Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 6
V. Haustið 1919 tók Samvinnuskólinn til starfa sem tveggja vetra skóli. Voru nemendur misjalnt undirbúnir, og luku þeir sér af á einum vetri, sem meiri höfðu skólagönguna. Lítið var um liúsrúm í bænum og erfitt um kennslulier- bergi. Iðnskólinn átti þá hús sitt við Lækjargötu, en kennsla iðnnema fór aðallega fram á kvöldin, en nokkur húsakostur auður f'yrra hluta dags. Leituðu forráðamenn Samvinnuskólans til eigenda Iðnskólans og fengu þar leigðar tvær kennslustofur fyrra hluta dags. En engin aðstaða var þar fyrir nemendur Samvinnuskólans á öðrum tímum, því að þá þurftu eigendur hússins að hat'a af því full afnot til sinna þarfa. Þróun samvinnumálanna var svo hraðfara, að búið var að ákveða skólastofnun, án þess að í lyrstu hefði verið hægt að tryggja ákveðið húsnæði. Samvinnumenn höfðu um þessar mundir kaffikvöld í gildaskála einum í miðbænum. Sóttu þangað til fundar eldri og yngri menn. Þar komu forkólfar samvinnumál- anna, Hallgrímur Kristinsson, Sigurður í Yztafelli, Sveinn Ólafsson í Firði, Þorleifur Jónsson í Hólum, Þorsteinn M. Jónsson úr Borgarfirði eystra, Tryggvi Þórhallsson, Guð- brandur Magnússon og margir yngri menn. Var yfir þess- um samkomum hressandi og frjálsmannlegur blær. Sam- eiginleg áhugamál mynduðu við skjóta kynningu brú milli manna á öllum aldri. Á einum þessum fundi var rætt um húsleysi Samvinnuskólans. Þá kastaði Eggert Jónsson frá Nautabúi fram þeirri bendingu, að á Akureyri væri til sölu gott og mikið hús, sem flytja mætti suður og gera að skóla og heimavist fyrir samvinnumenn. Hér var um að ræða Hótel Akureyri. Það var glæsilegt stórhýsi, byggt úr sterkum, norskum plönkum, og að öllu leyti hið vandaðasta. í kaupstaðnum hafði byggðin færzt norður á Oddeyri og Torfunefið, svo að hið myndarlega gistihús stóð nú nálega yfirgefið og lítt notað í Akureyrarbæ. Menn urðu hrifnir af þessari tillögu, enda myndi Jrað hafa verið mikið happ fyrir skólann, að fá svo prýðilegt og rúmgott skóla- og heimavistarhús. Ef til flutnings hefði komið, myndi liafa hentað bezt að reisa það í útjöðrum bæjarins. Hallgrímur Kristinsson var að vísu djarfur, en jafnframt varfærinn. Hann skildi manna bezt Jrörf skólans og sá glögglega, hve mikill ávinningur væri að geta myndað þvílíkt skólaheimili. En Sambandið var líka heimilislaust, og stjórn Jness var á góðum vegi með að reisa mikla skrif- stofubyggingu við Sölvhólsgötu. Forstjórinn taldi Sam- bandinu ofurefli að reisa í einu tvö stórhýsi. En hann þóttist sjá, að Sambandið og skólinn gætu um stundar- sakir búið undir sama þaki. VI. Sambandið hafði keypt af Sigurði Jónssyni atvinnu- málaráðherra mjög stóra lóð á Arnarhólstúni, sem hafði áður fylgt bústað stiftamtmanns og landshöfðingja. Var þá gert ráð fyrir, að járnbraut yrði lögð austur yfir heiði, og stöðin þar sem síðar var reist Nýborg og Grænmetisskál- inn. Sá Hallgrímur Kristinsson af framsýni sinni, að við járnbrautartorgið yrði miðstöð verzlunar og samgangna í bænum. Vildi hann reisa sterka og myndarlega skrifstofu- byggingu gegnt væntanlegri járnbrautarstöð. En beztu