Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 10
A Slióluvuiöustíg 35 hélt Samvinnuskötuiu lil jyistu uiu). góð, það sem þau ná, en mikið vantar af húsrými, sem væntanlega verður bætt úr þegar stundir líða. XII. Nú hefir verið lýst hinni ytri aðstöðu Samvinnuskólans undangengin 30 ár. Lengst af þessum tíma hefir skólinn haft sum af einkennum heimavistar, þegar nemendur voru í nánum kynnum við starfandi lieimili. Húsakynnin hafa frá upphafi verið og eru enn eins og bjálkabýli landnem- ans, sem stendur til bóta á margan hátt. En hin fyrsta að- staða skólans hefir verið og er líftaug hans. Hann er ekki fjötraður með kerfisbundnum lagafyrirmælum. Nemendur koma af frjálsum vilja og stunda námið með áhuga eða hverfa burt að eigin ósk. Hver nemandi veit, að próf úr skólanum veitir engin réttindi, nema í sambandi við dugn- að mannsins og færni. Það er ótrúlegur munur að stjórna slíkum skóla eða kennslustofnun, þar sem nemendur eru nauðugir og telja að þeir leysi af liöndum dagleg störf í skólanum til að gera kennurum til geðs. Þar sem skóla- nemendur eru áhugalið, er hlutverk kennarans það eitt, að vinna með nemendum að marki, er þeir vilja sjálfir ná. Undir þessum kringumstæðum er um raunverulega sam- vinnu að ræða milli nemenda og kennara. Skólalífið er þá eins og samfylgd fólks á misjöfnum aldri yfir ný og ókennd lönd. Eftir að skólaveru lauk, hafa svo að segja allir nem- endur haldið áfram á sjálfbjargargrundvelli. Mér er mikil ánægja að fylgjast með ferli þeirra, reglusemi, atorku og þegnskap í öllu starfi. Afmælishátíð sú, sem nemendur búsettir í Reykjavík og nálægum héruðum, efndu til, var í samræmi við vinnubrögð þeirra að öðru leyti. Við sam- eiginlegt borðhald 200 manna á Hótel Borg sást ekki ein einasta vínflaska, og stóð þó öllum frjálst að kaupa að vild. Samkoman var skipulögð með mikilli fyrirhyggju. Þrjátíu smáræður voru fluttar á hálftíma. Einn nemandi úr hverri ársdeild flutti kveðjuorð. Forstöðunefndin fékk allar kveðjurnar vélritaðar fyrir fram, til að tryggja að enginn eyddi of miklum tíma. Sú hugmynd, að gefa út minningarrit um skólann, með stuttri æviferilsskýrslu og mynd af nemendum og kennurum, sem unnið hafa saman við skólann, ber vott um hlýhug og innbyrðis félagslund nemendanna. Sama er að segja um það átak, að stofna á þessu afmæli sjóð við skólann til styrktar efnilegum nem- endum til framhaldsnáms. Önnur framkvæmdin lýtur að fortíðinni, að geyma á viðeigandi hátt minningar um liðna tírnann. Hin að því, að efla framtíðargengi með þegnlegri áreynslu á líðandi stund. XIII. Skólinn á mikið að þakka fjölmörgum kennurum, sem þar hafa starfað á hinum mörgu liðnu árum. Þar hafa verið margir ágætir menn, gæddir miklum áhuga. Eins og fyrr er sagt, hafa þeir mætt nemendahópnum á miðri leið. Hugsjón, en ekki fjárvonir, hafa tengt þá samstarfs- böndum. Hin síðari ár hafa, auk margra annarra, fjórir mjög merkir kennarar lagt fram mesta vinnu við kennsl- una. Það eru Guðlaugur Rósinkranz, frú Þorbjörg Hall- dórs, Árni Kristjánsson og Þorleifur Þórðarson. Guð- laugur Rósinkranz hefir starfað nálega 20 ár við skólann, og hverfur nú að mjög þýðingarmiklu og vandasömu menningarstarfi við forstöðu Þjóðleikhússins. Frú Þor- björg Halldórs er fædd í Ameríku og hefir hlotið þar ágæta skólagöngu. En ætt hennar og æskuheimili var rammíslenzkt. Hún sameinar á óvenjulegan hátt íslenzka og ameríska menningu. Árni Kristjánsson meistari hefir kennt með ágætum íslenzku í skólanum samhliða námi í háskólanum og jafnframt vinnu sinni við hina miklu orða- bók háskólans. Þorleifur Þórðarson er einn þeirra manna, er hefir búið sig undir vandasamt lífsverk með fyrirhyggju- sömu námi í mörgum löndum. Samhliða kennslunni hefir hann á síðustu árum reist frá grunni umsvifamikið fyrir- tæki, Ferðaskrifstofu ríkisins. Guðlaugur Rósinkranz er nú að kveðja skólann. Fylgja honum hugheilar þakkir samkennara og nemenda, fyrir mikið starf og ágæta sam- vinnu á liðnum árum. Búast má við, að Ferðaskrifstofa ríkisins verði svo umfangsmikil innan tíðar, að Þorleifur Þórðarson geti ekki á komandi missirum látið skólanum í té jafnmikla vinnu eins og hingað til. Mér hefir reynzt sérstaklega vel að fá til samstarfs við skólann konur og karla, sem unnu að öðrum störfum, en létu kennsluna fyrst og fremst vera áhugavinnu. Þetta er kostur við rekstur skóla, sem ekki er mjög fjölmennur, en starfar í mann- mörgum bæ. Þar er að jafnaði hægt að fá til hjáverka- kennslu menn, sem hafa stækkað á öðrum verkum. Afmæl- ishátíð Samvinnuskólans er heppilegt tækifæri til að þakka hinum mörgu kennurum, sem hafa með vinnu sinni við skólann átt meginþátt í að nemendur skólans hafa flutt með sér út í lífsbarátuna áhrif og efling, sem orðið hefir þeim að varanlegu gagni. XIV. Að síðustu nokkur orð um framtíð skólans. Það fer að líkum, að innan tíðar hverf ég frá skólanum til hinna mörgu gömlu og kæru samverkamanna, sem þar hafa starfað. Það má telja sennilegt, að skólinn breyti þá að verulegu leyti um skipulag og starfshætti. Á undan- gengnum 30 árum hefir skólinn mótazt af landnámsbar- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.