Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 14
AFMÆLISKVEÐJUR þriggja forvígismanna Samvinnuskólans Þorkell Jóhannesson: Þorkell Jóhannesson, prófessor. Veturinn 1925—26 kenndi ég ís- lenzku í Samvinnuskólanum. Mér þykir sennilegt, að sú kennsla hafi ekki verið mjög tilþrifamikil, enda fyrsta tilraun mín til þess að leiðbeina öðrum við nám. Hitt er víst, að ég hafði gaman af starfinu og féll það að öllu leyti vel. Á þeim árum, og alla tíð meðan ég þekkti til í skólanum, var skólabragur góður. Nemendur komu þangað með þeim fasta ásetningi að færa sér námsdvölina sem bezt í nyt. Þetta var yfirleitt þroskað fólk, sumt harðnað í skóla lífsins við margvísleg störf á sjó og landi, þótt aldurinn væri ekki hár. Næsta vetur, 1926—27, átti ég öðru að sinna en kennslustörfum, lauk prófi mínu í háskólanum vorið 1927, en atvik urðu til þess, að haustið 1927 varð ég fastari böndum bundinn við Samvinnuskólann en mig hafði nokkru sinni órað fyrir, er ég tókst á hendur stjórn skólans, í forföllum míns gamla vinar, Jónasar Jónssonar, er nú varð dómsmálaráðherra, og að vísu með hans fulltingi. Þetta var bráðabirgðaráðstöfun. Reynsla mín var sú, að mér féll starfið vel, að frá- töldum nokkrum minni háttar skakka- föllum fyrsta veturinn, og því betur, sem lengur leið; sambúðin við nem- endur mína var góð, og ég var heppinn með samstarfsmenn. Mér er því Ijúft að minnast starfs míns í Samvinnu- skólanum. Það eitt skyggir á, að mér er Ijóst, að hér gat ég gert betur, lagt meira starf og meiri alúð í verkið, en raun varð á. En hugurinn stefndi á aðrar leiðir. Þetta var þrátt fyrir allt ekki mitt starf, og seinasta vetur minn við skólann, 1930—31, var ég erlendis fram að jólum, og gegndi vinur minn Gísli Guðmundsson, ritstjóri, starfi mínu í skólanum þann tíma. Um vor- ið tók Jónas Jónsson svo aftur við skólastjórninni. Samvinnuskólinn hefur nú starfað í 30 ár. Eg var af tilviljun viðstaddur setningu hans í Iðnskólahúsinu á önd- verðum vetri 1918—19. Á næstu árum átti ég nokkra kunningja í hópi nem- enda skólans, var sambýlismaður eins þeirra, Snorra heitins Snorrasonar frá Skeiði, hins bezta drengs, um tvo vet- ur. Ég ætla, að á þessum árum hafi skólinn, þrátt fyrir ýmsa vanhagi, ó- fullkomið húsnæði, misbrest á við- búnaði nemenda og óvissa kennslu- krafta stundakennara, verið óvenju- lega mikilhæf menntastofnun. Hingað komu menn á ýmsum aldri, mjög mis- jafnlega búnir undir námið. Þess voru vissulega fá dæmi, að nokkrum væri frá vísað, hversu sem viðbúnaði hans leið. Og þegar svo stóð á, sem alloft kom fyrir, að nemendur þraut fé eða bauðst vinna, sem þeir höfðu brýna þörf fyrir, áður en veturinn, og þar með námstíminn væri á enda, var slíku af fullum skilningi tekið af skólastjóra, einkum ef fyrra árs nemendur áttu í hlut. Hinum, sem urðu að þreyta fullnaðarpróf, var þá ef til vill hjálpað með öðrum hætti. Slík frávik um við- búnað og vist á skólabekknum myndu flestir skólamenn telja ærið varhuga- verð og óleyfileg með öllu. Ég ætla, að þessi fremur óformlega og að ýmsu leyti óvenjulega skólavist liafi þó borið merkilegan árangur, og ég efast um, að betri árangur hafi náðzt, þótt skólinn færðist í nokkru fastari skorður á mín- um skólastjórnardögum og síðan. Á þessum árum voru það hin ríku per- sónulegu áhrif Jónasar Jónssonar, sem öllu öðru fremur gæddu skólann þrótt- miklu lífi og anda. Nemendur bein- línis dáðust að honum. Þeim óx ás- megin, gengu með brennandi áhuga að námi sínu og náðu líka undraverðum árangri. Hér sannaðist hið forn- kveðna: Brandur af brandi brennur, unz brunninn er, funi kveikist af funa. En þótt mestu munaði um þennan eina mann, kom hér fleira til. Að skól- anum völdust löngum mikilhæfir kennarar. Vil ég þar einkum minnast Tryggva heitins Þórhallssonar og mag. Einars Jónssonar. — Um síðari ár skól- ans er ég lítt kunnugur, ætla þó, að hann hafi gengið til góðs götuna fram eftir veg. Víst er um það, að ytri hagur hans er nú stórum betri en fyrrum. Samvinnustefnan í landinu hefur nú um rúman aldarfjórðung fengið ýmsa beztu starfskrafta sína úr Sam- vinnuskólanum. Hinn öri vöxtur kaupfélaganna á síðari árum myndi naumast hafa átt sér stað, ef hans hefði ekki notið við. Heill og heiður fylgi honum og samvinnunni í landi voru í allri framtíð. Þorkell Jóhannesson. Guðlaugur Kósinkranz: í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar bár- ust nýjar stefnur framfara og athafna um landið. Einna straumþyngst mun samvinnustefnan hafa verið. Hún var þá að vísu ekki ný í landinu, en fékk um þessar mundir aukið afl og þunga með hinu glæsilega starfi Hallgríms Kristinssonar og fleiri ágætra sam- vinnumanna, sem um þessar mundir höfðu hafið mikla sókn fyrir fram- gangi samvinnustefnunnar, með verzl- unarstarfsemi Sambands ísl. sam- vinnufélaga og stofnun Samvinnu- skólans. Við, sem um þessar mundir vorum á því skeiði að byrja að litast um ut- an veggja æskuheimilanna, fundum 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.