Samvinnan - 01.06.1968, Page 8

Samvinnan - 01.06.1968, Page 8
issa samlaga. Öll útflutnings- verzlun SÍS og líka vörusalan er á slíkum grundvelli rekin, eins og k-unnugt er. Innflutningur olíu og af- drifaríkasta aflgjafa sam- göngutækjanna, benzínsins, er nær eingöngu í höndum þriggja olíufélaga, ásamt dreif- ingarkerfinu og útsölustöðv- unum um gervallt landið. Verðlagið ákveðið af nefnd frá stjórnarvöldum landsins. Verð á landbúnaðarvörum til innanlandsneyzlu er ákvarð- að af nefndum, líka verð á fiski, brauðvörum o. fl. Svona standa þá sakir hinn- ar „frjálsu samkeppni" í stærstu dráttunum nú á tím- um. Frjáls verðlagsmyndun kemur þar hvergi nærri og er raunar óframkvæmanleg, hvað sem stofulærðir hagspekingar okkar segja. Rétt metið eru þessar verð- lagsákvarðanir meir í sam- ræmi við hið margbrotna nú- tímalíf en hin blinda og til- viljanakennda samkeppni, sem lætur kylfu ráða kasti um það hvernig verðlagið veltist og er raunar arfur skipulagslausr- ar fortíðar. Um mörg undanfarin ár hef- ir verið tönnlazt án afláts á orðinu höft, „innflutnings- höft“, sem orðið er vissum mannahópum sérlega munn- tamt. Víst er um það, að þessi höft voru á sínum tíma óvin- sæl, og var ekki furða. Allt slíkt er hemill á frjálsræði manna og skerðir eða kemur í veg fyrir gróðalöngun þeirra. Máske hefir verið beitt þar helzt til mikilli smámunasemi í framkvæmd þeirra og sein- virkum afgreiðsluháttum. En ekki er að efa að þau unnu á sinum tíma stórmikið gagn. Mér er tjáð að ófá iðnaðarfyr- irtæki hafi risið upp í skjóli haftanna, sem síðan hafa þró- azt vel. Annars er það öllum vitanlegt að slíkar innflutn- ingshömlur koma ekki að or- sakalausu. Þær eru gjarna af- leiðing ýmissa utanaðkomandi orsaka og jafnframt rangrar stefnu ríkisstjórna og rangs mats á rás viðburðanna. Legg ég nú til að tekið verði upp nýtt nafn á þessum eða svipuðum ráðstöfunum, orðið innflutningsmiðlun, og þar með fjármiðlun til meiri hátt- ar fjárfestinga, atvinnuvegun- um til framdráttar og svæð- isbundinni dreifingu fjár- magnsins. Vil ég nú mælast til þess að ritstjóri Samvinnunnar hefji bráðlega greinaflo-kk um þessi efni. Þessar umræður gætu orðið frjóar o-g gagnsam- legar, því hér -er að mörgu að hyggja, svo sem líka tolla- bandalögum Evrópu, hvort og að hve miklu leyti ísland skuli koma þar við sögu. Mætti bú- ast við mismunandi sjónar- miðum í þessum efnum og einkum um það, h-versu langt skuli ganga í skipulegum þjóð- arbúsk-ap okkar í framtíðinni. Sú stefna hlýtur að koma hér til framkvæmda að meira eða minna leyti í náinni framtíð. Að lokum vil ég láta þá skoð- un mína í Ijós, að Samvinnan geti ekki hlutlaus verið í deil- um um verzlunar- og viðskipta- mál. Stuttir pistlar um yfirburði ’v.'vX'XWvm':'' dralorí PEVSURMAR FRA í ÚRVALILITA OG MYNZTRA Á BORN QG FULLORÐNA. HEKLA AKUREYRI 8

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.