Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 26
annar alþýðumaður. Hann hafði hugsað allan veturinn um hana, þráð hana og hugsað um framtíð þeirra saman. Já, þú veizt, að ég hef ætíð haft skarpa sjón. Hann fann misfellurnar — og gat ekki fyrir- geíið, enda er ekki hægt að fyrirgefa slíkt. Það er glæpur gagnvart því frumstæðasta — og fullkomnasta. Það hafði verið skorið á lífæð — og lífinu blæddi út. Hann varð kyrr, þögull og einn, aleinn. Hún fór. — Hún er hér ein — með dreng, dreng, sem þú þekkir.“ Marteinn kinkar kolli: „Og svo fórstu á sjóinn?" „Já, hákarlaveiðar — og alls konar veiðar. Ég vann eins og jálkur og orti viðstöðulaust um allt milli himins og jarðar. Svo fór ég út og sigldi, og kom heim eftir þrjú ár. Þá giftist ég hérna. Ég var breyttur, en samt heitur og laus í rásinni. Ég þráði það í dag, sem mér fannst einskis vert í nótt. Ég hef alltaf verið á glapstigum á daginn, en fundið sjálfan mig á nóttunni. Það er erfitt líf, allt, sem markar spor, gerist á daginn. Er það ekki? — Já, við bjuggum saman. Ég elskaði hana ekki, aðeins þráði hana stundum, já, oft. — En svo — svo eignuðumst við telpu, og hún gaf mér nýjan heim. Já, þú átt börn....“ „Grenjandi, óþekka anga.“ „Ég fann það ekki, augu hennar geisluðu, er þau mættu mínum. Þetta var nýr og ókunnur heimur, ef til vill fegurri fyrir það, að ég hafði misst annan heim, sem ég vissi, að ég átti einhvers staðar, en hafði ekki getað notið. Já, þú þekkir það, föðurtilfinningin er áreið- anlega eitt hið guðdómlegasta, sem til er, ekki síðri en móðurtilfinn- ingin, þó að skáldin lofsyngi hana eina.“ „Já, aðalatriðið er að hafa eitthvað í svanginn á greyjunum." „Nú, já.“ Það er eins og Þórði Klakan verði kalt, hann ekur sér, en grípur svo enn bollann og drekkur. .. . „Þessi augu eru það feg- ursta, sem ég hef notið. En svo var húsið lokað, er ég kom heim eitt sinn. Eigið böl býtur sárast. Eg gat ekki neitt, orti aðeins og drakk, drakk um of — og það var ekki von að hægt væri að halda þessu á- fram. Hún lokaði heimilinu — og eg stóð einn. .. .“ „Svona menn standa oft einir, Þórður minn, svo er nú það.“ „Já, það er bara telpan, sem gerir það, að mér finnst stundum, að eg sé einmana. Mér þykir miklu vænna um hana en strákinn, þó að hann sé myndarlegur. Eg held, að manni þyki því aðeins vænt um börnin sín, að maður hafi tækifæri til þess að geta verndað þau, stýrt fyrstu hreyfingum þeirra, ráðið augnatilliti þeirra og kennt þeim fyrstu orðin. .. .“ „Og svo færðu aldrei að sjá hana.“ Marteinn segir þetta afsleppt eins og til þess að vekja ekki of mikla athygli á því. Þórður Klakan þegir góða stund. Hann tottar pípu sína með oln- bogana á borðinu. Það eru komnir rauðir dílar í kinnar hans og liitagljái í augun. „O, jú,“ segir hann. Eg geng þangað stundum á kvöldin. Þá sé eg skuggann hennar við tjaldið. Eg stend stundum svolitla stund undir gaflinum og horfi þangað upp. Þegar eg fæ ekki að sjá skuggann hennar, líður mér illa, en þegar eg fæ að sjá hann er allt svo gott — og þá rölti eg hingað inn í Skuggahverfið, upp í herbergið mitt, og þá kemur einhver friður yfir mig. Þá yrki eg — og svo sofna eg. Eg orti í gærkveldi kvæði um Asdísi á Bjargi, móður Grettis." „Ja-há, þú ortir kvæði um móðurástina?" „O-nei, eg sagði bara svona. Eg sneri því við.“ „Hvernig fórstu að því að eyðileggja á þér höndina?" Marteinn spyr glaðklakkalega. Þetta er allt annað efni. „O — eg stóð í ströngu, hafði fengið góðan hákarl á færið, hann ólmaðist og vildi ekki gefast upp, og eg vildi ekki sleppa. Færið skar í gegn um hold og sinar, inn í bein, en eg fann það ekki, svo hafði eg hann, en lófinn var eyðilagður. Og svona eru fingurnir." Þórður Klakan réttir fram lófann, svo að hann blasir við Marteini. Tveir fingurnir eru krepptir fast upp í hann. „Kanntu vísuna mína: ,Kólgan gefur kraft og líf kallar fram hið bezta‘.