Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 23
tíma, þrátt fyrir margháttaðar hindranir, — svo sem algeran skort á fjármagni og heiftarlega andstöðu kaupmannavalds- ins — en ófjötraður af ríkisvaldinu. Hin öra þróun byggist fyrst og fremst á brýnni þörf bændastéttarinnar til bættrar afkomu, sem einungis var fá- anleg með bættum verzlunarháttum, en jafnvel engu síður af þeim réttlætisanda, sem þessi félagsskapur er gegnsýrður af og fellur svo undravel saman við lífsskoðun sæmilega menntaðrar bændastéttar, sem þolir ekki kúgun í neinni mynd, en ann réttlæti í öllum samskiptum og lætur ekki glepjast af tálvonum brasksins. Þegar litið er til baka yfir þróunarferil samvinnufélags- skaparins meðal bænda, verður eigi annað sagt, en vel og örugglega hafi miðað fram á leið. Því þótt einstaka áföll hafi tafið í bili og ýmisir örðugleikar orðið á veginum, sem aldrei verða umflúnir, ekki sízt á þeim umbrotatímtim, sem eru einkenni síðasta mannsaldurs, hefir framvinda samvinnunnar meðal bænda verið merkilega örugg — og þýðing hennar fyrir bændastéttina alveg ómetanleg. Flest- ar félagslegar umbætur bændanna hafa verið nátengdar samvinnustarfinu á einn eða annan hátt. Hinar stórfelldu umbætur, sem orðið hafa um meðferð og sölufyrirkomulag á framleiðsluvörum bændanna, eru að langmestu leyti verk samvinnufélaganna. í því efni hafa þau þráfaldlega bjargað bændastéttinni frá fjárhagslegri tortímingu. Hér er eigi rúm til að rifja upp gang þeirra mála, en væri eigi að síður nauðsynlegt. Ekki vegna þess, að þeir bændum, sem muna ástandið eins og það var, séu gleymnir á umbæturnar, heldur til að vekja athygli Iiinn- ar yngri kynslóðar á því stórmerkilega hlutverki, sem hér hefur verið af hendi leyst. Er þessi þáttur í starfi samvinnu- félaganna svo mikilvægur fyrir bændastéttina, að án hans væri landbúnaður á íslandi varla til í dag. Þó fjárhagslegur ávinningur af starfi samvinnufélaganna sé mikill, og umbætur þær, sem þau hafa skapað fyrir kom- andi kynslóðir til bættrar efnahagsafkomu, séu þýðingar- miklar, hefur árangurinn af starfi þeirra á hinu félagslega sviði verið engu síður mikilvægur. Bændur hafa með starfi sínu í samvinnufélögunum orðið þátttakendur í umbótaviðleitni hvers annars og hafa þann- ig þroskazt að víðsýni og félagshyggju. Þeir hafa lært að jafna ágreining og laga misfellur í félagsstarfinu með manndómi og rólegri yfirvegun í stað fjandsemi og flokka- dráttar, sem allt of mikið einkenna margan annan félags- skap í okkar umbrotagjarna þjóðlífi. Þessi félagseinkenni samvinnufélaganna eru þýðingarmeiri menningarauki en margur gerir sér grein fyrir, því að hér liggur grundvöllur- in fyrir því, að hægt sé að viðhalda heilbrigðu þjóðfélagi. AÐ MÆTTI ÆTLA af því, sem hér hefur verið sagt, að samvinnufélög bænda séu í dag komin yfir alla erf- iðleika og engar hættur steðji að þeim framar. Enginn skyldi þó hugsa þannig. Til þess að efla og viðhalda slíkum félagsskap þarf sívakandi árvekni, umhyggju og hugsjónir. Félögin eru, eins og mannlífið sjálft, umkringd margvís- legum hættum bæði hið innra og ytra, en eiga óþrotlega vaxtarmöguleika á öllum sviðum. Hið innra þurfa þau að vera nærð af sameiginlegum áhuga og hugsjónum, bæði Vilhj. S. Vilhjálmsson (1923—1925): Sag Kafli ur