Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 22
Páll Diðriksson (1920—1921): Samvinnan og bændastéttin \TAGGA SAMVINNUNNAR hér á landi stóð meðal bændastéttarinnar. Ekki var það nein tilviljun, heldur rökrétt aíleiðing — annars vegar af eðli og anda þessarar merkilegu félagshreyfingar, en hins vegar vegna þeirra menningarlegu skilyrða, sem óhjákvæmilega eru til slíks félagsskapar. Samvinnufélagsskapurinn grundvallast á frjálsum og réttlátum samskiptum manna til bættra lífskjara, meiri menntunar og manndóms, þar sem eignarréttur og frjáls athöfn eru í heiðri höfð, en skefjalausu ofurvaldi fjár- magnsins hnekkt, og jafnframt leitazt við að jafna aðstöðu manna í lífsbaráttunni með félagslegum umbótum. Til þess að unnt sé að feta þessar leiðir, verða félagsmenn í samvinnufélagi að hafa til að bera allmikla félagshyggju ásamt sæmilegri menntun. A þeim tíma, þegar fyrsta samvinnufélagið var stofnað hér landi, voru blátt áfram ekki til þau menningarlegu skilyrði, sem til þess þurfti, nema meðal bændastéttar- innar. Reykjavík, sem á þeim tíma getur raunar talizt eini kaup- staður landsins, er byggður upp af íhaldssamri embættis- Hvað sem því líður, þá munu menn telja það athyglis- vert, að á þessu skólaafmæli ber um leið að minnast 30 áia skólastjóraafmælis Jónasar Jónssonar, sem einnig mun hafa verið einn af ákveðnustu hvatamönnum þess, að skólinn var stofnaður. Frá upphafi til þessa dags hefur Jónas Jóns- son mótað starfsemi skólans á þann hátt, að samvinnumenn munu lengi minnast með þakklæti. Hér koma menn við sínum tímabundna malikvarða. Hver og einn veit, að sá maður hefur ekki innheimt sín daglaun að kvöldum, sem hefur tckizt að vinna farsælt 30 ára starf til eflingar góðu málefni, sem varðar jafnr nútíð og framtíð. Á þessu 30 ára afmæli Samvinnuskólans þakka sam- vinnumenn Jónasi Jónssyni og hans mörgu góðu samstarfs- mönnum við skólann fyrr og síðar. Þeir minnast skólans með ánægju og þakklæti fyrir það, sem hann hefur afrekað á liðnum árum, og óska honum góðs gengis fram í ókomna tímann og gleðjast yfir því, að hann er í öruggum höndum og þann veg að honum staðið, að framtíð hans er tryggð. Á þennan hátt hygg ég, að fjöldi samvinnumanna hafi hugsað til skólans á þessu afmæli hans, en svo hefur önn og viðfangsefni dagsins beint huga þeirra að öðru. Samt er það stór hópur, sem hefur ástæðu til að nema lengur staðar við þessi tímamót, og það eru eldri og yngri nemendur skólans. Þeir staldra við og láta hugann dvelja um stund við hið liðna. Þeir hafa margs að minnast frá mannastétt og kaupmannastétt, fáeinum iðnaðarmönnum og öreiga tómthúsmönnum. í öðrum þorpum landsins er kaupmaðurinn uppistaða, og er hann jafnframt útgerðar- maðurinn. Utan um hann standa öreiga verkamenn, sem draga fram lífið af þeim molum, sem kaupmaðurinn réttir þeim fyrir vinnu þeirra til sjós og lands. Þegar á þetta er litið ,er það ekki undarlegt, að það skyldi verða hlutskipti bændanna að hefja inerki samvinnunnar í landinu. Til þess liggja rökin tvenn og þrenn. Algerlega ómenntuð öreigastétt getur aldrei skapað fé- lagslegar umbætur. Til þess skortir bæði andlega og etna- lega aðstöðu. Sérréttindastéttir, eins og kaupmenn og embættismenn þess tíma voru, gangast aldrei fyrir félags- legum umbótum, sem veikja þeirra eigin sérhagsmuni. Það hlaut því að verða bændastéttin, sem merkið bæri fram í fyrstu. Saga okkar frá þjóðveldistímanum vitnar um þjóðmenn- ingu, sem var þess megnug að skapa og viðhalda lýðfrjálsu þjóðfélagi um nokkrar aldir. Þessi menningarverðmæti varðveitti íslenzka bændastéttin, þrátt fyrir margra alda kúgun, á næstum ótrúlegan hátt. Þingeyskir bændur stóðu þar í fremstu röð. Þeir stóðu öðrum íslenzkum stéttar- bræðrum sínum nokkru framar að almennri menntun og þroskaðri félagshyggju, enda voru þeirra í hópi nokkrir af- burðamenn að gáfum og menntun, sem fylgdust með hverri félagslegri umbótahugsjón, sem upp kom meðal vestrænna þjóða. Miðluðu þeir af þekkingu sinni og hvöttu til sam- taka — ekki til að stækka sjálfa sig, heldur til að lyfta öðr- um. Varð sú forysta og fræðsla hin ágætasta vöggugjöf sam- vinnunnar hér á landi. Við þessi andlegu skilyrði vex samvinnufélagsskapurinn upp og breiðist út um landið á tiltölulega mjög skömmum samverustundunum í skólanum með glöðum og góðum félögum og mætum kennurum. Hjá flestum mun bjart yfir þeim minningum, og heillaóskir þeirra til skólans mótast af persónulegum hlýhug. Okkur eldri nemöndunum, sem eigum skólaminningarnar lengst að baki, mun ekki sízt kært nú, sem oft endranær, að láta hugann hverfa til þess tíma, þegar við tilheyrðum æskunni og áttum eld hennar og áhuga og óskuðum einskis frekar en að vera sem nýtastir liðsmenn undir merki samvinnustefnunnar — og glödd- umst yfir því, að lokinni skólavist, að við vorum færari en áður að starfa að sameiginlegum hugðarmálum okkar samvinnumanna. Hvernig okkur hefur svo tekizt að fram- kvæma æskuhugsjónirnar, það er önnur saga. En livað mikið, sem þar kann að hafa borið út af, þá munum við fúslega játa, að orsakirnar til þess hafa búið í okkur sjálf- um, en ekki í þeim undirbúningi, sem skólinn vildi veita okkur út í hið starfandi líf. Ég vil að lokum tjá Samvinnu- skólanum hugheilar þakkir mínar. Ég tel mig standa í óbættri skuld við hann fyrir það veganesti, sem hann veitti mér, og svipaða sögu munu flestir nemendur hans hafa að segja. Og ég vona, að á öllum ókomnum tímum hafi þeir, sem þar stunda nám, ástæðu til að taka undir þau orð. Þá mun skólanum vel vegna og hann verða langlífur í landinu. Halldór Ásgrimsson. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.