Samvinnan - 01.06.1968, Side 17

Samvinnan - 01.06.1968, Side 17
De Gaulle kveður borgara í Novosibirsk í júní 1966 þegar hann var í opinberri heimsókn í Sovétríkjunum. Maðurinn með hattinn er Podgorni forseti Sovétríkjanna. þátt í Súez-ævintýrinu til að steypa Nasser, sem talinn var eitra loftið í Norður-Afríku með and-frönskum áróðri. Það var stöðugur höfuðverkur NATO- ríkjanna, sem talin voru samsek Frökk- um, og það spillti mjög samskiptum Frakka við Túnis og Marokkó. Ennfrem- ur eyddi það gagnkvæmu trausti Frakk- lands og Sameinuðu þjóðanna. Þó var vitanlega örlagaríkast, að stríðið fól í sér ómælanlegar mannlegar hörmungar, lát- laust blóðbað Frakka og Serkja (einnig Serkja sem drepnir voru af Serkjum), gagnkvæm grimmdarverk og ægilegt flóttamannavandamál. Sýrland, Indókína, Túnis, Marokkó, Súez — hvarvetna höfðu Fra'kkar orð- ið að sætta sig við lægra hlut og draga sig í hlé. Þessi þróun að viðbættri nið- urlægingunni í heimsstyrjöldinni vakti reiði og vonleysi í franska hernum, sem einkum beindist að stjórnmálamönnun- um: þeir höfðu svikið alla þá sem fórnað höfðu lífi og limum í þágu ættjarðarinn- ar. Herinn var því staðráðinn í að láta engan bilbug á sér finna í Alsír — nú yrði barizt til þrautar með öllum þeim meðulum sem nauðsynleg væru. Alsír-stríðið var enn eitt dæmi um al- gert getuleysi franskra ríkisstjórna til að halda um stjórnartaumana. Franska stefnan í Alsír var mótuð og ákveðin af embættismönnum í Alsír, 'hvítum land- nemum og þó einkum hernum. Þegar Guy Mollet forsætisráðherra heimsótti Alsír 1956, urðu uppþot, þar sem Frakk- ar í Alsír töldu að hann væri að undir- búa enn eina „uppgjöf“. Það voru land- nemarnir en ekki herinn sem stóðu að uppþotunum, en brátt tóku báðir þessir aðiljar höndum saman um að steypa stjórninni og koma de Gaulle til valda. Það voru einkum „hvítu fátæklingarnir“ (í Alsír einsog í Suðurríkjum Bandaríkj- anna) sem óttuðust jafnrétti kynþátt- anna og börðust ólmir gegn því. Eftir það þorði engin stjórn að minnast á opinbera málamiðlun. Herinn var ákveð- inn í að vinna fullan sigur, hvað sem það kostaði, og sumar tiltektir hans voru vissulega í stíl við framferði nazista. Reiði og vonleysi hermannanna smit- aði útfrá sér heima í Frakklandi. Stjórn- málamennirnir urðu æ máttlausari og ráðvilltari, hver stjórnin af annarri féll. Lögreglan fór í kröfugöngu til þinghúss- ins og heimtaði áhættuþóknun vegna vaxandi óaldar í París, ekki sízt af hendi uppreisnarmanna í Alsír. Algert öng- þveiti virtist vera á næsta leiti, en eng- inn vissi í hvaða mynd, því Frakkar höfðu á undanförnum tveimur öldum gengið í gegnum allt sem ein þjóð má þola og virtust taka lífinu með ró. Hvíta- sunnuhelgina 1958, þegar byltingin var í fullum gangi, voru allir vegir fullir af bílum á leið til veðreiða eða annarrar af- þreyingar fjarri borgarysnum. Byltingin hófst þegar Túnisbúar skutu þrjá franska 'hermenn (skömmu áður hafði franski herinn gert loftárás á þorp í Túnis þvert ofaní fyrirmæli ríkisstjórn- arinnar). Landnemarnir og herinn í Als- ír þóttust vita að stjórnin væri í þann veginn að semja við uppreisnarmenn. Óbreyttir borgarar, mestmegnis táning- ar, hófu uppreisn í Algeirsborg gegn stjórnarherrunum í París. Herinn var óráðinn í fyrstu, lét uppreisnarmenn í friði og gekk svo í lið með þeim degi síðar. Eitt fyrsta skrefið var að hertaka Korsíku til að sýna stjórninni í París í tvo heim- ana. Síðan var byltingin að mestu fram- kvæmd símleiðis. Hershöfðingjarnir í Alsír með Salan í broddi fylkingar kröfð- ust þess að de Gaulle væri aftur settur í veldisstól. Stjórnmálamennirnir í Par- ís vissu sem var, að ef þeir gengju ekki að kröfum hersins, mundu fallhlífasveitir hernema Frakkland og þvinga þá til þess. Frakkland var nálega óvarið og því á valdi fallhlífahermannanna, eða svo sýndist að minnstakosti ráðamönnum. Nokkrum mánuðum áður hafði de Gaulle sagt: „Ég hafði vonazt til að verða kvaddur á vettvang í fyrra. Nú er ég farinn að óttast að það sé um sein- an.“ Nú skildu menn, að hann var eini kosturinn sem Frakkland átti annar en einræði hersins. Þessvegna flykktust nú stjórnmálamenn til Colombey í því skyni að spyrja hann um fyrirætlanir hans. Þær virtust vera óaðfinnanlegar: hann mundi krefjast lýðræðisskipulags, ein- ræði var eitur í hans beinum. Auðvitað var fjórða lýðveldið líka eitur í hans beinum, og hann mundi fara framá sér- stök völd. Svo virtist sem hershöfðing- inn gæti jafnvel fullnægt sínum fornu fjendum, sósíalistum (Mollet fékk þá til að greiða honum atkvæði). í Alsír vildu menn fá de Gaulle afþví hann gæti þagg- að niðrí stjórnmálamönnunum og leitt stríðið til lykta með sigri. í Frakklandi vildu menn de Gaulle afþví hann hefoi áhrifavald til að hafa hemil á hernum. De Gaulle kom því til valda með stuðn- ingi nálega allra og studdi hina sund- urleitustu málstaði. Hann hafði ekki sjálfur staðið að byltingunni og kom til valda á fullkomlega löglegan hátt. Hann hsfur á undanförnum tíu árum gætt þess vandlega að hegða sér í samræmi við lögin. Hinsvegar var hann svo ómiss- andi að hann gat sett fram sínar eigin kröfur, m. a. um nýja stjórnarskrá sem veitti forsetanum og stjórn hans stór- aukin völd, en dró úr valdi þingsins. Hann fékk líka um skeið allt að því ein- ræðisvald, en allur ótti um að hann hygði á einræði reyndist ástæðulaus. Þingið hafði fullt vald til að losna við hann, ef það þyrði, en hann er svo ómissandi, að það þorir því alls ekki. Hann hafði svo mikið vald að hann gat sýnt harðneskju ef því var að skipta. Þegar stjórnarskráin hafði verið sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða og hann hafði fengið fjögra mán- aða „alræðisvald“, lét hann hendur standa framúr ermum og samdi hundruð tilskipana og reglugerða sem umturnuðu nálega öllum sviðum þjóðlífsins. Á þessu skeiði var gengi frankans fellt um 171/2% til að auðvelda samkeppnina í Efnahags- bandalaginu, verðlagi var haldið stöð- Adenauer kvaddi de Gaulle í Paris í septem- ber 1963, mánuði áður en hann lét af kansl- araembœttinu. 17

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.