Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 33
lestaferð — og á kvöldin las einn fyrir alla. Allir báru gagnkvæma ábyrgð á vellíðan fólks og fjár, meðhöndlun lifandi og dauðra hluta. Og um innanhússtörf svipuð samvinna og starfsskipting milli liúsmæðranna; meira eða minna náin heimilistengsl milli allra — en eitt áttu allir, börn og fullorðnir, jafnt: Þetta stóra heimili, stolt þeirra og ríki; það var að eiga mikið. Og að fara frá því var að yfir- gefa mikið. Hvenær sem íslenzkt sveitafólk hefur þurft, hefur það stofnað samvinnufélag. Hvað er meira samvinnufélag en göngur og lesta- ferðir, hvað betri samvinnuskóli? En fullkomnun sinni hefur sam- vinnustarfið í landinu náð á sumum þessara sambýlisheimila — og því var það einmitt hér, sem stóð sú vagga samábyrgðar og félags- hyggju, er fóstrað gat upp hið veikburða fyrsta kaupfélag. En hvers vegna í ósköpunum — við áttum samvinnubúið, fóstur- móður samvinnuíélaganna — aldrei nema þó að dönsk svína- og kálgarðsbýlahreyfing frá selstöðuöldinni hafi einhvern tíma sett það lögmál, að tíu hektara garðshornabóndinn sé fullkomnasta hagfræði- leg manntegund í búnaði — hvers vegna þá endilega að þrengja þvf upp á íslenzkar sveitir; um leið og við losnuðum við danskan kaup- mann að skenkja okkur baunverskan bónda, eigum við þá aldrei að losna við dótið; Fjónbóndinn hefur stiklað í kálgarði um aldir, meðan við runnum fjöll; það gengur annað búskaparlag á Lálandi heldur en á Hólsfjöllum, og þó sé austur í Flóa. Hvers vegna smækka allt, svo að frá sem minnstu sé að hverfa, hvers vegna, um leið og við hættum að taka vöruna frá Dönum, að taka hjá þeim búskaparlagið, í staðinn fyrir að taka það þar sem við áttum það sjálfir. Samvinnubúið, skapað af íslenzku þjóðlífi og ís- lenzkum landsháttum. Hvers vegna gleyma fósturmoldinni, stóra heimilinu, sem þyngst var að yfirgefa og gat mýkt raddir fram í elli, hvers vegna ganga móður sína ofan í jörðina? Þessi er mín trúarjátning: Fyrirmyndirnar að íslenzku búskapar- formi á að sækja til stóru heimilanna, gömlu samstarfsbúanna á liðnu öldinni, laga þær eftir nútíðarháttum og leiða til fullkomnunar í samvinnubúskap — yfirsjón að hafa ekki tekið þá stefnu löngu fyrr, en eins og nú horfir um búnaðarháttu ekki lengur yfirsjón, heldur glæpur, sem við stöndum með frammi fyrir sögunni. Því þar bíður hún, sumardísin, eftir að leiða æskuna inn um hin réttu borgarhlið. Að standa eða falla Mótbáran er vís: vissir eðlisþættir manna trufla rekstur á sam- vinnubúi, ýmsir örðugleikar, bóndinn vill búa sjálfstætt, samvinnu- maðurinn í honum of veill, of lítill hluti. Jakob Hálfdanarson hörfaði ekki á Laxárísum, með kaupfélags- sjóðinn í barminum, þó að hann heyrði þá bresta undir fótum sér. Hvað gat vöruskipið veikbyggða rekizt á marga hafísjaka? Að hlusta eftir brakinu í ísnum og telja hafísjakana boðar feigð. Annað hvort trúir samvinnumaður því, að lyklar samvinnunnar gangi að þessum dyrum sem öðrum — eða hann er ekki samvinnu- maður. Hvers vegna beita henni ekki við sjálft frumatriðið, fram- leiðsluna? Hvers vegna bjástra við kofadyr einstaklingshyggjunnar með hallarlykla samvinnunnar í hendi sér? íslenzkir bændur hafa verið í samvinnuskóla í þúsund ár. Nú er komið að prófi. Dæmið stendur þannig: Bóndinn hefur glatað þrem fjórðu félagsorkunnar, og verkamað- urinn ekki framar til fylgdar. Áður smalaði hann landið heilt og við annan mann, nú einn með fráleika hins hruma. Ennþá verður gangnahesturinn góði — kaupfélagsfákurinn — sóttur út í fjörur, en þeir, sem fjölmenna honum á mölinni, geta gripið fastar um taum- haldið. Og enn hefur bóndinn hækju, þar sem kosningaskipulagið er, en hvenær verður hækjunni kippt af honum? Fara ekki 60 þús- undin í Reykjavík að verða nokkuð einráð um, hvaða atkvæðagildi þau skammta sex þúsund bændum út á kjörseðlana — eins og þau raunar ráða