Samvinnan - 01.05.1949, Page 53

Samvinnan - 01.05.1949, Page 53
Haraldur Hjdlmarsson, f. 20. des. 1909 að Hofi á Höfðaströnd. Búfræðingur Hólum 1930. í Samvinnuskólanum (e. d.) 1939—1940. Hefur unnið í kjötbúðum samvinnufélaga síðan 1933, fyrst á Siglufirði til 1945, en er síðan deildar- stjóri í einni kjötbúð KRON í Rvík. Löngu kunnur fyrir lausavísur sínar, en birtir hér í fyrsta sinn kvæði á prenti. He/gi Benediksson, f. 3. des. 1899 að Grenj- aðarstað í S.-Þing.; ólst upp á Húsavík. í Sam- vinnuskólanum 1919—1921. Atvinnurekandi í Vestmannaeyjtim síðan. Hcfur látið smíða mörg fiskiskip, sístækkandi; seinast (1946) Helga Helgason, stærsta skip byggt hérlendis (190 smál.). Hefur átt þátt í stofnun margra fyrirtækja í Vestmannaeyjum, m. a.: Fisksölu- samlags, olíusamlags, netagerðar (setið í stjórn), dráttarbrautar, vinnslu- og sölumiðstöðvar fisk- framleiðenda. Auk þess tekið þátt í mörgum félögum kaupsýslu- og útvegsmanna í Vestm- eyjum og landssamtökum. Hefur og látið til sín taka í margs konar framfara- og menning- arfélagsskap, t. d.: Fiskifélagsdeild, búnaðarfél. (form. 1945—1948), sparisjóði (í stjórn frá upp- hafi), tónlistarfél. o. fl. Sat í hafnarstjórn 1926. í lýðveldisnefnd kaupstaðarins 1944. Einn af forvígismönnum Framsáknarflokksins í Vcstm.- eyjum; hefur verið fulltrúi á flokksþingum, í miðstjórn (síðan 1946), í framboði í Vestmanna- eyjum 1946; ritstjóri „Framsóknarblaðsins" síðan 1948. Hjörtur Ó. Hjartar, f. 9. jan. 1917 á Þingeyri. í Samvinnuskólanum 1935—37. Starfsm. Kaup- félags Dýrfirðinga á Þingeyri 1931—37, nema skólaveturna. Framkvæmdastjóri Kaupfél. Ön- firðinga á Flateyri 1937—45 og síðan framkvstj. Krupfélags Siglfirðinga. Á Flateyri átti hann sæti í hreppsnefnd og stjórn hraðfrystihússins á Flateyri, var og um skeið framkvæmdarstjóri hraðfrystihússins Snæfell h.f. í stjórn Framsókn- arfélags Siglufjarðar og hefur verið fulltrúi á þingum flokksins. Ingólfur Gunnlaugsson, f. 17. júní 1906 að Sveðjustöðum í V.-Hún. í Samvinnuskólanum 1925—27. Gekkst þá fyrir stofnun Nemendasjóðs Samvinnuskólans. Hefur lengst af stundað verka- mannavinnu og átt heima í Rvík síðan 1932. Réðst í júnímánuði 1947 til Efnagerðar KRON og hefur verið þar afgreiðslumaður síðan. Félags- inaður í KRON frá upphafi og fulltrúi á flest- unt aðalfundum þess. Starfar mikið í verklýðs- hrcyfingunni; í stjórn Verkamannafél. Dagsbrún- ar í Rvík síðan 1946; hefur setið nokkur Alþýðu- sambandsþing og skrifað töluvcrt í blöð og tíma- ril um verklýðsmál. Fulltrúi Alþýðusambandsins í Verðlagsncfnd landbúnaðarafurða 1947—48. í framboði fyrir Kommúnistaflokk íslands í V.