verið fulltrúi á þingum flokksins. Ingólfur Gunnlaugsson, f. 17. júní 1906 að Sveðjustöðum í V.-Hún. í Samvinnuskólanum 1925—27. Gekkst þá fyrir stofnun Nemendasjóðs Samvinnuskólans. Hefur lengst af stundað verka- mannavinnu og átt heima í Rvík síðan 1932. Réðst í júnímánuði 1947 til Efnagerðar KRON og hefur verið þar afgreiðslumaður síðan. Félags- inaður í KRON frá upphafi og fulltrúi á flest- unt aðalfundum þess. Starfar mikið í verklýðs- hrcyfingunni; í stjórn Verkamannafél. Dagsbrún- ar í Rvík síðan 1946; hefur setið nokkur Alþýðu- sambandsþing og skrifað töluvcrt í blöð og tíma- ril um verklýðsmál. Fulltrúi Alþýðusambandsins í Verðlagsncfnd landbúnaðarafurða 1947—48. í framboði fyrir Kommúnistaflokk íslands í V.- Hún. 1933 og 1934. Jón Engilberts, f. 23. maí 1908 í Rvík. í Sam- vinnuskólanum 1925—26. Nam málaralist í lista- háskólunum í Khöfn og Osló. Hefur auk þess unnið við söfn í Þýzkalandi, Hollandi og víðar. Hefur sýnt málverk sín á öllum Norðurlöndum og Englandi. Veittur heiðursstyrkur Van Goghs af listaháskólanum í Khöfn 1939. Var annar í röðinni, sem hlaut þann styrk. Hefur selt verk sítr til ríkissafna íslands, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands; einnig fleiri erlendra listasafna. í stjórn Fél. ísl. myndlistamanna nokkur ár og ritari íslandsdeildar non-æna listabandalagsins. Skreytti viðhafnarútgáfu Helgafells af ritum Jón- asar Hallgrímssonar (1945); mun það verk al- mennt talið sóma vel „listaskáldinu góða“ og hefur hlotið mikið lof bókfróðra manna, bæði innan lands og utan. Dvaldist að mestu leyti er- lendis 1927—40, en hefur síðan verið búsettur í Reykjavík. Leifur Haraldsson, f. 6. júní 1912 í Reykjavík. Ólst upp og átti heima á Eyrarbakka 1914—33. í Laugarvatnsskóla (e. d.) 1933—34. í Samvinnu- skólanum (e. d.) 1934—35). Vann hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga á Borðeyri 1940. Stundaði annars lengst af hvers konar daglaunavinnu, unz hann réðist til Bókaútgáfunnar Helgafells í júlí 1945; hefur síðan unnið þar við handritalestur og prófarka, þýðingar o. fl. Átti frumkvæði að stofn- un Fél. ungra sjálfstæðismanna á Eyrarbakka 1930 og sat í stjórn þess til 1933. Sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum 1935. í stjórn U. M. F. Eyr- arbakka nokkur ár, Nemendasambands Sam- vinnuskólans 1937—38 og Eyrbekkingafélagsins í Rvík síðan 1947. Hefur þýtt allmargar smásögur, er birzt hafa í blöðum og tímaritum. Páll Diðriksson, f. 8. okt. 1901 að Vatnsholti í Grímsnesi. í Samvinnuskólanum árin 1920—22. í Flólaskóla (nám í báðum deildum) 1925—26. Vann hjá Kaupfélagi Grímsnesinga 1923—25. Bóndi á Búrfelli í Grímsnesi síðan 1927. Trúnað- arstörf: hreppsnefnd, sýslunefnd, stjórn Búnaðar- sambands Suðurlands og Ræktunarsamb. Bisk- tipstungna, Grímsness og Laugardals o. fl. Ragnar Hjálmarsson Ragnar, f. 27. sept. 1898 að Ljótsstöðum í S.-Þing. í Samvinnuskólanum 1918—20. Starfsmaður Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík um skeið. Fluttist til Kanada sumarið 1921 og átti þar heima, unz hann settist að í N.- Dakota í Bandaríkjunurri 1941. Hafði þá verið þar áður nokkur sumur við söngstjórn meðal ís- lendinga. Sumurin 1921 og 22 var hann við erf- iðisvinnu, en stundaði píanónám á vetrum. Hóf 1923 píanókennslu, er hefur verið aðalstarf hans síðan. Jafnhliða stjórnaði hann ísl. kórum (karla- barna- ög sámkórum) frá 1936. Einnig söngkenn- ari skóla í N.