Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 44
og eins, og viðvíkjandi rekstri félagsins; ræða við það, án þess þó að tefja það frá aðkallandi störfum, nýmæli, sem okkur kann að detta í hug og verða mættu félaginu til efl- ingar fjárhagslega og menningarlega; færa út kvíarnar: ræða hið sama við félaga okkar, stofna áhugamannahópa, leshringi og þess háttar. Eitthvað á þessa leið má hugsa sér upphaf að virkri þátt- töku í félagsstarfinu. Fólki á þessari leið getur ekki fundizt litlu varða, hvort það sæki félagsfundi eða ekki. Það getur borið mikið traust til „úrvalsins" í félagi sínu, en trúir ekki d það. Það er sjálft orðið vísir að nýju „úrvali". Það gerir miklar kröfur til sjálfs sín og félagssystkina sinna. Og það gerir meiri kröfur til starfsfólks kaupfélagsins en kaupmað- urinn til búðarfólks síns og skrifstofuþjóna: Starfsfólk kaupfélaganna (og annarra samvinnufyrirtækja) verður að vera einlægir og áhugasamir samvinnumenn. Það verður í stuttu máli sagt að lifa og starfa eftir kenningu lokakaflans í „Handbók íyrir búðarfólk", sem nýlega er komin út á vegum Félagsmáladeildar S. í. S. Miklu varðar að tveir aðilar láti meira til sín taka í fé- lagsstarfinu framvegis en hingað til: kvenþjóðin og unga fólkið. Það má öllum vera ljóst, hve geysimikið er komið undir trúnaði húsfreyjunnar við kaupfélagið, og er sú staðreynd þó áþreifanlegri í þéttbýli en sveitum. Aldrei verður það tölum talið né til fjár metið, sem kaupfélögin eiga konun- um að þakka, og enginn veit, hve mikils þau hafa farið var- hluta vegna þess, að áhrifa þeirra hefur lítið sem ekkert gætt í hinu beina félagsstarfi. Á síðari árum hefur reyndar ofurlítið rofað til í þessu efni: Konur eru farnar að sjást á fulltrúafundum kaupfélaga — og hafa j’afnvel komizt alla leið á aðalfund S. í. S. Vel er það, en betur má. Með vissum hætti má kenna agnúum á skipulagsháttum kaupfélaganna eða viðeigandi venju um þessa óverulegu þátttöku kvenna í félagsstarfinu. Algengast mun vera, að heimilisfaðirinn sé félagsmaður, og það er talið nóg. í bæj- um og kauptúnum gegnir að vísu einstaka húsfreyja því hlutverki. En hvers vegna eru þau ekki bæði með? Finna má dæmi þess, en þau eru næsta fá. Þegar svo ber undir, eru bæði hjónin skráð í félagið og deila þá viðskipaupphæð heimilisins til „framtals" við áramót. Þannig eru þau bæði fullgildir félagsmenn, með réttindum öllum og skyldum. Einhver vandkvæði kunna að þykja á þessu fyrirkomulagi, en eigi að síður mun reynslan sýna, að hagur kaupfélaganna af virkri þátttöku kvenna í félagsstarfinu gerir miklu meira en að vega upp á móti þeim. Svo eru það „blessuð börnin“, — unga fólkið — fram- tíðin. Enginn finnur það betur en góð samvinnukona í hús- freyjustöðu, móðir barnanna, sem eiga að erfa landið, að þátttaka í kaupfélaginu þýðir annað og meira en stundar- hagnað fyrir hana sjálfa. En skyldi hún gera sér nógu mikið far um að brýna fyrir unga fólkinu mikilvægi þess, að það skipi sér þegar í æsku undir samvinnufánana? Ætla má, að rökstutt svar við þessari spurningu, byggt á hlutfallatölu æskufólks á meðlimaskrá kaupfélaganna, yrði þeirri góðu kvenþjóð ekki í vil. En ekki er hún ein um sökina — fjarri Sveinbjöm Jónsson (1938—1939): Nokkur orð um leiklist ASÖMU öldurn og landnámssaga íslands gerist, vakn- ar leiklistin til nýs lífs hér í Evrópu, eftir að hafa legið niðri um nokkurra alda skeið. Um 900 e. K., á pásk- unum, er í St. Gallen-klaustrinu í Sviss leikinn helgileik- ur, sem sprottinn er út frá formi hinnar rómversku messu, sem meðal annars var byggð á víxlsöng prests og safnaðar. Þessi elzti helgileikur, sem varðveitzt hefur fram á vora daga, fjallar um atburðinn við gröf Krists á páskadagsmorg- un, þegar konurnar finna engilinn sitjandi við gröfina. Milli þeirra og engilsins fara fram orðaskipti á líkan hátt fer því. Almennu tómlæti samvinnumanna er þar um að kenna. En má ekki bjóðar unga fólkinu að vera með? Það frumkvæði forvígismanna samvinnuhreyfingarinnar að eflingu félagsins, sem vikið var að hér að framan, koma aldrei að tilætluðum notum, nema starfslið fræðslu- og út- breiðslumálanna mæti hvarvetna góðvild og stuðningi áhugasamra manna og kvenna. Verulegur árangur af starfi þeirra sést ekki lieldur, fyrr en valinn hópur félagslega þroskaðs fólks í hverju byggðarlagi hefur bundizt samtök- um um að vinna eftir megni að þessum málum. í framanrituðu máli hefur fingri verið stutt á nokkra viðkvæma bletti í félagsmálum okkar kaupfélagsmanna. Reynt hefur verið að vekja athygli á því, að veilurnar stafa yfirleitt af tómlæti almennings í félögunum um þessi mál. Undir lokin má til viðbótar benda á eina afleiðingu þessa hreyjingarleysis, þá sem setur stojnunar-svipinn á sam- vinnufélögin. Víðast hvar mun svo komið, að mjög fámennur hópur kýs og endurkýs sömu mennina — jafnvel með lófataki — til trúnaðarstarfa, ár eftir ár. Þetta „virka úrval“ okkar get- ur út af fyrir sig verið afbragðsfólk og skilað góðu starfi í þágu umbjóðenda sinna. En svo hlýtur þó að fara, að stjórn og umsjá félagsmála verði ískyggilega vélræn, ef ekki er breytt til hæfilega oft og nýjum mönnum gefinn kostur á þeirri þjálfun og ábyrgð, sem trúnaðarstarfið veitir. Allsherjarþing íslenzkra samvinnumanna — aðalfundur S. í. S. — sezt á rökstóla eftir fáar vikur. Alþýðumaður sem settist í Samvinnuskólann haustið 1934, „kaupfélagsmaður“, en útskrifaðist þaðan á næsta vori samvinnumaður, sendir samherjum sínum á því mál- þingi bróðurlega kveðju í trausti þess, að þeir taki fræðslu- og útbreiðslumálin til rækilegrar meðferðar, minnugir hinna átakanlegu örlaga Alþýðusambands íslands. Það, sem okkur ríður mest á nú, er að geyma okkar gamla vín samvinnuhugsjónarinnar í nýjum belg — nýrri sam- vinnuhreyfingu. Leijur Haraldsson. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.