Samvinnan - 01.06.1968, Síða 37

Samvinnan - 01.06.1968, Síða 37
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON: GJÁBAKKAÞULA Lag: Hárgreiðslustaði hér má kalla Saman af ýmsum oft og tíðum eru tveir nefndir staðirnir, sem eru kunnir öllum lýðum: Aþenuborg og Þingvellir. í Ijóði og sögu lifa þeir sem lýðræðisvagga báðir tveir. Um Aþenu það eitt skal syngja: Ekki’ er þar félegt tilstandið. Harðsvíruð klíka herforingja hælum þar traðkar lýðræðið. Þó þykja sæma okkur enn Atlantshafstengsl við slíka menn. Allt er ei félegt heldur hér nú. Svo hygla megi gæðingum, lýðræðisvagga okkar er nú einnig svívirt af ráðsmönnum, sem hluta út þeim helga stað. Hvað hefði Jónas sagt um það? NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK: DÁNARTILKYNNING Friðurinn andaðist á heimili sínu í veröldinni eftir langa og erfiða sjúkdómslegu Jarðarförin fer fram á vígvellinum í sprengjuregni Blóm vinsamlegast afþökkuð Þeim sem vildu minnast hins látna er þent á matvælastofnun eða barnahjálp Sameinuðu þjóðanna Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna Angóla Kúrdistan Bandaríkin Laos Bolivía Nígería Kína Víetnam SAMTAL UM VÍETNAM Fyrsta rödd (ósnortin): Þeir eru að drepa þá í Víetnam Önnur rödd (glaðhlakkaleg): Við erum að drepa þá í Víetnam Þriðja rödd (ofsafengin): Þeir eru að drepa okkur í Víetnam Fjórða rödd (dapurleg): Við erum að drepa okkur í Víetnam DINGO BIOP: KVÆÐI STARFANDI HERMANNS Hann gekk þar hræddur vegna þess hann var hræddur (Ó vor heilaga alvísa Guðsmóðir heima í þorpinu skildi ég konuna mína eftir) Hann gekk þar með skömm sinni afþví hann fann til skammar (Kannski gæti ég jafnvel drepið börn Ég á tvö börn, ó Guð . . .) Hann gekk þar ósjálfrátt Hann gekk þar og kjarkurinn var ekki hans og hatrið var ekki hans ekki hans eigið alls ekki En hann gekk smitaður af blóðfýsn Hann drap drap drap þartil dag einn Ó hæðni Þann dag þar var sól þar var von þar var konan hans þar voru börnin hans móðir hans og bréf Þar var svo margt en allt molnað burt Allt í hinum svikula gný sprengikúlnanna með gulum nefjum og rauðum stélum. Jón frá Pálmholti þýddi. 37

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.