lóðina, á horni Ingólfsstrætis og Sölvhólsgötu, geymdi hann til betri tíma. Þar átti á bezta staðnum að reisa hið varanlega framtíðarheimili Sambandsins. Er sú lóð, milli Sambandshússins og Arnarhvols, enn óbyggð. Beitti Hall- grímur Kristinsson hér sömu framsýni eins og á Akureyri, þegar hann keypti handa kaupfélaginu beztu verzlunarlóð í bænum, þar sem nú er meginbygging Kaupfélags Eyfirð- inga, en sætti sig við að langur tími liði, þar til fjárhagur leyfði að reisa þar stórbyggingu. Nú miðaði hann Sam- bandshúsið við að þar yrðu góð og einföld skrifstofuher- bergi, sem ætíð mætti leigja öðrum fyrirtækjum, ef Sam- bandið þyrfti þeirra ekki með, eftir að húsakostur þess hafði verið stórum aukinn. Voru tveir inngangar í húsið frá Sölvhólsgötu, og vandaðir stigar úr brúnleitum marm- ara. Nægilega breiður gangur eftir miðju húsi á öllum hæðum. Herbergi til beggja hliða, og stærðin miðuð við venjulegt skipulag á skrifstofum. Þegar ekki var hægt að flytja plankahúsið frá Akureyri til Reykjavíkur vegna Samvinnuskólans, ánafnaði Hallgrímur Kristinsson skól- anum þriðju hæð Sambandshússins. Skólinn fékk til um- ráða þrjár samliggjandi stofur, sem mátti gera að einum sal. Til hinnar handar við ganginn var íbúð skólastjóra og kennarastofa gegnt uppgangi. Úr hverri stofu voru dyr fram á ganginn og miðað við væntanlega notkun hússins síðar til skrifstofustarfa. Hliðardyrnar í tvær innri kennslu- stofurnar voru því lokaðar, nema við sérstök tækifæri. Ekki var nema einn inngangur fyrir skólann og íbúðina. í þessum húsakynnum svo að segja óbreyttum bjó skólinn í rúmlega aldarfjórðung. í íbúð skólastjóra var skrifstofa, borðstofa, gestastofa og eitt svefnherbergi. Var oft nokkuð þröngt í Jressari íbúið, þegar fjölskyldan stækkaði. Not- uðum við hjónin kennarastofuna nokkrum sinnum vetrar- langt sem svefnherbergi okkar. En þar varð allt að vera í lagi fyrir þarfir skólans klukkan 8 að morgni, þegar kenn- arar og nemendur komu í skólann. Mikil öfund lá á veru minni í Sambandshúsinu frá mönnum, sem voru á annarri skoðun í landsmálum, og var oft vikið í blöðum að þeirri óhófseyðslu, sem ég væri valdur að, en bitnaði á samvinnu- mönnum um allt land. í einni slíkri blaðagrein voru reikn- aðir vextir af kaupverði allrar byggingarlóðarinnar og öllu Sambandshúsinu, og öll vaxtabyrðin talin mér til skuldar. VII. Heldur þótti kennurum og nemendum Samvinnuskól- ans erfitt að vera í húsmennsku í Iðnskólanum. Var þó góð sambúð við nemendur og kennara þess skóla, en hús- næðið var óhentugt og húsbúnaðurinn mjög lélegur. Þegar fór að líða á veturinn 1919—20, var búið að slétta veggi í Sambandshúsinu og ganga fi'á ljósum og hreinlætistækj- um. Búið var að smíða í Samvinnuskólann vönduðustu borð og stóla, sem verið hafa í nokkrum skóla á íslandi. Voru borðin af hentugri stærð fyrir einn mann. Bæði borðin og stólarnir voru úr eik og vandað smíði. Varð það því samráð kennara og nemenda í Samvinnuskólanum, að flytja hann í Sambandshúsið, jafnskjótt og þar væri unnt að starfa. Var í bili flutt inn í stofur, sem síðar áttu 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.