Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 25
stöðnunarinnar. Og stöðnun er dauði. Jákvæð náttúruvernd gengur aftur á móti út frá þeirri frumþörf mannsins að móta um- hverfi sitt. Hún veit að maðurinn er skapandi vera. Að skapa er að breyta. Því spyr hún ekki hvort, heldur hvernig. Það er að mínu viti ákaflega mikilsvert að hin jákvæðu við- horf í náttúruverndarmálum verði ríkjandi hér á landi í fram- tíðinni, jafnmiklar breytingar og framundan eru. Því miður virðist mér hafa á þetta skort. Mörg blaðaskrif um þessi mál hafa ein- kennzt af neikvæðri, kergjubland- inni banngleði. Um þetta er frum- varp það sem nú liggur fyrir Al- þingi um „takmarkaða náttúru- vernd á vatnasviði Mývatns og Laxár" gott dæmi. En dæmin eru fleiri. Á þennan hátt á ekki að vinna að náttúruvernd. Svona vinnubrögð skapa einungis illindi og deilur, sem sízt eru málefninu til framdráttar. Almenningur skynjar þá náttúruvernd fyrst og fremst sem takmarkanir á at- hafna- og framkvæmdafrelsi, sem enn eina leyfisstofnunina með tilheyrandi umsóknum og skrif- finnsku. En náttúruvernd verður ekki tryggð með „stofnun", „ráði" eða „nefnd". Hún verður því aðeins tryggð, að náttúruverndar- sjónarmið nái að móta hug og viðhorf þeirra er framkvæmdir skipuleggja og undirbúa, og þá fyrst og fremst tæknimanna. Ef slík viðhorf eru til staðar við alla hönnun, skipulagningu og fram- kvæmd, er málinu vel borgið. Ef mistekst að skapa slík viðhorf í þeim hópum manna, sem við slík störf fást, megna engin ráð eða nefndir að bæta úr því. Að mínu viti er því langsam- lega mikilvægasta verkefni aðila eins og Náttúruverndarráðs fræðslu- og upplýsingarstarfsemi, fyrst og fremst meðal tækni- manna. Það gæti beitt sér fyrir námskeiðum fyrir þessa menn, hópumræðum (ég á hér við raun- verulegar umræður, ekki rifrildi og pex með tilheyrandi „sam- þykktum" og „ályktunum" handa fjölmiðlunartækjum), sýningum o. m. fl. Það gæti beitt sér fyrir því að fræðsla í náttúruvernd yrði tekin upp í Verkfræðideild Háskólans. Náttúruverndarráð gæti beitt sér fyrir auknum rannsóknum. Rannsóknir eru ó- hjákvæmileg undirstaða allrar raunhæfrar náttúruverndar. Það gæti reynt að koma því til leiðar, að náttúrufræðingar af ýmsu tagi yrðu ráðnir til að starfa við ýms- ar þær stofnanir er fást við und- irbúning og skipulagningu fram- kvæmda. Náttúruvernd má ekki takmarkast við einstök, afmörkuð tilvik, einhvern gíg, tiltekið hraun, gæsategund, eða þvíum- líkt. Náttúruvernd er þrotlaust starf í kyrrþey og tilbreytingar- leysi 'hins virka dags; ekki hávaði í fjölmiðlum við einstök tæki- færi, en aðgerðaleysi þess á milli. Ég get ekki nógsamlega lagt áherzlu á þetta. Einmitt hin öra þróun framundan gerir náttúru- vernd brýnni en nokkru sinni fyrr. Sjálfsagt má ýmislegt að hátterni okkar tæknimanna finna. í önn dagsins gleymum við sjálfsagt stundum ýmsu sem við ættum að muna eftir. Ekki sakar þótt ýtt sé við okkur; jafn- vel óþyrmilega. En það þarf að gerast á jákvæðan hátt, eins og ég hef bent á. Okkur tæknimönn- um þýðir ekki að banna, því að við störfum í stefnu framþróun- arinnar. En það má leiðbeina okkur. 2. 5 Líklegir árekstrar virkjunar- og náttúruverndarsjónarmiða Á hvern hátt er nú líklegt að nýting á vatnsorku landsins rekist á náttúruverndarsjónar- mið? Áður er að því vikið að vinnsla raforku úr vatnsorku spilli umhverfinu minna en margar aðrar orkuvinnsluaðferð- :r. En samt verður hér um stór- felld áhrif að ræða á náttúruna á stórum hlutum landsins. Hún mun óhjákvæmilega breytast — en hún þarf að mínum dómi alls ekki að breytast til hins verra. í mörgum tilvikum hið gagnstæða. En aðgæzlu er þörf. