Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 17
frá vígstöðvunum, og ríkisstjórnin notaði tækifærið og birti skjöl sem áttu að færa sönnur á að Lenín væri erindreki Þjóðverja. Þetta vakti megna reiði meðal hægrimanna, miðflokkanna og kósakka, en hinir síðast- nefndu lögðu undir sig miðstöð bolsévika og eyðilögðu ritstjórnarskrifstofur Pravda. Trotskí gaf sig fram til að svara til saka og var fangelsaður ásamt Kamenév, en flokksstjórnin afréð að Lenín og Zínóvév færu aftur í felur, þar sem vonlaust væri um viðunandi réttarhöld við ríkjandi að stæður. Lenín fór til Finnlands og hélt sig þar framí október, en hafði stjórn á flokkn um með bréfaskriftum. Hann lagði til að hætt yrði að krefjast valdatöku verkamanna ráða þartil bolsévikar hefðu þar tögl og hagldir. Sá tími væri skammt undan, þvi flokksfélögum fjölgaði óðum eftir því sem andúðin á stríðinu yxi. En var miðstjórnin ekki of værukær, var hún með á nótunum? Kannski grunaði hann Kamenév um kær- ingarleysi; samt skrifaði hann honum vin samleg bréf og sagði m. a. í einu þeirra: „Þetta er bara á milli okkar: ef mér verður rutt úr vegi, þá láttu prenta bókina mína.“ Vitaskuld var hann að semja bók ásamt þeim 10—20 bréfum sem hann skrifaði dag lega, og sú bók kom síðar út undir heitinu , Ríkið og byltingin“. Meðan Lenín dvaldist í Finnlandi gerðust atburðir í Petrógrad og nágrenni hennar, sem styrktu aðstöðu bolsévika. Örskömmu eftir „júlídagana“ hafði Kerenskí tekið við embætti forsætisráðherra af Lvov fursta og skipað Kornilov hershöfðingja yfirmann heraflans. En hershöfðinginn, sem var harð- ger og hugrakkur kósakki frá Asíu, en póli- tískt flón, tók brátt að bjóða forsætisráð- herranum byrgin. íhaldsmenn fóru að ala á þeirri von, að hann væri sterki maðurinn, sem stöðvað gæti byltinguna og endurreist agann, og menn fóru ekki í launkofa með, að valdatakan ætti að fara fram í byrjun september. En þegar Kornilov nálgaðist höf- uðborgma, kom styrkur hins skipulagða verkalýðs í ljós. Járnbrautarstarfsmenn rifu upp teina, símastarfsmenn virtu boð hans að vettugi, verksmiðjufólk hlóð götuvígi. verkamannaráðið í Petrógrad setti á stofn hermálanefnd sem var óháð hinni opinberu stjórn Kerenskís, og bolsévikar og mensé- vikar sameinuðust um að styðja hana. Nú var Lenín af heilum hug hlynntur samvinnu; ekki var einasta nauðsynlegt að stöðva Kornilov heldur urðu bolsévikar að vera þar fremstir í flokki — og það sem var kannski mikilvægast: með frjálsri dreifingu vopna og skotfæra til sjálfboðaliða voru bolsévik- um lögð í hendur vopnin gegn Kerenskí, þegar stundin rynni upp. Þegar Kornilov var handtekinn, var það því ekki fyrst og fremst Kerenskí sem gat hrósað sigri, held ur Lenín og bolsév;kar hans sem átt höfðu mestan þátt í að lama Kornilov. Kerenskí var milli tveggja elda. Þó leið- togar bolsévika væru í útlegð eða fangels um, voru þeir öflugasti hópur sósíalista í Petrógrad og Moskvu, og fór stöðugt fjölg- andi. Lenín bauð mensévikum og öðrum byltingarhópum samstarf, ef þeir vildu rjúfa öll tengsl við frjálslynda í ríkisstjórn- inni. Þeir höfnuðu boðinu, en Kerenskí var neyddur til að láta lausa þá Trotskí og