Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 20
Helgi Benediktsson (1919—1921); Samvinnustarf Vestmannaeyinga Sigurður Steinþórsson (1919—1921); Samvinnuskólinn þrjátíu ára 't-í T 7ESTMANNAEYJAR eru þekktastar fyrir að vera þýð- V ingarmesta verstöð landsins, fyrir harðfenga og af- burða-dugmikla sjómannastétt og sérkennilega náttúru- fegurð. Brautryðjendastarfi Vestmanneyinga í samvinnumálum og margs konar forgöngu á þeim sviðum hefir minna ver- ið á lofti haldið en verðugt er. Bátaábyrgðafélag Vestmannaeyja er eitt elzta og full- komnasta samvinnufélag landsins, stofnað 1862, sem frá upphafi hefir verið rekið með fullkomnu samvinnusniði og er ein elzta stoðin undir útveginum í Eyjum. Útgerðin í Eyjum hefir frá fornu fari verið rekin af nokkurs konar samvinnufélögum fleiri og færri aðila og hlutaskipti höfð á aflanum. Eldri menn þeirrar kynslóðar, sem nú setur svip sinn á athafnalíf í Eyjum, hafa lifað þar þrjú stig atvinnuþró- unar. Á fyrsta tug aldarinnar voru vélbátar teknir upp í stað róðraskipanna, og voru Eyjamenn þar í fararbroddi, eins og ávalt síðar um nýjungar í útvegsmálum, enda nutu þeir þá öruggrar forustu þekktasta núlifandi athafna- manns landsins, Gísla J. Johnsen, um útvegun hinna nýju tækja. Eftir heimsstyrjöldina fyrri, sem lauk 1918, hófst nýtt þróunarstig í atvinnumálum Eyjanna; í stað hinna litlu og frumstæðu vélbáta, sem keyptir voru í upphafi, voru keyptir stærri bátar með bættum útbúnaði og auknu véla- afli, og fjölbreytni um veiðiaðferðir aukin. Og loks nú hin síðustu árin hefir þriðja þróunartímabilið í útvegs- málum Eyjanna hafizt með nýrri stækkun skipa og báta og togaraútgerð, bæði smárra og stórra. í Vestmannaeyjum var reist fyrsta frystihúsið, sem not- aði vélaafl til frystingar. Var það félagsskapur útgerðar- manna, sem að félagsstofnun þeirri stóð. Þar var líka reist fyrsta fiskimjölsverksmiðjan og fyrsta fisksölusamlagið stofnað 1926. Frumkvæði um fullkomna hagnýtingu lifrar var í Vest- mannaeyjum. Þar sameinuðust allir aðilar um stofnun og starfrækslu lifrarsamlags, þar sem allir bera jafnt úr být- um miðað við magn og gæði. Og þó áttu bæði kaupmenn og félög á staðnum vel nothæfar lifrarbræðslur, að þeirra tíma hætti, sem þeir lögðu niður, þegar félagsvinnsla lifr- arinnar hófst. Enginn skarst úr leik. RJÁTÍU ÁR er eigi langt tímabil í ævi þjóðar. Þó geta 30 ár markað dýpri spor og orðið örlagaríkari fyrir sögu og framtíð þjóðarinnar en heilar aldir. Á þeim þremur áratugum, sem liðnir eru, síðan Sam- vinnuskólinn hóf störf, hafa átt sér stað meiri framfarir á flestum sviðum íslenzks þjóðlífs en á fleiri öldum áður. Einn af merkustu félagsmálasigrum Eyjamanna var stofnun Olíusamlagsins. Stofnun olíusamlagsins í Eyjum, sem er fyrsta olíusamlagið, sem stofnað var hérlendis, er þáttur í umfangsmikilli félagsmálastarfsemi útgerðar- manna Eyjanna. Eftir því sem þrengdi meira að atvinnu- rekstri þeirra vegna verðfalls afurða og markaðslokunar, bundust þeir fastari félagsböndum til verndunar og við- halds atvinnu sinni. Við stofnun Olíuamlagsins stóð ný olíuhækkun fyrir dyrum hjá olíufélögunum íslenzku, en stofnun samlagsins varð því valdandi, að af fyrirhugaðri olíuhækkun varð ekki, heldur lækkaði olíuverðið. Olíusamlag Vestmannaeyja varð svo við stofnun Olíu- félagsins einn af stofn-máttarviðum þess félags. Útgerðarmenn í Eyjum hafa félagsskap um sölu og verk- un allra fiskafurða sinna og eru stöðugt að færa þar út kvíarnar. Síðasta þróun þeirra mála var stofnun Vinnslu- og sölumiðstöðvar fiskframleiðenda. Félagsskapur þessi ráðstafar meginhluta alls aflafengs í Eyjum og hefir í bygg- ingu fullkomna fiskvinnslustöð, sem þegar er að nokkru tekin í notkun, og rekur eigið hraðfrystihús. Félagsskapur og samvinna útgerðarmanna í Vestmanna- eyjum hefir orðið öðrum landsmönnum til fyrirmyndar. Marga furðar á því, að í Vestmannaeyjum skuli hafa verið starfrækt fullkomið samvinnutryggingarfélag 20 árum áð- ur en Kaupfélag Þingeyinga, elzta kaupfélag landsins, var stofnað. Þó munu ástæðurnar fljótfundnar. Á vetrarvertíð fyrir Suðurlandi, því svæði, sem greiðasta sókn hefur til hafnar í Vestmannaeyjum, mun nú stunda veiðar fiskifloti með 6000 manna áhöfn. Fyrr á tímum, eins og nú, voru Vestmannaeyjar sá staður, sem mest kynni hafði af erlend- um farmönnum, og þannig meiri kynni af því, sem annars -staðar gerðist, heldur en flestir annarra landsmanna. Þing- eyingarnir höfðu líka vegna ferðalaga og bréfaskipta víð- ari sjóndeildarhring en almennt gerðist. Á báðum stöð- unum varð árangurinn hliðstæður, forganga í margvís- legum félagsmálaumbótum. Helgi Benediktsson. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.