Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 37
Oroville-stiflan i Kalifornijt i smiSum. Þartm var á tirunum 1963—S stifÞ aöur ftröngur dalur meS stóru afrennslissvæði. Stiflan er jarðstifla, sem er 235 m há og um 1700 m á lengd efst. Þykkl stiflunnar við botn er rúmut kilómetri. Tilgangurinn með stiflunni er margþættur: áveitur, fiskræht, vatnsleiðslur, minnkuð flóöahœtta og raforkuframleiðsla (115 Megavött). Lónið, sem myndast ofan stiflunnar, er 63 ferkilómetrar og vatnsmagnið i þvi fullu nœr 3,5 milljarðar rúmmetra. Skógurinn hefur verið ruddur i þá hœð sem lónið kemur til með að ná. íbúar stórborganna San Francisco, Oakland og Sacramento, auk fjölda smærri borga og viðlendra sveita, eiga lif sitt undir öryggi stiflunnar, sem er þó byggð sem jarðstifla, þrátt fyrir að Kalifornia er þarna bœði jarðskjálfta- og eldvirkniland. svæða eða andúð á mannvirkja- gerð. Það er því tómt mál um að tala, að náttúruvernd geti byggzt á friðun einni saman. Aftur á móti er alls ekki þar með sagt, að náttúruvernd eigi ekki full- kominn rétt á sér; þvert á móti vex og margfaldast þörfin fyrir hana, eftir því sem athafnasemi þjóðarinnar fleygir fram. Allt fram til vorra daga hefur afkoma þjóðarinnar fyrst og fremst byggzt á því að arðræna náttúru landsins, svo að þar hefur ekki verið um náttúruvernd að ræða. Þess vegna er svo komið í dag, að það er orðin knýjandi þörf fyrir algera stefnubreytingu í þeim málum. Brýna nauðsyn ber til að endurskipuleggja alla nýt- ingu á náttúru landsins með það fyrir augum að endurbæta, fegra og auka nytsemi hennar fyrir fólkið í landinu. Hvað er þá náttúruvernd? Það orð hefur sjaldan verið skilgreint og verður víst aldrei skilgreint til hlítar, því að merking þess er harla yfirgripsmikil. Það má þó hugsa sér að skilgreina orðið náttúruvernd á eftirfarandi hátt: Náttúruvernd er öll viðleitni manna til varðveizlu, viðhalds, endurbóta og fegrunar á náttúru landsins. Merking orðsins er því mjög víðtæk samkvæmt þessari skilgreiningu, en það virðist mjög erfitt eða ómögulegt að gefa því þrengri merkingu samkvæmt því, sem hér hefur verið rætt að framan. Verkefnum náttúruverndar má þó í höfuðatriðum skipta í þrjá aðalflokka, sem hver um sig hef- ur ákveðnu hlutverki að gegna, en þeir eru: 1. Varðveizla einstæðra eða sérstæðra náttúrufyrirbæra. 2. Uppbygging þjóðgarða og ferðamannastaða í náttúrufögru umhverfi. 3. Almenn náttúruvernd og náttúruumbætur. Mörg eru þau fyrirbæri móður náttúru, bæði dauð og lifandi, sem eiga hvergi sinn líka, bæði frá vísindalegu, menningarsögu- legu og fagurfræðilegu sjónar- miði. Slík fyrirbæri ber að varð- veita, ef þess er nokkur kostur. í flestum tilfellum dugir þar ekki minna en alfriðun, og nauð- synlegt mun reynast í mörgum tilfellum að banna alla umgengni fólks við þau, ef þau eiga ekki að glatast. Við eigum þó því láni að fagna hér á íslandi, að hér finnast mörg sérstæð náttúrufyr- irbæri, sem þola furðu vel sam- býli við fólkið. Samt sem áður verðum við að vera vel á verði, því að sú hætta vofir yfir mörg- um slíkum stöðum, að þeir breyt- ist á skömmum tíma í ör- tröð vegna vaxandi ferðamanna- straums, ef