Kamenév. Svo mikinn byr höfðu bolsévikar fengið að meðal þeirra myndaðist hópur undir forustu Kamenévs og Zínóvévs, sem báðir voru gyðingar einsog Trotskí, er var andvígur vopnaðri uppreisn og vildi ná völd- um með hægfara lýðræðislegum hætti. Vopn- uð átök kynnu að stofna flokknum í bráða hættu. Lenín þrumaði gegn þessum sjónarmiðum úr útlegðinni. Vopnuð uppreisn væri óhjá- kvæmileg, og hana yrði að skipuleggja útí æsar. Hann var miður sín af bræði, þegar flokkurinn virtist vera farinn að hlusta á Kamenév og Zínóvév fremur en hann sjálf- an, og hélt uppi látlausum og harðskeyttum áróðri í blöðunum. Hann atyrti miðstjórn- ina, hæddist að henni, fyrirskipaði henni, og loks 22. október þoldi hann ekki við leng ur, náði sér í hárkollu, rakaði af sér skeggið og birtist alltíeinu meðal félaga sinna í Petrógrad, þó hann lægi enn undir ákæru um landráð. Einum eða tveimur dögum síðar var hald- inn hinn sögulegi fundur í miðstjórninni, þegar hann fékk máli sínu framgengt eftir tíu stunda umræður, en þarmeð var þó ekki baráttunni lokið: Kamenév og Zínóvév réð- ust af ásettu ráði á fyrirhugaða uppreisn í blaðagreinum. Lenín varð æfur og stimplaði þá „svikara við byltinguna". Hinsvegar var Trotskí, mensévikinn fyrrverandi sem nú var eldheitur Lenínisti, að leggja síðustu hönd á undirbúning uppreisnarinnar: allar hersveitir setuliðsins í Petrógrad nema tvær voru komnar á band byltingarmanna, og þegar stjórnin reyndi að skipta á þessum „rotnu“ hersveitum og öðrum tryggari, var fyrirskipunum ekki sinnt. Bolsévikar höfðu nú miðstöð sina í Smolny-stofnuninni, sem áður hafði verið klausturskóli, og bjuggu sig undir átökin — svo að segja í allra augsýn. Rauðir varðliðar stóðu vörð við innganginn (Lenín átti jafnvel erfitt með að komast inn í dulargervi sínu), og inni vann hermála- nefnd byltingarinnar dag og nótt undir stjórn Trotskís, sem skipulagði hvert ein asta smáatriði og vann einsog óður maður. Þúsundir manna fylltu hundrað herbergi stofnunarinnar: þeir sváfu þar, átu, rök ræddu, og gerðu áætlanir, og þaðan héldu þeir til að taka völdin 7. nóvember. Járn- brautarstöðvar, orkuver, brýr yfir Neva- fljót, bankar og símstöð voru tekin, og beiti- skipið Áróra sem lá við fljótsbakkann var á bandi bolsévika. Kerenskí var farinn úr borginni til að safna tryggu liði og skildi ráðherra sína eftir í Vetrarhöllinni. Þeir biðu, og sveitir bolsévika umkringdu þá; varðliðar þeirra gufuðu smámsaman upp unz einungis voru eftir um þúsund her- menn; byssum beitiskipsins var beint að höllinni. Kerenskí kom ekki aftur, og ráð- herrarnir tóku falli sínu með virðingu og reisn. Vetrarhöllin féll við mjög lítið mann- fall, og borgin var á valdi Leníns og Trotsk- ís eftir nálega blóðlausa byltingu. Innan viku var Moskva einnig á þeirra valdi. Kerenskí hafði beðið lægra hlut og flúið. „Tíu dagar sem skóku heiminn" voru liðnir og bylting rauðliða orðin söguleg staðreynd. Daginn eftir töku Vetrarhallarinnar tók Lenín til máls á fjölmennum fundi í Smolny- stofnuninni, og þegar fagnaðarlátunum linnti, sagði hann bara þessi orð: „Nú mun- um við snúa okkur að því að koma á sósíal- ísku skipulagi." Aldrei hafa