- Hún. 1933 og 1934. Jón Engilberts, f. 23. maí 1908 í Rvík. í Sam- vinnuskólanum 1925—26. Nam málaralist í lista- háskólunum í Khöfn og Osló. Hefur auk þess unnið við söfn í Þýzkalandi, Hollandi og víðar. Hefur sýnt málverk sín á öllum Norðurlöndum og Englandi. Veittur heiðursstyrkur Van Goghs af listaháskólanum í Khöfn 1939. Var annar í röðinni, sem hlaut þann styrk. Hefur selt verk sítr til ríkissafna íslands, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands; einnig fleiri erlendra listasafna. í stjórn Fél. ísl. myndlistamanna nokkur ár og ritari íslandsdeildar non-æna listabandalagsins. Skreytti viðhafnarútgáfu Helgafells af ritum Jón- asar Hallgrímssonar (1945); mun það verk al- mennt talið sóma vel „listaskáldinu góða“ og hefur hlotið mikið lof bókfróðra manna, bæði innan lands og utan. Dvaldist að mestu leyti er- lendis 1927—40, en hefur síðan verið búsettur í Reykjavík. Leifur Haraldsson, f. 6. júní 1912 í Reykjavík. Ólst upp og átti heima á Eyrarbakka 1914—33. í Laugarvatnsskóla (e. d.) 1933—34. í Samvinnu- skólanum (e. d.) 1934—35). Vann hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga á Borðeyri 1940. Stundaði annars lengst af hvers konar daglaunavinnu, unz hann réðist til Bókaútgáfunnar Helgafells í júlí 1945; hefur síðan unnið þar við handritalestur og prófarka, þýðingar o. fl. Átti frumkvæði að stofn- un Fél. ungra sjálfstæðismanna á Eyrarbakka 1930 og sat í stjórn þess til 1933. Sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum 1935. í stjórn U. M. F. Eyr- arbakka nokkur ár, Nemendasambands Sam- vinnuskólans 1937—38 og Eyrbekkingafélagsins í Rvík síðan 1947. Hefur þýtt allmargar smásögur, er birzt hafa í blöðum og tímaritum. Páll Diðriksson, f. 8. okt. 1901 að Vatnsholti í Grímsnesi. í Samvinnuskólanum árin 1920—22. í Flólaskóla (nám í báðum deildum) 1925—26. Vann hjá Kaupfélagi Grímsnesinga 1923—25. Bóndi á Búrfelli í Grímsnesi síðan 1927. Trúnað- arstörf: hreppsnefnd, sýslunefnd, stjórn Búnaðar- sambands Suðurlands og Ræktunarsamb. Bisk- tipstungna, Grímsness og Laugardals o. fl. Ragnar Hjálmarsson Ragnar, f. 27. sept. 1898 að Ljótsstöðum í S.-Þing. í Samvinnuskólanum 1918—20. Starfsmaður Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík um skeið. Fluttist til Kanada sumarið 1921 og átti þar heima, unz hann settist að í N.- Dakota í Bandaríkjunurri 1941. Hafði þá verið þar áður nokkur sumur við söngstjórn meðal ís- lendinga. Sumurin 1921 og 22 var hann við erf- iðisvinnu, en stundaði píanónám á vetrum. Hóf 1923 píanókennslu, er hefur verið aðalstarf hans síðan. Jafnhliða stjórnaði hann ísl. kórum (karla- barna- ög sámkórum) frá 1936. Einnig söngkenn- ari skóla í N.-Dakota, m. a. við nokkra mennta- skóla. í Kanada hlutu allmargir píanónemend- ur hans verðlaun og önnur heiðursmerki. Stjórn- aði 1939 Karlakór íslendinga í N. Dakota á 50 ára afmæli Dakotaríkis. Aðstoðaði með Karlakór íslendinga í Winnipeg við kvikmynd þá, er Kan- adastjórn lét gera af íslenclingum þar í landi og send var hingað heim og víðar. Tók mikinn þátt í félagslífi Vestur-íslendinga; var m. a. um skeið formaður þjóðræknisdeildarinnar „Fróns“ í Win- nipeg. í her Bandaríkjamanna frá 1942 og gegndi herþjónustu á íslandi 1943—45. Stjórnaði þá Þingeyingakórnum í Rvík. Fluttist alkominn heim, til ísafjarðar haustið 1948. Er nú forstöðu- maður og kennari tónlistarskóla þar og söng- kennari við barna-, gagnfræða- og kvennaskól- ann. Sæmdur 1939 riddarakrossi Fálkaorðunnar. Runólfur Sveinsson, f. 27. des. 