Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 9
jóna innstæðu í bankareikningi sínum. Hötðu sambýlis- menn mínir í Sambandshúsinu skipt með sér verkum á heppilegan hátt. Hallgrímur Kristinsson hafði skapað lieildsölu Sambandsins, sem byggði á kaupfélögum við hverja höfn. En þeir bræður hans, Sigurður og Aðalsteinn, höfðu í samstarfi með Jóni Árnasyni, gert hina ungu heildsölu að öflugum og varanlegum þætti í viðreisnar- baráttu þjóðarinnar. Meðan vinir mínir og samstarfsmenn í Sambandshúsinu voru að færa út kvíar samvinnusamtak- anna, með margháttuðum framkvæmdum í iðnaði og verksmiðjurekstri, hafði ég eftir mætti unnið að því, að víða risu miklar nýtízku skólabyggingar fyrir æskumenn landsins. En ég hreyfði aldrei neinum óskum við Sigurð Kristinsson um fjárframlög til byggingar vegna Samvinnu- skólans. í þjóðmálum verður oft að hraða lausn vandamái i á tilteknum augnablikum, til að fullnota heppileg tæki- færi. í samvinnufyrirtækjum er ekki bylgjugangur eins og í landsmálabaráttunni, heldur hin jafna þróun. Ég þótt.ist vita, að forráðamenn Sambandsins myndu hafa í huga þörf skólans, þegar þeim þætti tími kominn til framkvæmda í því efni. XI. Þegar her Breta settist að hér á landi vorið 1940, reistu þeir herbúðir sínar á öllum auðum blettum í bænum og víða í nágrenninu. Þá fullbyggðist á skömmum tíma sú lóð á Arnarliólstúni, þar sem fyrr átti að vera járnbrautar- stöð. Bjó þar mikill fjöldi hermanna. Þeir lögðu undir sig hina hálfgerðu og mannlausu þjóðleikhússbyggingu, og stungu reykpípum út um glugga, þar sem við mátti koma. Lagði þykkan reykjarmökk úr eldstæðum Breta yfir Sam- bandshúsið. Á hverjum morgni höfðu fjölmennir her- flokkar æfingar í portinu bak við húsið. Tók nú að gerast þröngbýlt í Sambandshúsinu. Hafði Sambandið mjög fært út kvíar á liðnum árum. Var Landsverzlunin fyrir löngu flutt burt úr húsinu og Sambandið eitt um hituna að full- nota til sinna þarfa tvær neðri hæðirnar og kjallarann. En meira þurfti með, og kom þá til tals, að skólastjóri flvtti úr húsinu út í bæ. Kom þá fyrir atvik, sem flýtti fyrit þessari framkvæmd. Þormóður Eyjólfsson hafði þá um langa stund verið helzti forvígismaður síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, og löngum formaður í stjórn þeirra fyrirtækja. Hann var tíður gestur í Sambandshúsinu og kunnugur þar öllum málefnum. Þótti honum nú orðið erfitt um búsetu í Sambandshúsinu, í vaxandi þröngbýli og örtröð af mörgu tagi. Hreyfði hann þessu máli við for- ustumenn Sambandsins, að ástæða væri til að fjölskylda mín flytti burt úr húsinu. Málið var áður komið á dagskrá hjá þeim, en ábending Þormóðs flýtti fyrir framkvæmdum. Beittu sambýlismenn mínir í Sambandshúsinu sér fyrir því, að Sambandið reisti íbúðarhús fyrir skólastjóra Sam- vinnuskólans og fjölskyldu hans, en breytti gömlu skóla- stjóraíbúðinni í skrifstofuherbergi fyrir Sambandið. Svo sem vænta mátti, hafði aldarfjórðungs dvöl í Reykjavík aukið kynni manna þar á samvinnustefnunni og þýðingu hennar. Gætti nú víða velvildar í garð Sambandsins, og kom það á margan hátt fram í þessu húsbyggingarmáli. Bjarni Benediktsson borgarstjóri greiddi úr ýmsum erfið- leikum í sambandi við byggingarleyfi. Meulenberg biskup kaþólskra rnanna