Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 13
Lenin árið 1892 og Krúþskaja um svipað leyti. Lenin og Krúpskaja i Gorki haustið 1922, þar sem Lenin var að jafna sig eftir hjartaslag. Með þeim á myndinni er ungur frœndi Lenins, Viktor að nafni, og verka- mannsdóttir að nafni Vera. verða menn að skilja helztu niðurstöður Marx. Hugsjón sósíalismans er miklu eldri en Marx, en hann taldi sig hafa gert hana að „vísindakenningu". Með 'því að sýnast sanna óhjákvæmileik sósíalismans í þróun siðmenningarinnar breytti hann hugmynd- inni um hann úr óljósri hugsjón í kenni- setningu. Hann virtist sanna að í kjölfar lénsskipulags kæmi auðvaldsskipulag og i kjölfar auðvaldsskipulags kæmi sameignar- skipulag eða sósíalismi jafneðlilega og púp- an kemur á eftir lirfunni og fiðrildið á eftir púpunni. Það er þetta sem veitir áhangend- um hans svo mikla sannfæringarvissu, þó þeir deili endalaust um túlkun einstakra atriða. Meginkenningin er í þeirra augum óvefengjanleg. Einn þáttur kennisetningar- innar er kenningin um stéttabaráttuna og þá sérstaklega í þjóðfélagi nútímans barátt una milli borgarastéttarinnar eða atvinnu- rekenda og öreigastéttarinnar eða launþega; annar þáttur er söguskoðun efnishyggjunn- ar, sú hugmynd að undirrót allra hugsjóna, stjórnkerfa og hugmynda manna um rétt og rangt sé efnahagsástandið sem þeir búa við: sé lífsháttum manna breytt, breytist hugmyndir þeirra um réttlæti; þriðji þáttur- inn er fólginn í þeirri sannfæringu að auð- valdsskipulagið hafi í sér fólgnar innri mót- sagnir, sem óhjákvæmilega leiði til bylting- ar hins sósíalíska verkalýðs. Marx hafði haldið því fram, að auðvalds- skipulagið væri nauðsynlegur undanfari sameignarskipulags. Auðvaldsskipulag var óðum að festa rætur í Rússlandi á æsku- árum Leníns með því að enskt og franskt fjármagn, sem gaf mikinn arð, streymdi inní landið í sambandi við lagningu járn- brauta, námugröft, málmiðnað, vefnaðariðn- að og aðrar iðngreinar. Ótölulegur fjöldi uppflosnaðra bænda tryggði ódýrt vinnuafl, og það var þetta verksmiðjufólk sem Lenín vildi vekja. En rétt í þann mund sem fyrsta tölublað af málgagni hans átti að fara í prentun, var hann handtekinn, dæmdur í 14 mánaða gæzluvarðhald til bráðabirgða og síðan í þriggja ára útlegð til Síberíu. í varðhaldinu las hann af kappi, skipti stund- um dagsins kirfilega niður, skrifaði bréf og bæklinga með mjólk (sem hægt var að lesa með því að dýfa þeim í te og hita upp!). Móðir hans sendi honum matarböggla og vetrarfatnað, og ung stúlka aS nafni Na- dezjda Krúpskaja, sem var eldheitur sósíal- isti, beið á tilteknum stað fyrir utan fang- elsið svo að hann gæti séð hana þegar hann fékk að hreyfa sig útivið. í Síberíu stundaði hann snípuveiðar, fór í heimsóknir og rök- ræddi við aðra útlaga, þýddi Sögu verkalýðs- hreyfingarinnar eftir Sidney og Beatrice Webb, skrifaði bók um þróun rússnesku auð- valdsstefnunnar og gekk að eiga Krúpskaju, sem var í útlegð á sama stað. í samanburði við kjör pólitískra útlaga á tímum Stalíns 40 árum síðar var aðbúð Leníns mannúðleg. Árið 1900 fór Lenín aftur til Evrópu og lifði þar hálfgerðu flökkulífi næstu 17 ár ásamt konu sinni, sem stóð við hlið hans hvað sem á gekk. Þau bjuggu í fátæklegum íbúðum í Lundúnum, Miinchen, Genf, Brús- sel, París, Stokkhólmi og Zurich, og til þeirra lá stöðugur straumur dulbúinna fé- laga á nótt sem degi: þrjú högg á hurðina að næturlagi. Lenín sat vikum saman við lestur í British Museum, varð að neita sér um læknishjálp þegar hann veiktist, fór í langar gönguferð'r um ensku heiðarnar, þýzku skógana og svissnesku f jalladalina til að létta á sér eftir síðustu þrætur í flokkn- um, hjólaði um hrjúfa vegi Finnlands og notaði skóhlífarnar sínar í slöngubætur þegar sprakk hjá honum. Hann var síles- andi og sískrifandi bæklinga, ólögleg frétta- blöð, bækur um pólitíska hagfræði, löng bréf til að hrekja röksemdir flokksfélaga í fjarlægu landi eða reyna að möndla at- kvæðagreiðslu á næsta flokksþingi. Á þessum 17 órólegu útlegðarárum lögðu Lenín og félagar hans grundvöll að tækni og byltingarkenningum, sem urðu til að breyta rás mannkynssögunnar árið 1917. Þetta var furðulegt samsafn manna, sem deildu einsog guðfræðingar, spýttu eitri hver á annan í nafni alheimsbræðralags, dre:fðu ólöglegum prentvélum og bækling- um um byltingartækni víða um Evrópu, skipulögðu bankarán, lestarán og jafnvel skæruhernað í Rússlandi til að afla hreyf- ingunni fjár, voru á stöðugum flótta undan lögreglunni, náðust, voru fluttir til Síberíu, sluppu, náðust aftur, fóru leynilega með hreindýrasleðum til flokksþniga í afskekkt- um freðmýrum, sökuðu hver annan um svik við byltinguna og verkalýðinn, ráku hver annan úr flokknum, en gáfust aldrei upp við að skapa þau samtök sem hrifsa mundu til sín völdin. Á flokksráðstefnu í Finnlandi fóru fulltrúarnir útí skóg til að æfa sig í skotfimi þegar hlé varð á fundahöldum. Frá upphafi eða eftir að hann kom úr Síberíu-útlegðinni var Lenín að ná forust- unni úr höndum eldri útlaga fyrir nýstár- legar og óbilgjarnar hugmyndir sínar. Lenín vildi fullan fjandskap við alla aðra umbóta- flokka: byltingin yrði aðeins gerð af ósveigj- anlegu forustuliði trausts hóps sósíalista sem hefðu verið agaðir til að hugsa og fram- kvæma sem einn maður. Árið 1900 höfðu eldri marxistar bundizt samtökum við Lenín og unga samherja hans um útgáfu blaðsins Iskra (Neisti), sem var prentað í Sviss og smyglað til Rússlands. Það var í Iskra sem V. I. Úljanoff varð fyrst Lenín, og brátt var þessi Lenín orðinn atkvæðamesti maður bæði í blaðstjórn og flokki. Um eitt voru 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.