Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 19
höfðum séð, hvað áhrifa hennar gætti til umbóta frá strönd- um Skjálfanda og innst inn til okkar kæru dala. Efnaleg afkoma fólksins var betri og hún skapaði meiri víðsvni og var lyftistöng í verklegum og andlegum málum sveitar- innar. Það varð því að ráði, að ég fór í þennan nýja sam- vinnuskóla. Eftir fjögurra daga bið á Akureyri eftir „Sterling“, var lagt af stað austur fyrir land og komið við á nálega hverri liöfn á leiðinni. Var þetta allgóð landkynning fyrir þá, sem lítið höfðu séð sig uin, en fljót ferð var það ekki. Við farþegarnir reyndum að fara í land á sem flestum viðkomu- stöðum. Erindið var meðal annars að fá keypta mjólk á flöskur til að bæta upp það, sem okkur þótti ábótavant með fæðið um borð í skipinu. Á hverjum stað bættust við farþegar, og alltaf urðu þrengslin meiri og meiri. Alls stað- ar var legið, þar sem þess var kostur. Eftir tíu daga ferða- lag var loks komið til Reykjavíkur. Þegar kornið var í höfuðstaðinn, fór ég til náfrænda míns, sem var þar búsettur, og lofaði hann mér að vera hjá sér, þar til mér tókst að fá herbergi; vorurn við tvær stúlk- ur saman í því. Svo var herbergið lítið, að aðeins eitt rúm komst þar fyrir. Samkomulagið var ágætt. Leigan eftir herbergið var 25 krónur á mánuði fyrir inig. Engin upp- liitun var þar. Kvöldið, sem okkur tókst að ná í olíuofn til upphitunar, var því hátíðlegt hjá okkur. Dýrtíðin var þá rnikil eftir heimsstyrjöldina. Undanfarið hafði verið unnið að byggingu hins nýja Sambandshúss við Sölvhólsgötu. Þar átti skólinn að starfa. Ekki var þó smíði þess svo langt komið, að tiltök væri að kennsla gæti hafizt þar. Var hann því til húsa í Iðnó, í hús- næði Iðnskólans. Mjög var það óþægilegt húsnæði, sökum þrengsla, og þar vorum við í húsnæði annars skóla, svo tíminn var slitinn sundur eftir því, hvenær kennslustofa var laus hjá skólanum, sem húsnæðið átti. Við nemend- urnir mændum í sífellu með tilhlökkun til hins nýja Sam- bandshúss, sem var í smíðum og verið var að keppast við að gera nothæft. Loks, þegar komið var fram yfir nýár, rann upp sá dag- ur, að við gengum létt í spori með skólatöskur okkar inn í Sambandshús. Reyndar var húsnæðið ekki að öllu leyti aðlaðandi. Sementshrúgur á göngum, og andrúmsloftið í skólastofum minnti á óþornaða steypu. Engin liandrið voru á stigunum, og voru olíuluktir settar á stigaþrepin, eftir að dimma tók, til að afstýra slysum. í skólastofum var upphitun lítil. Varð því að grípa til olíuofna, og þeir, sem voru kulvísastir, drógu sig að þeim eftir því, sem við varð komið. Ymsir byrjunarörðugleikar voru líka á kennslunni. Til dæmis þurftum við að skrifa upp sumar kennslubæk- urnar; man ég að við skrifuðum verzlunarlandafræði o. fl. Þótt einu og öðru væri ábótavant, vorum við innilega glöð yfir að vera komin í okkar eigin húsakynni, húsakynni samvinnunnar í landinu. Þar var vítt til veggja, og við horfðum mót hækkandi sól. Aðstaða okkar til að stunda námið var líka miklu betri. Nú höfðum við næði til starfa og gátum stundað námið ótrufluð. Þá fengum við líka til afnota mjög vönduð skólaborð úr eik, hentug fyrir bók- færslukennslu, sömuleiðis voru stólarnir þægilegir og traustir. Þetta hvort tveggja spáði góðu um aðstöðu nem- anda við skólann í framtíðinni. Piltarnir, sem voru í skólanum þennan vetur, eru flestir orðnir þjóðkunnir menn, nokkrir vel þekktir framkvæmda- stjórar samvinnufyrirtækja, aðrir kaupsýslumenn og enn margir góðir þegnar í ýmsum stéttum. Eg, sem þetta skrifa, var eina stúlkan í eldri deild og fékk að sitja þar vegna þess, að ég hafði gagnfræðapróf. Skólastjórinn, Jónas Jónsson, kenndi líka við skólann. Hann var jafnan sívakandi fyrir því að láta okkur nemend- urna fylgjast með og taka eftir því, sem var að gerast í heim- inum umhverfis okkur, og vekja okkur til að hugsa um velferðarmál framtíðarinnar. Það var því ekki ótítt, að fyrstu mínútur kennslustundanna færu í að rifja upp ýniis dægurmál eða það, sem efst var á baugi i þjóðmálum livert skipti. Skólastjórinn fór jafnan snemma á fætur og liirti sjálfur hestana sína, og vel voru þeir kembdir, þegar liann tók sér útreiðartúr seinni hluta dagsins. Ólafur Kjartansson er mér einna minnisstæðastur af kennurunum; liann kenndi margar námsgreinar og vildi, að við kynnum vel. Eg man sérstaklega eftir, að hann lagði mikla alúð við að kenna enskuna og vildi fá góðan árang- ur. En ef einhverju var ábótavant eða öðru vísi, en hann vildi vera láta, var ófullnægjandi húsnæði orsökin — „the bad place“. Við nemendurnir sáum að vísu líka og fundum þá ann- marka, sem eðlilega voru á skólastarfinu að upphafi. En í gleði okkar yfir því að fá að leggja fram okkar skerf til þess að brjóta leiðina, létum við þá ekkert á okkur fá, enda lögðu kennararnir sig fram um að gera okkur dvölina í skólanum eins notadrjúga og skemmtilega og aðstæður frekast leyfðu. FÉLAGSLÍFIÐ í skólanum var fremur fábreytt. Aðal- ástæðan var hið takmarkaða húsnæði. Deildir skólans störfuðu mjög sjaldan samtímis og ahnenn kynni nemenda og kennara þess vegna minni. í höfuðstaðnum voru þá ekki eins margir samkomustað- ir og nú, og geri ég ráð fyrir að ekki hafi allir nemendur haft fulla vasa fjár. Þó voru oft skemmtikvöld innan skól- ans, sem þá voru oftast í samkomuluisinu „Bárunni". Þar voru fluttir fræðandi fyrirlestrar um samvinnumál. Ýmsir forustumenn samvinnunnar komu þar fram, eins og Einar Árnason frá Eyrarlandi, Sigurður Jónsson frá Yz.tafelli, Þorleifur Jónsson frá Hólum o. fl. Þá var sungið, spjallað saman 02: dansað frarn á nótt. o Þrátt fyrir byrjunarörðugleikana á skólastarfinu þennan fyrsta vetur hins reglulega Samvinnuskóla, þá voru bjartar vonir tengdar við skólann. Þá var gróandi í þjóðlífinu, og þá voru ræturnar að vaxa undir þann gróður, sem síðan hefur breitt sig út um þjóðlífið og samvinnan liefur átt sinn styrka þátt í að skapa. Sigrún Stefánsdóttir frá Eyjardalsá. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.