1909 að Ásum í Skaftártungu. Búfræðingur á Hvanneyri 1929. í Samvinnuskólanum 1931—32. Landbúnaðar- kandidat (cand. agr.) í Khöfn 1936.' Skólasijóri bændaskólans á Hvanneyri og bústjóri 1936—47; síðan sandgræðslustjóri og býr 1 Gunnarsholti á Rangárvöllum. í hreppsnetnd nál. 10 ár. Nárns- dvöl í Bandaríkjunum 1 ár (1944—45); kynnli sér ýmis landbúnaðarmál, einkum búfjárrækt, véla- nolkun og fræðslumál. Sigrún Stefánsdóttir, f. 14. okt. 1898 að Eyja- dalsá í Bárðardal. Gagnfræðingur á Akurcyri 1918. í Samvinnuskólanum 1919—20 (eldri dcild) og Iauk fyrst kvenna burtfararprófi frá skólanum. Dvaldist eftir það í Danmörku um skeið og var í lýðháskólanum í Vallekilde eitt sumar. Gest- gjafafrú í Borgarnesi 1925—40. Fluttist þá til Rvíkur og stundar hannyrðakennslu. Sigurður Steinþórsson, f. 11. okt. 1899 á Litlu- strönd í Mývatnssveit. í Samvinnuskólanum 1919 —21. Starfsmaður Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vík 1921—23. Framkvæmdastjóri Kaupfél. Stykk- ishólms frá starfsbyrjun 1923 og síðan. í hrepps- nefnd nálega 20 ár, skólanefndarform. nokkur ár. í stjórn Útgerðarmannafél. Stykkishólms, Olíu- samlags Breiðafjarðar, Bátatryggingar Breiða- fjarðar og Skipasmíðastöðvar Stykkishólms. í lýð- veldisnefnd héraðsins 1944. í stjórn Framsóknar- félags Snæfellsness- og Hnappadalssýslu; ofl full- trúi á þingum Framsóknarflokksins og á nú sæti í miðstjórn hans. Skúli Guðjónsson, f. 30. jan. 1903 að Ljótunn- arslöðum við Hrútafjörð og heftir alið þar allan aldur sinn, nema veturinn 1927—28, er hann var í Samvinnuskólanum. Bóndi síðan 1936, en segir svo sjálfur frá um önnur störf s(n: „Auk búskap- arins hef ég fengizt við vegagerð, smíðar og ýmis- legt annað, er einum smábónda hefuriinátt vcrða til lifsbjargar. Aldrei hefur mér hiótnazt nein virðingarstaða heima i héraði, ekki svo mikið sem hundahreinsun eða hreppsnefndarseta." Skúli hefur skrifað mikinn fjölda greina í blöð og tímarit. Missti sjónina að miklu leyti fyrir þrcm árum, en heldur eigi að síður áfram að skrifa — á ritvél. Sveinbjörn Jónsson frá Hvilft i Onundarfirði, f. 30. apríl 1931. í Gagnfræðaskóla ísafjarðar 1935—37. í Samvinnuskólantim (e. d.) 1938—39. Nám í leiklistarsögu og dramatiskum bókmennt- um við Stockholms högskola 1945—47 hjá próf. Agne Beijer, sem er fyrsti prófessor í leiklistar- sögu á Norðurlöndum. Var veturinn 1947—48 við University College í Dyflinni; las þar enskar og anglo-írskar dramatiskar bókmenntir. Kynnti sér jafnframt leiklistarstarfsemi sænska, irska og brezka útvarpsins. Vilhjálmur S. Vilhjdlmsson, f. 4. okt. 1903 á Eyrarbakka. Var í Samvinnuskólanum 1923—25. Gerðist þá starfsmaður við Alþýðublaðið. Rit- stjóri Eyjablaðsins í Vestm.eyjum 1926. Blaða- maður við Alþýðublaðið 1926—46. Síðan ritstjóri Útvarpstíðinda til ársloka 1948. Hefur yerið rit- stjóri Blaðamannabókarinnar, skrifað greinar i ýmis blöð og tímrit og flutt mörg erindi í út- varpið. Hefur skrifað pistla „Hannesar á horn- inu“ í Alþbl. frá upphafi og gerir enn. Þrjár 53

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.