gildi allra annarra seðla? Hvenær verður smalamennskan á ljórum fótum? Með hverjum degi skiptir minna máli, hverjar úrlausnir bóndinn vill, heldur aðeins hitt, hvaða búskaparáætlanir yfirráðaöflin í þjóð- félaginu vilja hafa i náinni framtíð. Og undirstaða þeirrar áætlunar verður: þið verðið að beygja ykkur undir það sögulega og hagt'ræði- lega lögmál, að gerbylling i tcckni veldur gerbreytingu á formi. — Búið er orðið búverksmiðja. Við hjálpum til að reisa verksmiðjuna, þar sem heppileg aðstaða og nægir starfskraftar eru fyrir hendi. Annar búskapur líður undir lok. Tæknin, fjármagnið og þróunin, framtíðin sjálf — allt kallar þetta nú til bóndans: Við látum þig ekki einan hafa milljónina, á þína fáu ræktuðu hektara, ekki agnarbrot af henni. Til þess að standa undir henni, ávaxta hana og varðveita, þarf margfalt fleiri hektara og einkanlega fleiri menn. Þið verðið að standa fleiri saman, þá fáið þið að búa með milljónum, annars fáið þið ekki neitt, verðið að búa samvinnubúi, annars liðið þið undir lok. Þannig stendur dæmið letrað á veggnum, prófdæmi bóndans, —• eitt af tvennu: annaðhvort talia uþþ samvinnubúið, eða bóndinn hceltir að vera til. Og hver er svo spurningin í dæminu? Hún er þessi: Hvað er sam- vinnumaðurinn í bóndanum sterkur hluti hans, hve stórt brot af heildinni? Það er mikið komið undir því, að svarið verði rétt fundið. Því við þetta prófborð stendur bóndinn frammi fyrir sögunni, fyrir fram- tíðinni, fyrir sinni fósturjörð. Hvert er svarið, hvað er samvinnu- maðurinn sterkur, hve stórt brot? Ég veit, að hver bóndi finnur hið rétta svar: ekki brot, ekki hluti, heldur einn heill — því að sé lausnin ekki fundin rétt, þá er hann — fallinn. Heimkoma Árið 1950 hefst ný samvinnuöld, samvinnubúnaður i sveitum. Sjaldan leyfir stór hugsun hraða byrjun. Við byrjum strax, en för- um ekki hratt — fyrr en skriður er á kominn. Það geta verið vakir á ísnum, og við erum með mikinn fjársjóð. Framkvæmdaratriðin eru það auðvelda. Vilji er allt, sem þarf. Mörg rök hníga að því, að fjögurra bænda samvinnubú á 70—80 hektara ræktuðu landi, með um 60 kýr og nokkuð af öðrum bústofni, sé frá ýmsum sjónarmiðum hentugasta bústæðin, eða að minnsta kosti væri ráðlegt að byrja þannig. Fyrst reisum við fjögur slík samvinnubú, sitt í hverjum landsfjórð- ungi, fjórðungsbú; fjórir bændur á hverju, 16 fjölskyldur alls. Hver fjölskylda fær séríbúð, eins og í kaupstað — gefum hverri konu sjálf- stæðiseldhús — búið sé sameign og samrekstur. Byggingar allar af glæsilegri nútíðargerð, með þeim fullkomnasta tæknilegum útbúnaði og vélakosti, sem nú er þekktur. Heimilisþægindi sömu og í kaup- stað. Samband íslenzkra samvinnufélaga og þær opinberu stofnanir, sem málið er skyldast, hafa hér forgöngu. Ríkið og Sambandið leggja til þá „Marshall-aðstoð“, sem nauðsynleg er, til þess að búin komist á fót, og að þeir, sem við taka, geti vel undir risið. Allir leggjast á eitt um að þessar fyrstu fyrirmyndir samvinnubúanna nálgist liið fullkomna form, verði eins og eldstólpar, sem lýsa inn 1 hið fyrir- heitna land. Hér er kóngsríkið reist. Hér er aftur stóra heimilið, þar sem var gaman að eiga heima og þyngst að yfirgefa, það sem mýkti raddir; þar sem allir unnu saman, hver með öðrum og hver fyrir annan, og allir kunnu að skipta verkum; samvinnubúgarðurinn, sem ungu syst- kinin dreymir um að rísi upp úr hverju koti. Og þeir, sem mest er undir komið, landnemarnir fjórir, sem eru kallaðir og útvaldir, mega ekki gleyma því eina stund, að á þeim hvílir mikil ábyrgð; að þeir eru með mikinn fjársjóð, fjöregg sveit- anna og samvinnunnar, í hendi sér; — að þeir eru hornsteinar mik- illar byggingar, kóngshallarinnar, sem börnin i kotinu hafa þráð og leitað að í þúsund ár og eiga nú loksins að finna, ekki aðeins í draumi, heldur í veruleika. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.