Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 34
Skúli Guðjónsson, Ljótunnarst. (1927—1928): Horfnir góðhestar EGAR ég var beðinn að skrifa eitthvað um dvöl mína í Samvinnuskólanum, sem átti sér stað, ef ég man rétt, veturinn 1927—28, þá var ég í raun og veru alveg gáttaður á það, livað segja skyldi. Samt fór ég að velta vöngum og grufla út í það, sem skeð liefði þennan merkilega vetur, og einliver staðar lengst innan úr fylgsnum hugans gróf ég svo eitt og annað, — og eitthvað af því skal ég reyna að skrifa niður. Fólkið, sem ég kynntist þenna vetur í téðum skóla, hefur víst áreiðanlega allt verið bezta fólk — og sumt af því meira að segja langt fram yfir það. En í amstri og hardúsi þessa lífs er það fyrir löngu horfið mér. Sumir hafa víst blátt áfram dáið drottni sín- um, því það skeður margt á langri leið. Aðrir hafa horfið að því heillaráði, að inna lífsstarf sitt af hendi með trú- mennsku í kyrrþey, eins og segir í líkræðum eftir um- komulítið sveitafólk. En svo eru nokkrir í þessari fylkingu, sem maður sér hilla undir, eins og í fjarlægð, alltaf annað veifið. Þeir liafa orðið svo miklir menn, og svo mikil leiðarljós sinnar samtíðar, að maður verður nærri því feiminn frammi fyrir sjálfum sér, þegar maður hugsar til þess, að einu sinni gekk maður út og inn um sömu dyr og joeir, sat við sömu borðin og hengdi hattinn sinn við hliðina á þeirra höttutn, heilan vetur. Ýmsir skólabræðra minna kunnu margar jarðneskar listir, eða höfðu forframazt mjög upp á veraldlega vísu, er jreir komu í skólann. Einn hafði til dæmis borið á borð fyrir kónginn. Annar kunni að ganga á höndunum eftir borðum. Þriðji kunni að ganga eftir sömu húsgögn- um á fótunum. Fjórði var svo mikill ræðuskörungur, að Og svo rísa jiau eitt af öðru, óskabúin; gleðin æsku, hvíldin elli, hefja sig við bjarmann frá miðmorgunshæðinni, „hillingabygging með múra og lilið". „Smábýlahverfið hjaðnar og dvín, Jrví háloftið dregur það upp til sín. Af bænum rís höll með blikandi tindum og borgarhliðið af traðanna grindum." Inn um þau borgarhlið á æskan að fá að ganga. Og þá snúa Vær- ingjar lieim, því Mikligarður er kominn heim til Jreirra. En gleymist engum, að yfir þetta land getur komið tími ásakana og eftirsjár, þegar allt nema iðrunin er orðið um seinan; og munist einnig, nú Jiegar skiptir um orrustudag, að ekki fer dómurinn eftir því, hvar liðið stendur um hæstan dag, heldur þegar næsti orrustu- dagur er liðinn. Halldór Sigfússon. ef hann opnaði munninn til að tala, gat hann ekki stoppað sig aftur, nema með utanaðkomandi aðstoð. Fimmti hafði tekið fjögur próf í stærðfræði og kunni auk þess að svæfa hænsni með skónál, og þannig mætti lengi telja. En svo voru aftur aðrir, og í hópi þeirra var að sjálfsögðu undir- ritaður, sem fundu til andlegrar og líkamlegrar smæðar sinnar í hópi ofurmennanna, sem stikuðu um stofurnar, eins og þeir ætluðu að leggja undir sig allan heiminn og ættu þegar drjúga sneið af honum. Ég man eftir öllum kennurum mínum, þótt ekki sé hægt að nefna þá alla hér. Jónas var þá nýgenginn inn í sinn dómsmálaráðherra- dóm. Þorkell Jóhannesson stjórnaði stofnuninni. Hann var fastmæltur, með svört hornspangagleraugu og skipti hárinu yfir miðju enni og Jrví hinn kennimannlegasti ásýndum. Hann var mikill kennari, en líklega enn meiri mannkostamaður. Þá var Rannveig Þorsteinsdóttir einnig kennari. Hún var ung, lítil og hnellin, með dökkt hár og bjartan hlátur, sem yljaði manni notalega innanrifja. Og enn mætti nefna Eystein, þann, er síðar varð ráð- herra. Þá var hann ungur og elskulegur drengur, með slétt- kembt hár og vel liirtar liendur. Ekki vissu menn til, að hann hefði öðlazt pólitíska náttúru, og þó að hann væri nefndur brauðmálaráðherra, af jrví að hann annaðist innkaup fyrir ríkisspítalana á brauðum, lá hans eiginlegi ráðherradómur enn falinn í skauti guðs. Og þó að hann legði saman tölur og stemmdi af reikningsyfirlit, svo að ekki skeikaði, óraði engan fyrir því, að í honum byggi sá fjármálaspekingur, sem veraldleg velferð þessarar þjóðar stendur og fellur með. En minnisstæðastur allra minna lærifeðra er þó Jónas. Hann kenndi okkur, þrátt fyrir sinn ráðherradóm. Það kitlaði hégómagirnd mína, að eiga einn ráðherra að læri- föður. Samkvæmt mati þessa mannlega veikleika, var gengi ráðherra miklu hærra í þann tíð en nú á hinum síðustu og verstu verðbólgutímum. Jónas var ljúfur og elskulegur hversdagslega og kenndi okkur ýmsa nauðsynlega speki, er okkur mætti að haldi koma í lífinu. Meðal annars kenndi hann okkur strákunum þrjár grundvallarreglur í umgengni við konur. Þessar reglur kann ég enn og hef lifað trúlega eftir Jreim fram á þennan dag. En þær eru svona: Spurðu aldrei sjúka konu, hvað að henni gangi. Spurðu konu aldrei að því, livað hún sé gömul; sérstaklega skaltu Joá varast þetta, ef konan er á vissum aldri og ógift. Gakktu aldrei á eftir konu upp stiga, sízt af öllu máttu þó freistast til þess, ef stiginn er brattur, en kjóllinn stuttur. Fyrst heyrði ég })að af vörum Jónasar, að til hefði verið maður, sem hét Karl Marx. Hið merkilegasta við mann þenna var j:>að, að hann hafði skegg meira en aðrir menn — og lét Jónas stundum í ljós þá löngun sína, að raka þetta mikla skegg af karlinum. En vegna þess að, Jónas hafði vakið forvitni mina á þess- um mikla skeggjúða, en ekki satt hana nema að sáralitlu leyti, fór ég að grafast fyrir um hátterni og skoðanir þessa 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.