gerði allt, sem í hans valdi stóð til þess að láta Sambandið fá ágæta lóð á Landakotstúni, með mjög vægu verði. Guðjón Samúelsson húsameistari hafði þá um mörg ár ekki teiknað neitt hús nema fyrir ríkið. En þetta hús bauðst hann til að teikna og sjá um bygginguna án endurgjalds. Að fá Guðjón húsameistara Samúelsson til að teikna hús fyrir sig er af þeim mönnum, sem skyn bera á byggingarlist, talið jafngilda því áður fyrr, þegar Matt- hías Jochumsson orti ljóð um dána menn. Guðjón Samú- elsson helir þann sið, að hann lætur teikningar sínar, hálf- gerðar og fullgerðar, liggja á teikniborði sínu, og geta undirmenn hans og gestir þeirra gengið urri skrifstofuna þegar hann er ekki við. Þegar það fréttist til stéttarbræðra húsameistara, að hann væri að teikna íbúðarhús handa ein- stökum manni, komu margir þeirra í heimsókn til að kynna sér verkið. í hópi listamanna er hið persónulega við- horf innbyrðis venjulega svipað og við hirð Goðmundar á Glæsivöllum, og dómar í harðasta lagi. En í þetta sinn brá svo við, að dómarnir voru mildir. Þótti stéttarbræðrum húsameistara honum hafa tekizt vel, að gera húsið einfalt og ódýrt eftir stærð, en með listrænum einkennum. Fór vel á því, að húsameistari lékk sæmd og viðurkenningu fyrir þessa framkvæmd sína, því að ekki var um önnur laun að ræða. Þegar lnisið var fullgert, fengum við hjónin hlýlegt bréf frá stjórn Sambandsins, þar sem okkur var tilkynnt, að svo væri til ætlazt, að við ættum kost á leigu- lausum bústað í þessu liúsi, ekki aðeins meðan ég starfaði við Samvinnuskólann, heldur meðan við lifðum. Húsið var vel vandað, bæði utan og innan. Var sýnilegt, að með þessari aðgerð vildu forráðamenn Sambandsins láta sjást í verki, að heimili okkar hjóna hafði, og þó einkum aðstaða konu minnar í þröngbýli Sambandshússins, verið nokkuð erfið, en jafnframt til hagsbóta fyrir það málefni, sem unnið var að. Hinni fornu skólastjóraíbúð í Sambands- húsinu var nú breytt í samræmi við nýjar þarfir. Gesta- stofan gamla er nú fundaherbergi fyrir stjórn Sam- bandsins, en borðstofan herbergi Hallgríms Kristinssonar. Eru þar geymd húsgögn hans, nokkuð af bókasafni hans og einstakir munir, sem minna á hann. Þegar dró að stríðs- lokum, var ákveðið að hækka Sambandshúsið, svo að það yrði fjórar hæðir, og flytja Samvinnuskólann þangað, en nota gömlu skólastofurnar eins og Hallgrímur Kristinsson hafði upphaflega gert ráð fyrir, sem skrifstofuherbergi. Var byrjað á þessari breytingu í forstjóratíð Sigurðar Krist- inssonar, en verkinu lokið undir forsjá Vilhjálms Þór. Við þessa breytingu fékk skólinn meira húsrúm. Eru kenslu- stofur þrjár samliggjandi, en skilrúm á milli, sem fella má út að veggjum, þegar með þarf, og gera úr stofunum einn mjög rúmgóðan sal. Hefir Sambandið þar hinn bezta fundarsal, þegar aðalfundir eru í Reykjavík. Gangur er meðfram skólastofunum, en breiðar svalir úti fyrir. Er sú tilhögun eftir fyrirmælum skipulagsnefndar, og algerlega óþörf, að því er snertir birtu í húsið, en kemur sér vel fyrir skólann. Geta nemendur farið út á svalir milli kennslustunda, í stað þess að fara niður fjóra stiga og koma aftur í tæka tíð. Má segja, að þessi húsakynni séu mjög 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.