jafnmargar og jafnróttækar umbætur verið ráðgerðar á jafnskömmum tíma. Allt jarðnæði landeigenda átti að ganga til bænda (en ekkiþjóðnýtast ennþá); verksmiðjuframleiðsla og vörudreifing skyldu vera í höndum verkamannaráða; all- ir bankar, allar járnbrautir, öll erlend við- skipti og ýmsar helztu iðngreinar skyldu þjóðnýtast; öllu ójafnræði byggðu á stétt, kyni, þjóðerni eða trúarbrögðum skyldi út- rýmt. Allar opinberar réttarfarsstofnanir voru lagðar niður, en í stað þeirra komu „alþýðudómstólar“. í hernum átti að fara fram kosning á liðsforingjum. Allir borgarar á aldrinum átta til fimmtíu ára, sem ekki kunnu að lesa, skyldu fara í sérstaka „lestr- arskóla". Og umfram allt átti að binda enda á stríðið þegar í stað. í friðarviðræðunum við Þjóðverja í Brest- Litovsk var Trotskí aðalsamningamaður bolsévika, en honum voru gerðir slíkir afar- kostir, að jafnvel hann treystist ekki til að ganga að þeim. Uppgjafarstefna Leníns gekk hinsvegar svo langt, að hann var reiðu búinn að greiða hvaða verð sem upp var sett á tveimur meginforsendum: 1) rúss nesku hermennirnir voru þegar farnir að „greiða atkvæði með fótunum", e:nsog Lenín orðaði það; þeir flykktust heim í þorpin sín til að taka þátt í skiptingu jarðnæðisins; 2) friðarsamningur, hversu harkalegur sem hann væri, gat ekki oi'ðið annað en tíma- bundið samkomulag sem yrði úr sögunni þegar hin mikla bylting kommúnista brysti á — og þá e;nkanlega í Þýzkalandi. Með friðarsamningnum í Brest-Litovsk (1918) lét Lenín af hendi rúm til að vinna tíma, en þetta rúm nam hvorki meira né minna en fjórðungi af öllum lendum Rússaveldis með þriðjungi íbúafjöldans og þremur fjórðu hlutum kola- og járnframleiðslunnar. Lenín skrifaði undir samninginn en neitaði að lesa hann. Honum kom aldrei til hugar að virða hann, og sigur Bandamanna nokkrum mán- uðum síðar gerði hann vitaskuld að dauð- um bókstaf. Hinar nýju umbætur í Rússlandi voru glæsilegar á pappírnum, en að verulegu leyti óframkvæmanlegar, og það játaði Len- ín. Lagasetning væri framkvæmdaáætlun, sagði hann, almenn vísbending um stefnu- mið, áróðurstæki. Samt var margt í hinum nýju lögum fráleitt. Enginn bolsévikaleið- toganna hafði reynslu í iðnrekstri eða við- skiptum, og þegar verksmiðjur voru afhent- ar verkamönnum, sem fengu laun án tillits til afkasta, lagðist vinna að heita mátti nið- ur: framleiðslan minnkaði niðrí einn sjöunda hluta þess sem hún hafði verið, og hafði þó ekki verið mikil. Járnbrautir voru reknar með „hagsmuni starfsfólksins“ fyrir augum, og því hættu þær nálega að ganga. Afnám einkaverzlunar leiddi til hungursneyðar í borgum og furðulegra vöruskipta: borgar- búar þustu útí sveitir til að skipta á eignum sínum — húsgögnum, borðbúnaði, skartgrip um, hverju sem var — og einhverju matar- kyns sem sveitafólkið kynni að eiga. Pen- ingar hættu að hafa nokkurt gildi. Þessar hrikalegu tilraunir á fyrstu mán- uðum kommúnismans ráku smiðshöggið á hrun Rússlands, sem hafði byrjað í heims styrjöldinni og haldið áfram milli bylting anna tveggja 1917. Til að koma landinu á réttan kjöl aftur fyrirskipaði Lenín skyldu- 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.