Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 38
 Skólamálin skákuðu mjólk- urhyrnunum í vetur sem vin- sælasta deilumálið í þéttbýl- inu sunnanlands, og í stað þess að hafa ferlegar áhyggjur af því hvort mjólkurumbúðir Samsölunnar skuli vera þrí- kantaðar eða fjórkantaðar, þá hafa okkar ágætustu menn óbærilegar áhyggjur af fram- tíð skólaæskunnar sem mér heyrist á stundum að skólarn- ir séu að drepa lifandi ef ekki betur. Skrítið hvernig við gjós- um svona annað slagið, fáum hríðir og jörð skelfur undir fótum manna. Fyrst er dúndr- andi þögn í einn til tvo áratugi og síðan ætlar allt vitlaust að verða. Þetta gosið byrjaði raunar hér í Samvinnunni á síðastliðnu sumri, svo að það er best að fara undur hljóð- lega; en ég fæ ekki orða bund- ist allt um það. Ég furða mig jafnvel mest á því hvað ókunnir menn, sem hafa aldrei sest á teiknibólu á kennarastól aukheldur meira, — hvað þeir eru örlátir á heil- ræðin þegar þeir stinga niður penna um skólamálin ellegar brýna raustina með hæfilegum alvörusvip í útvarpi og sjón- varpi. Allskyns góðviljaðir menn og sumir þeirra meira að segja ágætlega greindir stíga stríðsdans kringum skóla- kerfið og gera hróp að því. Það mætti halda að þetta væri með einfaldari málum. Þó eru lík- legast fá viðfangsefni flóknari þegar að er gáð og kenning- arnar óvíða fleiri. Það er þýð- ingarlítið að hrópa hástöfum á „betri“ kennslu (svo að eitt dæmi sé nefnt) án þess að heimta um leið „betri" kenn- ara. Það er líka út í bláinn að biðja um „betri“ kennara án þess að heita á ríkisvaldið í sama andvarpinu að útvega kennurunum „betri“ menntun. Þannig bindur hvað annað í þessum leik allt stafrófið á enda, og sá sem einblínir bara á eina hlið málsins er annað- hvort glópur eða hrappur. Hann er eins og bygginga- meistari sem gengur upp að húsi og dæmir það óhæft til allra nota af því honurn list ekki á framhliðina. En það eru fjórar hliðar á hverju húsi og síðan öll útskotin. Mig undrar líka hvernig mönnum hefur hvað eftir ann- að tekist að leiða launamál kennara hjá sér í þeim um- ræðum og jafnvel kappræðum sem hafa orðið um skólamálin á undanförnum mánuðum. Þtað er rétt eins og það sé eitt- hvert feimnismál. Þó virðist mér sem það hljóti að vera ákaflega mikilvægt hvort kennarinn getur skrimt á laun- um sínum (og geti þar af leið- andi helgað sig kennsl-u einni saman) eða hvort hann þarf að vera á snöpum eftir auka- vinnu í tíma og ótíma (og geti þar af leiðandi alls ekki helg- að sig kennslunni óskiptur). Sjónvarpið auglýsti á dög- unum eftir starfsmanni í Lög- birtingablaðinu. Það vantaði karl eða konu til þess að þýða textann með erlendum sjón- varpsmyndum, og ég hjó óneit- anlega strax eftir því að þýð- andinn átti að vera fjórum eða fimm launaflokkum hærri en kennarar við unglinga- og gagnfræðaskóla. Þó má ætla að grundvöllurinn að málakunn- áttu hins væntanlega sjón- varpsmanns hafi einmitt verið lagður í unglingaskóla og ef til vill í framhaldi af því í gagnfræðaskóla. Það er líka eins víst og tvisvar tveir eru fjórir að fjölmargir kennarar ynnu sér ekki léttara verk en að snara myndatextum á ís- lensku. En þannig eru samt viðhorfin í dag að á meðán kennari heitir kennari þá skal hann taka til muna lakari laun en þýðendur sjónvarps- ins. Það hlægir mig líka allt þetta raus um „betri kennslu- tæki“. Þetta hefur dunið á eyrum okkar síðan samviska þjóðarinnar rumskaði hér á síðum Samvinnunnar. Það er allt upp á tæknina á 20. öld og orð eins og „kennslutæki“ þykja þá vísast bera vott um nýtískulega og djarflega hugs- un. „Það sem skólana vantar,“ segja menn og reigja sig til al'lra átta, „það eru betri kennslutæki." Menn