ekki verður fljótlega spornað við. Með vaxandi þéttbýli og ferða- mannastraumi vex stöðugt þörf- in fyrir náttúrufögur útivistar- svæði fyrir fólkið, þar sem það getur eytt frístundum sínum úti við og notið þeirrar fegurðar, sem náttúran hefur upp á að bjóða, og þarf hún þá að vera sem minnst trufluð af mannanna verkum. Þetta er hlutverk þjóð- garða og ferðamannastaða. Slíka staði þarf að skipuleggja vel. Þar þurfa að vera vegir, göngustígar og móttökuskilyrði fyrir ferða- fólkið. Einnig mun oftast vera nauðsynlegt að hjálpa náttúrunni til að þola átroðning fólksins, og oft má fegra slíka staði með grasrækt, skógrækt o. fl., svo lengi sem það fellur inn í annað náttúrufar staðarins. Almenn náttúruvernd og nátt- úruumbætur eru langumfangs- mesta viðfangsefni náttúruvernd- ar af þessum þremur. Þetta er alltof víðtækt verkefni, til þess að því verði gerð nokkur viðhlít- andi skil í stuttri gfein. Mann- kynið hefur nú loksins rankað við sér og skilið, að ekki verður endalaust níðzt á gestrisni móður náttúru, án þess að hún beri óbætanlegt tjón af. Mennirnir hafa a. m. k. að nokkru leyti skil- ið, að arðrán og mengun á nátt- úrunni getur valdið þeim sjálf- um ómælanlegum erfiðleikum eða jafnvel tortímingu, ef ekki verður breytt hið fyrsta um stefnu í þeim málum. Mannkynið hefur þó ekki aðeins skyldum að gegna gagnvart náttúrunni, það hefur einnig og ekki síður skyld- um að gegna gagnvart sjálfu sér og framtíð sinni. Öll náttúru- verndarsjónarmið verða því að mótast af þessum tvíþætta til- gangi. Sem betur fer geta marg- víslegar athafnir þjónað báðum þessum sjónarmiðum, ef rétt er á haldið. Vissulega hlýtur þó oft að koma til árekstra þeirra á milli. Það verður þá að metast i hverju einstöku tilfelli, hvor þátt- urinn sé meira virði, en oftast má þó brúa bilið, ef vilji er fyrir hendi, með því að bæta náttúr- unni tjón sitt að nokkru eða öllu leyti. Báðir þessir þættir eru þjóðhagsleg nauðsyn, og þeir mega á engan hátt vanmeta hvor annan. Ómengað loft og vatn á- samt ósnortinni náttúrufegurð eru þjóðarauður, sem ekki má farga, en jafnframt er það þjóð- inni jafnnauðsynlegt, að land- græðsla, fiskrækt, nýting vatns- orku og jarðhita verði aukin að miklum mun. Þetta verður allt að gerast í náinni samvinnu hvað við annað og með fullu tilliti til náttúruverndar. Skal nú vikið nokkrum orðum að virkjunum og þeim náttúru- verndarsjónarmiðum, sem nauð- synlegt er að hafa í huga og rannsaka í sambandi við áætlana- gerðir um nýtingu fallvatna landsins, þó að rúmið leyfi ekki nema fátt eitt af þeim fjölmörgu atriðum. Fiskveiðar í ám og vötnum eru þar vissulega ofarlega á blaði, og þá sérstaklega laxveiðarnar. Lífs- skilyrði laxins í ánum eru mjög margþætt og margslungin, og má þar til nefna átuskilyrði, jafn- rennsli árinnar (flóða- og þurrk- hætta), klakstöðvar, hitastig o. fl. Virkjanir ásamt miðlunarlón- um geta vissulega valdið breyt- ingum á mörgum þessum þáttum. Erlendis er fengin mikil reynsla í þessum málum, og það sem hér verður sagt er að mestu sótt til þeirrar reynslu, sem fengizt hef- ur við Kyrrahafsströnd Banda- 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.