Samvinnan - 01.06.1968, Síða 24

Samvinnan - 01.06.1968, Síða 24
mestan hluta af landbúnaðar- framleiðslunni á sínum vegum, hafa gert það mögulegt, að minni hluti af söluverði af- urðanna fer í sölukostnað hér á landi en hjá öðrum þjóðum. Þannig annast Sambandið heildsölu á kjötvörum fyrir 2—2i/2%. Iðnaðurinn Pramtíðarstefnan í sam- vinnuiðnaðinum hlýtur að mið- ast við það að vinna úr íslenzk- um hráefnum og þá fyrst og fremst þeim hráefnum, sem samvinnufélögin fá til sölu- meðferðar. Segja má, að sam- vinnuiðnaðurinn sé einmitt byggður upp í meginatriðum á þessu sjónarmiði. Ullar- og skinnaiðnaður er uppistaðan í samvinnuiðnaðinum. Þar hef- ur sá árangur náðst, að árlega eru nú fluttar út ullar- og skinnavörur frá samvinnu- verksmiðjunum fyrir tugi millj- óna króna. Þennan iðnað ber að efla. íslenzk ull hefur sér- staka eiginleika. Vinna þarf markvisst að því, að íslenzku ullarvörurnar hljóti viður- kenningu vandlátra neytenda í öðrum löndum. Takmarkið er að vinna í landinu úr allri þeirri ull, sem til fellur. Á þessu sviði eru stórauknir möguleikar til eflingar íslenzks iðnaðar. Sama má segja um íslenzku skinnin. Takmarkið er að súta öll skinn, sem til falla í landinu. Að öðru leyti hljóta sam- vinnufélögin að kappkosta að efla matvælaiðnaðinn, — mjólkuriðnað, kjötiðnað og vinnslu þeirra afurða, sem félögunum eru fengnar til sölu- meðferðar. Pramtíðarstefnan í iðnaði sanwinnufélaganna hlýtur þannig að miðast við nýtingu innlendra hráefna fyrst og fremst. Samgöngur Það er mjög þýðingarmikið fyrir samvinnufélögin, að unnt sé að skipuleggja vöruflutn- inga á hagkvæman hátt. Vegna fjarlægðar og dreifbýl- is er flutningskostnaður æði stór þáttur í verðmynduninni. Þá er hér einnig um að ræða þjónustu við félögin og félags- fólkið. Samvinnuhreyfingin hlýtur að taka þessi mál til heildarendurskoðunar. Þar verður um að ræða skipulag flutninga á landi, sjó og í lofti. Á þessu sviði er stórt verkefni fyrir samvinnufélögin. Fræðsla og félagsmál Félagsmálaáhugi hefur far- ið þverrandi hér á landi sem og í nágrannalöndunum. Er þetta stórt vandamál hjá sam- vinnufélögunum. Nútímaþjóð- félag leggur svo margt upp í hendurnar á fólki. Áróðri og útbreiðslu er nú dreift meira og meira um fjölmiðlunar- tækin — útvarp og sjónvarp. Samvinnufélögin verða að finna nýjar leiðir til þess að glæða félagsmálaáhugann. Það er sýnilegt, að til þess að geta gert átak í þessum efnum þarf miklu að kosta til. Reynslan í nágrannalöndum okkar hefur sýnt þetta áþreifanlega. En kostnaður útbreiðslu- og félags- mála hjá fjölmennum sam- vinnusamtökum verður þó hlutfallslega miklu minni en hjá okkur á fslandi, vegna þess hve fámennið er hér mik- ið. Hver eining er svo dýr hér á landi. Ríkjandi efnahagsástand skapar stórt vandamál, þegar rætt er um að kosta til fræðslumála. Samvinnufélögin, sem og fjölmörg önnur fyrir- tæ'ki í landinu, berjast nú í bökkum með rekstur sinn. Óraunhæf ákvæði um skömmt- un sölulauna í verzluninni valda hér miklu. Reynt er að skera niður kostnað, og þá vill stundum verða fyrir barðinu á slíkum niðurskurði ýmislegt, sem ekki telst lífsnauðsynlegt í sjálfum rekstrinum. Má þar nefna kostnað við félagsmál og útbreiðslu. Hvað sem líður ríkjandi ástandi, hljóta samvinnufélög- in að móta skýrari stefnu í félags- og fræðslumálum en verið hefur. Slík stefna verð- ur að miðast við þær miklu breytingar, sem átt hafa sér stað í þjóðlífi okkar íslendinga á undanförnum árum. V. Niðurlag Ég hef hér að framan rætt um þýðingu samvinnufélag- anna fyrir íslenzkt þjóðarþú. Ég hef einnig reynt að skýra félagsformið og lagt áherzlu á, að það hentar sérstaklega vel í okkar fámenna og strjál- býla landi. Þá hef ég lagt áherzlu á, að samvinnuhreyf- ingin verði að marka sér ákveðna stefnu, sem miðuð sé við það þjóðfélag sem í dag ríkir á íslandi. Erfiðleikarnir í efnahags- málum hafa að sjálfsögðu mik- il áhrif á starfsemi og stefnu samvinnufélaganna. í þessum erfiðleikum hefur það orðið of algengt, að félagsmennirnir ætlast til þess að félögin séu lánastofnanir, er fullnægi rekstursfjárþörfinni, en hún hefur stóraukizt í landhúnað- inum á undanförnum árum. Það er samvinnufélögunum of- vaxið að útvega viðskipta- mönnum sínum allar rekstr- arvörur og lána þær í marga mánuði. Þess vegna verður að finna nýjar leiðir til lausnar á þessum vanda. Framtíðarstefna samvinnu- félaganna verður að miðast við aukið fjármálalegt sjálf- stæði. Félögin eru ekki og eiga ekki að vera lánastofnanir. Þau eru ekki byggð upp sem slík. Lánastarfsemi er hlutverk sem bankarnir eiga að annast. Verkaskiptingin hvað þetta snertir er skýrt mótuð. Samvinnufélögin eiga að ein- beita sér að þeim höfuðverk- efnum, sem eru í þeirra verka- hring: 1. Vinna að bættri verzlun fyrir neytendur. 2. Efla sölu og vinnslu ís- lenzkra afurða, sem þau fá til sölumeðferðar. 3. Efla iðnað með því að breyta innlendu hráefni í góðar og eftirsóttar full- unnar vörur. 4. Skipuleggja hagkvæmt flutningakerfi. 5. Vinna að fræðslu- og fé- lagsmálum til eflingar samvinnustarfs og menn- ingar í landinu. Hvernig svo gengur að fram- kvæma þá stefnu og þau verk- efni, sem hreyfingin mótar, byggist á ýmsu. Það byggist mjög mikið á því, að hér á landi geti orðið stöðug efna- hagsþróun, að almenningur hafi traust á gjaldmiðli þjóð- arinnar, að stjórnarvöld lands- ins sýni samvinnuhreyfingunni tillit og eðlilegan stuðning, að unnt sé að ala upp og mennta hæfa stjórnendur i samvinnu- félögunum og að unnt sé að skapa samstöðu um félögin á breiðum grundvelli. Erlendur Einarsson. Húsakynni Samvinnutrygginga og véladeildar Sambandsins aö Ármúla 3 í Reykjavík. 24

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.