-Dakota, m. a. við nokkra mennta- skóla. í Kanada hlutu allmargir píanónemend- ur hans verðlaun og önnur heiðursmerki. Stjórn- aði 1939 Karlakór íslendinga í N. Dakota á 50 ára afmæli Dakotaríkis. Aðstoðaði með Karlakór íslendinga í Winnipeg við kvikmynd þá, er Kan- adastjórn lét gera af íslenclingum þar í landi og send var hingað heim og víðar. Tók mikinn þátt í félagslífi Vestur-íslendinga; var m. a. um skeið formaður þjóðræknisdeildarinnar „Fróns“ í Win- nipeg. í her Bandaríkjamanna frá 1942 og gegndi herþjónustu á íslandi 1943—45. Stjórnaði þá Þingeyingakórnum í Rvík. Fluttist alkominn heim, til ísafjarðar haustið 1948. Er nú forstöðu- maður og kennari tónlistarskóla þar og söng- kennari við barna-, gagnfræða- og kvennaskól- ann. Sæmdur 1939 riddarakrossi Fálkaorðunnar. Runólfur Sveinsson, f. 27. des. 1909 að Ásum í Skaftártungu. Búfræðingur á Hvanneyri 1929. í Samvinnuskólanum 1931—32. Landbúnaðar- kandidat (cand. agr.) í Khöfn 1936.' Skólasijóri bændaskólans á Hvanneyri og bústjóri 1936—47; síðan sandgræðslustjóri og býr 1 Gunnarsholti á Rangárvöllum. í hreppsnetnd nál. 10 ár. Nárns- dvöl í Bandaríkjunum 1 ár (1944—45); kynnli sér ýmis landbúnaðarmál, einkum búfjárrækt, véla- nolkun og fræðslumál. Sigrún Stefánsdóttir, f. 14. okt. 1898 að Eyja- dalsá í Bárðardal. Gagnfræðingur á Akurcyri 1918. í Samvinnuskólanum 1919—20 (eldri dcild) og Iauk fyrst kvenna burtfararprófi frá skólanum. Dvaldist eftir það í Danmörku um skeið og var í lýðháskólanum í Vallekilde eitt sumar. Gest- gjafafrú í Borgarnesi 1925—40. Fluttist þá til Rvíkur og stundar hannyrðakennslu. Sigurður Steinþórsson, f. 11. okt. 1899 á Litlu- strönd í Mývatnssveit. í Samvinnuskólanum 1919 —21. Starfsmaður Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vík 1921—23. Framkvæmdastjóri Kaupfél. Stykk- ishólms frá starfsbyrjun 1923 og síðan. í hrepps- nefnd nálega 20 ár, skólanefndarform. nokkur ár. í stjórn Útgerðarmannafél. Stykkishólms, Olíu- samlags Breiðafjarðar, Bátatryggingar Breiða- fjarðar og Skipasmíðastöðvar Stykkishólms. í lýð- veldisnefnd héraðsins 1944. í stjórn Framsóknar- félags Snæfellsness- og Hnappadalssýslu; ofl full- trúi á þingum Framsóknarflokksins og á nú sæti í miðstjórn hans. Skúli Guðjónsson, f. 30. jan. 1903 að Ljótunn- arslöðum við Hrútafjörð og heftir alið þar allan aldur sinn, nema veturinn 1927—28, er hann var í Samvinnuskólanum. Bóndi síðan 1936, en segir svo sjálfur frá um önnur störf s(n: „Auk búskap- arins hef ég fengizt við vegagerð, smíðar og ýmis- legt annað, er einum smábónda hefuriinátt vcrða til lifsbjargar. Aldrei hefur mér hiótnazt nein virðingarstaða heima i héraði, ekki svo mikið sem hundahreinsun eða hreppsnefndarseta." Skúli hefur skrifað mikinn fjölda greina í blöð og tímarit. Missti sjónina að miklu leyti fyrir þrcm árum, en heldur eigi að síður áfram að skrifa — á ritvél. Sveinbjörn Jónsson frá Hvilft i Onundarfirði, f. 30. apríl 1931. í Gagnfræðaskóla ísafjarðar 1935—37. í Samvinnuskólantim (e. d.) 1938—39. Nám í leiklistarsögu og dramatiskum bókmennt- um við Stockholms högskola 1945—47 hjá próf. Agne Beijer, sem er fyrsti prófessor í leiklistar- sögu á Norðurlöndum. Var veturinn 1947—48 við University College í Dyflinni; las þar enskar og anglo-írskar dramatiskar bókmenntir. Kynnti sér jafnframt leiklistarstarfsemi sænska, irska og brezka útvarpsins. Vilhjálmur S. Vilhjdlmsson, f. 4. okt. 1903 á Eyrarbakka. Var í Samvinnuskólanum 1923—25. Gerðist þá starfsmaður við Alþýðublaðið. Rit- stjóri Eyjablaðsins í Vestm.eyjum 1926. Blaða- maður við Alþýðublaðið 1926—46. Síðan ritstjóri Útvarpstíðinda til ársloka 1948. Hefur yerið rit- stjóri Blaðamannabókarinnar, skrifað greinar i ýmis blöð og tímrit og flutt mörg erindi í út- varpið. Hefur skrifað pistla „Hannesar á horn- inu“ í Alþbl. frá upphafi og gerir enn. Þrjár 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.