óþrentaðri skáldsögu --ixC DAGURINN er nýbyrjaður. Þungt regn fellur á forugar götur. Það streymir af jrakskeggjum. Fólk jrýtur milli húsa, íorðast að ganga nærri húsunum, heldur sig helzt úti á miðri götu, cf það þarf að fara út. Fyrir dyrum Skugga-kaffis er stór pollur, og trappan er vot. Það vætlar jafnvel inn um hurðina að neðan, enda bylur regnið á hurðinni. Hann er á þeirri áttinni. Marteinn Marteinsson er kominn í hvíta jakkann sinn. Hann stendur á miðju gólfi með poka í hendi og grípur við og við niður í hann, sáldrar sagi um steingólfið. Hann bítur neðri vörina, en efri vörin með svörtu skeggi titrar. Hann sönglar með lokuðum munni. Þetta er gleðilag, rímnalag: „Komir þú á Grænlands grund....“ Hann sönglar það alltaf, Jregar hann er í góðu skapi. Og hvenær er Marteinn Marteinsson ekki í góðu skapi? Aldrei hefur nokkur gestur orðið var við annað en að Marteinn í Kaffinu væri glaðsinna, reglu- legur galgopi, með fyndni á vörum og bros á vöngum og í augum. .. . Hann kastar út á gólfið, dreifir saginu vandvirknislega út að veggj- um og inn í skot, undir borð og stóla. Hann dreifir því í þykku lagi við dyrnar. Þá hættir sönglið. „Þetta þýðir víst ekki mikið. Þarna verður kominn pollur eftir svolitla stund.“ Svo byrjar sönglið aftur: „Komir þú á Grænlands grund." Marteinn Marteinsson hefur lokið við að pússa kaffistofuna. Nú er hún bara hreinleg með nýju gulhvítu sagi um allt gólf. Hann strýkur af borðunum með blautri tusku og hagræðir stólunum. Svo gengur hann að katlinum, strýkur um hann, fægir hann — og speglar sig í honum. Hann tekur upp greiðu úr vestisvasa og greiðir þunnt, svart hár til hliðar yfir ennið, nuddar sór um munninn með handarbakinu — og spýtir svo yfir broðið fram á gólfið, í sagið. Hrákinn vefst í það — og hverfur.... En í þessu er hurðin opnuð, hægt og góðlátlega — og maður smeygir sér inn. Þegar hann er kominn inn fyrir, réttir hann úr sér, strýkur af sér í einni svipan hengslisháttinn, sem hann bar úti, þegar hann barðist við regnið og storminn. Nú er hann orðinn virðulegur. Hann stendur teinréttur, tekur af sér slitinn hatt, slær úr honum, púar, frakkakraginn er hnepptur upp í háls. „Maður verður svo sem útvatnaður í svona veðri," svo lilær hann sjálfstæðum hlátri, fyrir sig, ekki fyrir aðra. „IComdu með kaffisopa. Mér er bara kalt eftir þetta stríð við rigninguna.... ha.... ha.“ sem flestra félagsmanna og sinna eigin starfsmanna. Þau þurfa að vera til fyrirmyndar um húsakost, vinnutækni og alla fyrirgreiðslu og umgengni, og jafnframt glæða og styðja að hliðstæðri þróun heima fyrir hjá bændunum sjálfum. Þau þurfa að hafa í sinni þjónustu valinn mann í hverju rúmi, sem skilur til fullnustu lífskjör félagsmannanna ásamt eigin hlutverki. Á sama hátt þurfa þau með samstillt- um kröftum félagsmanna að vera varin gegn utanaðkom- andi hættum, svo að þau séu þess megnug að verja og sækja rétt sinn með harðfylgi hverju sinni sem með þarf. Til þess að slíkt megi takast þarf sívakandi uppörvun og fræðslu, sem borin er uppi af tápmiklum leiðtogum. Samvinnufé- lögin hafa frá upphafi og fram á þennan dag verið svo ham- ingjusöm að eiga slíka leiðtoga. Er það ósk mín, að svo megi verða um alla framtíð. Pdll Diðriksson. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.