Samvinnan - 01.06.1968, Qupperneq 16

Samvinnan - 01.06.1968, Qupperneq 16
Casablanca-ráðstefnan 1943; frá vinstri: Giraud hershöfðingi, Roosevelt, de Gaulle og Churchill. um ánþess að fá nokkuð að gert. Hug- myndin um samræmdar varnir Vestur- Evrópu undir einni stjórn var lengi á döfinni. De Gaulle var andvígur henni, en mælti með mjög auknum frönskum herafla sem tæki þátt í vestrænu varn- arbandalagi. Þær horfur að starfa undir einni stjórn með hervæddu Þýzkalandi voru ekki sérlega aðlaðandi fyrir þjóð sem þrisvar á einum mannsaldri hafði orðið fyrir innrás Þjóðverja. Eftir enda- lausar umræður skar Mendés-France loks á hnútinn og lagði frumvarp um málið fyrir þingið, sem var fellt. Dulles utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna hótaði þá að hætta allri efnahagsaðstoð við Vest- ur-Evrópu, en tök þiá stefnu að vígbúa Þýzkaland í samvinnu við önnur vestræn ríki innan NATO, hvað sem Frakkar segðu, og þeir urðu að sætta sig við það. í nýlendumálum ríkti sami glundroð- inn og stefnuleysið. Frakkar voru annað mesta nýlenduveldi heims, og staða þeirra varð völt eftir að Bretar veittu Indlandi, Pakistan, Burma og Ceylon sjálfstæði. Áður en það gerðist eða strax eftir uppgjöf Japana hafði Hó Sjí Minh komið fram á sjónarsviðið og lýst sig forseta „frjáls og sjálfstæðs Víetnams“ (sem var hluti af Indókína), og árið 1946 var skollið á stríð milli Frakka og Víetnama, sem átti eftir að standa í átta ár, kosta óhemju mannfall og fjármagn, setja stimpil nýlendukúgara á Frakka, breikka bilið milli vinstri- og hægri- manna heima í Frakklandi og enda í fullkomnum ósigri — sem varð til þess að ýta undir uppreisnaröfl í helztu ný- lendum Frakka í Norður-Afríku. í maí 1954 vann liðsafli Hó Sjí Minhs lokasig- ur við Díen Bíen Phu, og enn var það Mendés-France, hinn hugdjarfi gyðing- ur, sem skar á hnútinn. Hann hafði jafn- an verið andvígur stríðinu og hét að koma á friði fyrir 20. júlí, mánuði eftir að hann tók völd. Hann skapaði sér ótal óvini og varð að fara frá eftir átta mán- uði. Þó heimsveldishugmyndir de Gaulles væru stórar í sniðum voru þær ekki ófrjálslyndar. „Franska samveldið" hans var tilraun til að fylgjast með tímanum, en hann var einsog aðrir metnaðarfull- ir Frakkar ávallt einu skrefi á eftir þró- uninni í nýlendumálum, bæði í Asíu og Afríku. Þeir héldu dauðahaldi i franska Indókína og töpuðu. Þeir reyndu að halda verndarsvæðunum Túnis og Marokkó innan samveldisins, en urðu að veita þeim fullt sjálfstæði. Orsökin var sú, að frönsk stjórnvöld gátu ekki komið til móts við hægfara þjcðernissinna í ný- lendunum, sem hefðu getað afstýrt vandræðum. Þá urðu öfgamenn ofaná og ógæfan varð ekki umflúin. Það er líka rétt, að franskar ríkisstjórnir voru yfir- leitt of veikar til að tryggja friðsamlega lausn nýlenduvandans. Þær voru sífellt hindraðar af embættismönnum í hlutað- eigandi löndum, hvítum landnemum og nýlendufylkingunni í franska þinginu. Þegar Marokkó og Túnis hlutu sjálf- stæði 1956, var nálega hálf milljón franskra hermanna að berjast uppá líf og dauða í Alsír við innlenda þjóðernis- sinna. Alsír hafði verið franskt land síð- an 1830 og hafði lengi átt eigin fulltrúa á franska þinginu. Landið var fjórum sinnum stærra en Frakkland og franskir íbúar þess nokkuð á aðra milljón, sumir af þriðju eða fjórðu kynslóð landnema. Nýlega höfðu verið uppgötvaðar auðugar olíulindir í landinu sunnanverðu (Sah- ara). Það var Alsírvandinn sem lagði fjórða lýðveldið af velli og lyfti de Gaulle til valda 1958. Hið langa og afar kostn- aðarsama stríð átti meiri þátt í því en nokkuð annað að svipta Frakka stöðu sinni í alþjóðamálum og þvinga þá til vanhugsaðra og óbilgjarnra ráðstafana. Það var bein orsök þess að Frakkar tóku De Gaulle kannar liðssveitir Frjálsra Frakka í Lundúnum á Bastilludaginn 1940. Að baki De Gaulle við landgönguna í Normandí í honum er Muselier flotaforingi (annar frá v'.nst’i). júní 1944. 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.