Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 15
Guðlaugur Rósinkranz, yjirkennari, ávarpar samkomuna. margir, að þarna var stefna, sem mundi vera þess megnuð að gera hug- sjón að veruleika og vinna í þágu frelsis og mannréttinda á sviði hins daglega lífs. Það var þessi hagræna hugsjón samvinnustefnunnar, að hver fengi þá vöru, er hann þyrfti, með sannvirði, fátækir sem ríkir hefðu sömu aðstöðu til þess að hafa áhrif á og ráða um rekstur sinnar sameiginlegu verzlun- ar, og að fullkomin samhjálp, byggð á jafnréttisgrundvelli, væri ríkjandi, sem gerði það að verkum, að ég og margir mínir jafnaldrar aðhylltust þessa stefnu. Og það var jafnframt þessi trú, sem var-þess valdandi, að ég, þegar eg las hagfræði í Stokkhólmi, tók samvinnufræði sem sérgrein hagfræð- innar. Eðlileg afleiðing af því var svo, að ég að loknu námi gerðist kennari við skóla samvinnumanna. Sem kenn- ari við Samvinnuskólann hef ég nú starfað í 19 vetur. Á þessum árum hef ég liaft tækifæri til þess að kenna og kynnast mörgum góðum samvinnu- mönnum, mönnum, sem einatt hafa komið í skólann vegna trúar sinnar á gildi samvinnunnar, og vonandi hafa þeir flestir farið úr skólanum með vissuna um gildi hennar. Enda hafa margir af nemöndum Samvinnuskól- ans orðið athafnamiklir starfsmenn í þjónustu samvinnumálanna í landinu. Það hefur verið ánægjulegt að kenna í Samvinnuskólanum vegna þess, að svo að segja hver einasti nem- andi hefur komið þangað af frjálsum vilja, ég á við, að þeir hafa ekki verið sendir þangað af foreldrunum aðeins til þess að vera í skóla, nei, þeir hafa komið til þess að læra það, sem þá hefur langað til. Þeir hafa komið til þess að búa sig undir lífsstarf, sem þeir vilja stunda, og hafa trú á, að þeir vinni með því gagn í þjóðfélaginu. En það er eins með samvinnustefn- una og allar aðrar stefnur, hversu góð- ar og fullkomnar sem þær eru, að hún breytist eftir tíma og aðstæðum, en grundvöllurinn, hinn raunverulegi kjarni hennar, hugsjónin um samhjálp og réttlæti í öllum viðskiptum, getur ekki breytzt; verði það, er ekki lengur um samvinnustefnu að ræða. Það ber því hverjum sönnum samvinnumanni að gæta þess vel, að frá þessum grund- vallarreglum verði aldrei horfið; verði það gert, er samvinnustefnan í voða. Að lokum vil ég nú, er ég hverf frá kennslu við Samvinnuskólann, senda nemöndum mínum beztu kveðjur og þakka þeim fyrir gott samstarf og fyrir það, að þeir með námi sínu og fram- komu í skólanum hafa gert mér starfið þar sérstaklega ánægjulegt. Guðl. Rósinkranz. Sigurður Kristinsson: Það var merkur þáttur í sögu sam- vinnuhreyfingarinnar, er Samvinnu- skólinn hóf göngu sína haustið 1919. Þá byrjaði skipuleg fræðsla um sam- vinnumálin. Síðan hefur margt efni- legra ungmenna hvarvetna af landinu sótt skólann og kynnzt þar hugsjónum samvinnustefnunnar. Margir hafa lok- ið námi í skólanum og orðið dugandi menn. Meirihlutinn mun hafa unnið að framgangi samvinnuhreyfingarinn- ar í sínu héraði og á annan hátt. Vil ég í því sambandi benda á, að allt að því helmingur kaupfélagsstjóra Sambands- félaganna hafa lokið námi í Samvinnu- Sigurður Krislinsson, formaður S.Í.S., jlytur ávarp sitt. skólanum. En auk þess eru þaðan svo fjölmargir af öðrum starfsmönnum samvinnufélaganna og Sambandsins. Allstór hópur af nemöndum skólans mun hins vegar hafa kosið sér athafnir á öðru starfssviði. Þó hygg ég, að flestir þeirra hafi tileinkað sér svo mikinn samvinnuanda í skólanum, að þeir hlynni samt lieldur að samvinnustefn- unni, eða að minnsta kosti vinni ekki á móti henni. Aðalhvatamenn að stofnun Sam- vinnuskólans voru þeir Jónas Jónsson og Hallgrímur bróðir minn. Jónas Jónsson hefur verið skólastjóri skólans allt frá stofnun hans, að undanteknum þeir fjórum árum, sem hann var ráð- lierra, en þá gegndi Þorkell Jóhannes- son prófessor skólastjórastörfum. Jónas hefur alla tíð verið lífið og sálin í starfsemi skólans og hinn leiðandi kraftur. Fræðsla hans í samvinnumál- unum hefur borið góðan ávöxt og ó- víst er, að samvinnumenn almennt geri sér þess fulla grein, hve mikið þeir eiga honum þar að þakka. Ég vil fyrir hönd Sambands ísl. sam- vinnufélaga þakka Jónasi Jónssyni og samkennurum hans mikil og góð störf við Samvinnuskólann. Persónulega 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.