“ „Eg kannast við hana. — Og svo hættir þú öllu saman og byrjaðir á þessu og svo ferðalögunum norður?" Þórður Klakan hellir því síðasta úr könnunni og sýpur svo á boll- anum: „Já, eg er skáld — og eg held mér við það. Eg sel bækurnar 26 Eysteinn Jónsson (1925—1927): Sókn er bezta vörnin QAMVINNUHREYFINGIN er útbreiddari á íslandi en O í flestum öðrum löndum. Spyrji menn nágrannana, hvort þeir séu kaupfélagsmenn, eru svörin mjög oft játandi, en stundum þó neitandi. Ef grennslazt er nánar eftir ástæð- um fyrir því, eru svörin ýmiss konar, en algengasta svarið er eitthvað á þessu leið: Mér sýnist kaupfélögin selja með svipuðu verði og aðrir og hef því ekki séð ástæðu til þess að gerast félagi í kaupfélaginu eða færa þangað viðskipti mín. Þeir, sem þannig svara, eiga hins vegar áreiðanlega eftir mínar. Eg er einn, en eg er frjáls. Það er betra að lifa stutt og lifa eins og maður vill, heldur en að lifa lengi og ætíð í kvöl." „Kvöl?“ Marteinn er myrkur til augnanna, en venjulega er hann bjartur. „Ja, — stundum er kvölin nautn, lífið er ekki eins einfalt og þú hyggur, Marteinn verðandi burgeis. Eg vil ekki skipta við neinn, kunningi. Mér þykir gott að geta leitað til þín, þegar mér liggur á. En veiztu það, að þetta hvítgula sag hérna á gólfinu er eins mikill vinur minn og þú, vertinn með holdi og blóði. Þessi litla knæpa er aðeins lítill óasi, sem eg staldra við í á för minni gegnum lífið. Þú ert ágætur út af fyrir sig, en eg skil þig, sé í gegnum þig, veit allt um ]rig, kunningi. Eg raða persónunum, sem eg kynnist, og þú ert í þinni röð. Eg raða ykkur eins og peðum." Nú hefur Þórður Klakan rétt úr sér. Hann er ekki lengur álútur yfir bollanum sínum. Enginn er lengur lierra hans. Hann er einn, stoltur og sterkur: Þórður Ivlakan skáld. „Allt í lagi,“ segir Marteinn, þar sem hann situr á stólnum, hin kalda skynsemi skín úr dökkum augum hans. „Já, allt eru peð í kringum mig. Þið getið talað um ný heimili og nýjan heim. Þið getið talað um eitthvert undraþjóðfélag, en eg og skáldin verðum alltaf fyrir utan og ofan ykkur öll.“ Þórður Klakan grípur bollann og drekkur til botns." „Já, en svona menn eins og þú ættu að vera með í að byggja þenn- an nýja heim fyrir fólkið. Veiztu, að eg lít líka á þig eins og lítið aumt peð?“ ÞÓRÐUR KLAKAN hrindir frá sér með öxlinni, út í tómið. „Hvenær tókstu þér nafnið Klakan?" „Eg tók mér það þegar kverið mitt kom út. Það var bara tilviljun. Eg var að plokka klaka úr skegginu, þegar mér datt það í hug.“ „Og svo ertu bara góður hagyrðingur, tilgangslaus í þjóðfélaginu, lifir þínu tilgangslausa lífi, einn og allslaus, trúir á menn, sem þú treystir ekki. Er þá ekki betra að vera eins og eg?“ „Nei, eg þakka. Þú stefnir út fyrir frelsið, inn í hin hverfin. Bráð- um verður þú ókunnugur hér. Þú ert á flótta út úr Skuggahverfi, burt frá heimili þínu, inn í heim, þar sem þú átt ekki heima. — Eg hlakka til að sjá þig þar. .. . hvaða bölvaður gustur er þetta. .. .?“ Um leið stendur Marteinn Marteinsson upp, hægur og rólegur. Hann lítur til dyranna, regnskúr streymir inn um dyrnar, um leið og þær opnast. .. . Þórður Klakan lítur líka til dyranna, um leið og þær opnast, og gult sagið kastast til fyrir innan undan vindhviðunni. Svo lítur hann í bollann sinn, — en hann er tómur... .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.