grípa svona orð út úr loftinu og veifa þeim sigrihrósandi yfir höfði sér. Um skeið átti „kraftblökk- in“ að leysa allan vanda sjáv- arútvegsins og nú eiga hin spegilgljáandi krómuðu kennslutæki að verða kraft- blakkir skólanna. Ég vil leyfa mér að líkja svona glamri við hrossabrest- inn sem gerir að vísu heii- mikinn skarkala en sem þeytir samt eins og kunnugt er ekk- ert nema loft. Kennslutækja- spekingarnir í hópi leikmanna ættu að líta inn í kennslu- stofurniar þar sem þrjátíu nemendur og betur taka and- köf með kennaragarminum. Þeir ættu að svipast um í skól- unum þar sem kennsla fer nánast fram á færibandi stundum af því það er búið að troða fimm hundruð krakka- greyum i pláss sem var ætlað þrjú hundruð sálum. Kennslu- tæki eins og knallrauðar myndvörpur eru eflaust góð til síns brúks en það er tómt mál að tala um þessa hluti á með- an skólarnir eru í húsnæðis- hraki. Þetta eru uppdubbuð aukaatriði sem beina athygli rnanna frá aðalatriðinu. Hvað þýðir að fjargviðrast útaf inn- búinu áður en búið er að reisa húsið? Tíu þúsund knallrauð- ■$ ar myndvörpur mundu ekki breyta þeirri staðreynd að skól- arnir hýsa skólafólkið með hörmungum og að jafnvel úr- valskennarar verða viðskila við nemendur sína í þrengsl- unum. Ég byrjaði að fást við kennslu þegar ég hvarf frá blaðamennskunni, og ég legg það ekki að líku hvílíkur reg- inmunur það er að sitja á rök- stólum með fimmtán til tutt- ugu unglingum í senn ellegar þá þrjátíu. Það þarf ek'ki einu sinni stærðfræðikennara til þess að reikna út að það er hægt að sinna hverjum nem- anda helmingi betur í fimmtán manna bekkjardeild heldur en þar sem þrjátíu kúldrast sam- an í þvögu. Og þegar nemenda- tala bekkjanna kemst niður í fimmtán tuttugu manns (sem verður líklega kringum árið 3000 með sama gangi) þá hættir þessi ,,handleiðsla“ sem sífellt er verið að klifa á að vera innantómt orðagjálfur. Kenn- arinn nær því að kynnast nem- endunum og hættir að vera dómari sem situr bak við púlt og ygglir sig. Hann hættir að vera nokkurskonar gangandi þumalskrúfa ef hann er nokk- ur maður. Hann verður kunn- ingi krakkanna þegar best tekst til og þeir vinna fúslega með honum og þá er gaman að lifa. Þetta er brýnasta verkefnið: að skapa kennaranum aðstöðu til að hjálpa nemendum sín- um sem einstaklingum en ekki sem andlitslausri þyrpingu í prófskírteinaverksmiðju. Það er nefnilega staðreynd að kennarinn er og verður bezta kennslutækið. Það er að vísu ekki hægt að skrúfa hann á vegg eða hengja hann upp í loft eða geyma hann inni í skáp um nætur. En það er þá eini kosturinn sem hin spegilgljáandi krómuðu og margrómuðu kennslutæki hafa umfram sæmilegan kennara — á meðan hann stendur upp úr þvögunni. □ Einu sinni var ég með öðr- um blaðamönnum suður á Keflavíkurflugvelli þegar or- ustuþotur voru sendar til móts við „árásarflugvélar“ sem nálg- uðust landið úr austurátt. Það segir sig sjálft að þetta var æfing. Neyðarbjöllur gerðu ferlegan gauragang og lúðrar vældu draugalega út í kyrrlátt sumarkvöldið og ungir, grann- ir og fótfráir menn með kúlu- lagaða glampandi plasthjálma spruttu upp úr jörðinni og þustu að flugvélum sínum. Tveimur þremur mínútum seinna voru þær allar komnar á loft og taorfnar í himinblám- ann. Og fáeinum mínútum seinna var okkur sagt að þær væru búnar að fljúga landið á enda og væru staddar yfir haf- inu útaf Austfjörðum. Maðurinn sem stjórnaði æf- ingunni var býsna hróðugur. Hann horfði glaðhlakkalega á ok’kur og þandi brjóstkassann eins og sigurreifur glímukóng- ur við verðlaunaúthlutun. Það er ekki hægt að lá honum það af því það var starfi hans að 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.