Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 39
Runólfur Sveinsson (1931—1932): Úr skóla lífsins GAMALT spakmæli segir: „Svo lengi lærir sem lifir“. Þetta getur þýtt, að lífið sjálft sé skóli. Enda má slíkt til sanns vegar færa. Þótt ýmsum kunni að finnast störf sín hversdagsleg og eins frá degi til dags, þá er margt á hverj- um degi nýtt, og víst er, að engir tveir dagar eru nákvæm- lega eins. Gjarna má því skoða hvern dag sem kennslu- stund í skóla lífsins. Hver dagur færir ný umhugsunarefni, ný verkefni og ný úrlausnarefni. Og — „enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“ Enda þótt ég telji mig ekki kominn á þann aldur, sem talinn sé hæfilegur til að rita endurminningar sínar eða ævisögu, þá freistast ég til, að gefnu tileíni, að senda Sam- vinnunni þrjá örstutta þætti úr skóla míns eigin lífs. 1. Smali. Sveitastrákur, innan við skólaskyldualdur, getur orðið svo dæmalaust lítill, ráðalaus og vesæll við erfiðleika smala- mennskunnar. A vorin, þegar hann á að sjá um að lömbin ekki krókni í hretum, farizt í lækjum, pyttum eða holum, þá eru ærnar oftast svo ótrúlega heimskar og jafnvel illa innrættar, að þær bera áveðurs, þótt skjólið sé á næsta leiti, hlaupa yfir lækina, þar sem lömbunum er bráður bani bú- inn, og eru helzt á beit innan um holur og gjótur, þar sem nýfædd lömb næstum hljóta að fara sér að voða. — Það er hvort tveggja jafnhörmulegt og lítilmannlegt fyrir smal- ann, að bera lambsskrokkana heim og að svo og svo margar ær komi lamblausar til rúnings. Kvíærnar eru oftast óþægar. Þær gátu fleiri og færri í hóp falið sig á alveg ótrúlegum stöðum. Það var eins og þær gætu sokkið í jörðina og komið svo upp, er þeim þókn- aðist. Þannig virtist það a. m. k. stundum vera ef fullorð- inn var sendur til að leita að kvíám, sem hafði vantað. Þá komu þær ef til vill rólandi heim á leið beint í fasið á leit- armanninum, og eflaust undrandi yfir því að hafa ekki verið reknar til kvíanna á réttum tíma, og eins og þær hefðu alls ekki falið sig. Auðvitað hélt fullorðna fólkið því blákalt fram, að strákurinn hefði ekki nennt að smala almennilega. Mér fannst þó á þeim tíma, að kvíærnar hefðu veigamikla afsökun fyrir óþægð sinni. Hún var sú, að lömbin voru tekin frá þeim í heimildarleysi og rekin langt norður á afrétti. Þá voru kýrnar ekki barnanna beztar. Alveg sérstaklega í þoku og þegar hausta tók. Þá voru þær vissar með að fara sem allra lengst frá bæ og jafnvel á aðra bæi og slást í hóp með afbæjarkúm. Ef þá var naut í þeim hópi, var ekki alltaf árennilegt að skilja kýrnar að og oft alls ekki auðvelt. — Mér er minnisstætt kvöld eitt síðia sumars, er ég var sendur sem oftar að leita kúnna. Þær höfðu ekki það kvöld taiið ómaksins vert að skila sér heim undir né verða á vegi smalans. Eftir nokkra leit í hausthúminu og miklar um- þenkingar komst ég að þeirri niðurstöðu, að kýrnar væru allar inni í gluggalausu sauðahúsi frá næsta bæ og helðu búið þar um sig til næturgistingar. Fjárhús þessi voru um það bil klukkustundar gang að heiman. Eg var kominn að húsunum og var ekki um að villast, að þarna voru baulur inni. í kvöldkyrrðinni gat ég glöggt heyrt stunur þeirra, jórturliljóð og jafnvel andardrátt. En með hvaða ráðutn átti ég nú að fá þær út. Eða voru þetta kýrnar af næsta bæ og þá naut í þeim? Það gátu líka verið luildukýr. Útlitið var slæmt frá öllum hliðum skoðað. Eina ráðið, sem til- tækilegt var, að hraða sér nú heim og finna ekki kýrnar að þessu sinni. Það kom líka stundum fyrir fullorðna fólkið, að það fann ekki kýrnar og þá lágu þær bara úti, sem voru mörg dæmi til. En gaman væri nú að finna kýrnar og koma með þær heim, svona seint. Vandræði mín voru samt ó- leyst, og það virtist vonlaust að mér tækist að koma þeim út úr þessu myrkrahúsi. Eg hafði reynt að hoppa og sparka á þekjunni og hrópa höstugyrði til kúnna, en án árang- urs. Huldufólkið í hæðunum í kring tók líka undir öll hljóð, sem ég gaf frá mér, svo því varð ég að hætta. Að fara inn í myrkrið var ægilegt fyrirtæki. Þar hlaut að vera fullt af draugum, afturgöngum og öllu illu, og ekki síður í hlöðukompunni innaf húsinu. Þarna á fjárhúsþekjunni stóð ég ráðalaus. „Innvortis" var háð styrjöld á milli myrk- fælni og mikilmennsku. Að lokum sigraði hin síðarnefnda. Ákvörðun var tekin. Farðu nú inn í hinn myrka kofa og rektu kýrnar út og heim. Vertu nú einu sinni mikill mað- ur. Eg leit inn um dyrnar. Kolsvarta myrkur. Nei! Þarna stóð þá ein kýrin alveg fram við dyr og leit ósköp rólega og vinalega til mín, um leið og hún fékk sér gúlfylli af jórtri. Hún var víst ekkert myrkfælin, og ekki voru þetta þá huldukýr. Eg smeygði mér inn og upp í garðann og fór að hotta á kýrnar. Nú tók huldufólkið ekki undir, og eg þekkti vel hljóðin, sem bárust mér til eyrna frá kúnum. Það brakaði í klaufum þeirra og liðamótum, þær stundu þungan er þær stóðu upp, sem lagztar voru, másuðu og byrjuðu að skreiðast út. Eg stóð miðja vega í garðanum og sá skímu í gegnum dyrnar. En nú tók verra við. Dyrnar voru ekki stærri en svo, að hver kýr fyllti gjörsamlega út í þær, og vel það um vömbina sverasta. Mér virtist jafnvel svo, að sumar kýrnar myndu vera fastar í dyrunum. Það var alveg ótrúlega langan tíma, sem það tók þessa silalegu gripi að mjakast fót fyrir fót út úr þessu myrkrahúsi. En að lokum voru þær allar úti og ég einnig óáreittur af ölltim myrkranna verum. Um leið var eg orðinn ákaflega mikill maður, að mér fannst. Eg hafði flogizt á við drauga og sigr- að þá með ýmsum ráðum. Á heimleiðinni, þar sem eg lötr- aði á eftir meinlausum en alls ekki saklausum kúnum, bauð eg öllu byrginn, tröllum, útilegumönnum og hvers kyns óvættum, og öllu því, sem eg óttaðist mest. Eg bar alls stað- ar sigur af hólmi. Smalastrákurinn, jafnvel á barnsaldri, getur í ótrúlegu skyndi vaxið frá smæð sinni í heljarmenni, sem allt getur, 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.