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því á frumstigi virkjunarundirbúnings, í hverja átt breytingarnar verða; hvort þær eru æskilegar eða ekki frá sjónarmiði mannsins. í sum- um tilvikum verður að taka tillit til áhrifa virkjunar á önnur not mannsins af vötnum okkar, svo sem til veiða. í öðrum getur verið hætta á útrýmingu merkilegra náttúrufyrirbrigða. Enda þótt á- hrif virkjana á veiði geti tæp- lega átt heima í umræðum um náttúruvernd, þar eð þar er um að ræða árekstur tvennskonar efnahagslegra nytja af vötnum fremur en óholl áhrif á umhverfi, er samt rétt að víkja að því máli með nokkrum orðum. í heild verður þó væntanlega aðeins um fáa þesskonar árekstra að ræða. Hinir alvarlegustu get ég ímynd- að mér að verði við Laxá í S- Þingeyjarsýslu og nálæg vatna- svið, og við Vatnsdalsá, vegna ráðgerðrar virkjunar Blöndu nið- ur í Vatnsdal. Að öðru leyti sýn- ist mér að virkjunarmenn og fiskræktarmenn geti ef svo má segja „skipt landinu á milli sín", og síðan hvorir séð hina í friði. í stórum dráttum yrði „skipting- in" þannig, að fiskræktarmenn „fengju" svæðið frá Hellisheiði— Mosfellsheiði vestur og norður um til og með Fnjóská; frá Axar- firði austan Jökulsár til og með Vopnafirði. Á þessu svæði virðist lítið um verðmæta vatnsorku. Undantekning er Vatnsdalsá, sem fyrr getur. Virkjunarmenn „fengju" hins vegar Jökulsár á Fjöllum, Brú og Fljótsdal, og Austfjarðaárnar yfirleitt, Hverf- isfljót, Skaftá, Markarfljót og Þjórsár-Hvítársvæðið. Á síðast- nefnda svæðinu er nokkur veiði niðri í byggð, en veigamestu virkjanirnar yrðu ofar. Megin-árekstrasvæðin virðist mér muni vera Vatnsdalsá og Laxár-Skjálfandafljótssvæðið í S- Þingeyjarsýslu. Mál þeirra þarf að leysa í sameiningu. Að sjálfsögðu er þetta gróf „skipting" og árekstrar geta kom- ið upp annarsstaðar einnig. En bersýnilegt virðist samt að marg- ar verðmætustu laxveiðiár lands- ins, eins og t. d. Laxá í Kjós, Norðurá, Víðidalsá o. fl., verði aldrei virkjaðar, einfaldlega vegna þess að það borgar sig ekki, jafnvel þótt enginn lax væri. En um hugsanlega árekstra við hrein náttúruverndarsjónar- mið koma mér fyrst og fremst þrjú tilvik í huga, sem öll hafa verið rædd nokkuð. Þau eru (1) virkjun Gullfoss, (2) Þjórsárver- in og (3) Mývatn og Laxá. Skal ég víkja stuttlega að hverju um sig. Virkjun Gullfoss. Þess misskiln- ings hefur orðið vart, að undir engum kringumstæðum megi virkja Gullfoss. Þetta er gott dæmi um mikilvægi þess að greina á milli spurninganna hvort og hvernig í svona málum. Það sem flestir munu eiga við er að ekki megi spilla fegurð fossins, ekki ræna menn þeirri nautn að horfa á hann eins og hann er. Þetta er stundum talið jafngilda því að ekki megi virkja Gullfoss. Svo er ekki. Einungis þarf að taka tillit til þessa sjónarmiðs þegar tilhögunin er ákveðin; hanna virkjunina með hliðsjón af því, að ávallt verði hægt að skoða fossinn þegar hann hefur upp á eitthvað að bjóða ferðamannin- um. Það er að sumrinu. Einmitt þannig er virkjunin hugsuð. Eng- in virkjunarmannvirki af neinu tagi, hvorki stíflur, pípur, hús né annað, verða sjáanleg frá fossin- um eða næsta nágrenni hans. Um fossinn mun renna nægilegt vatn til þess að hann haldi með öllu óbreyttum svip sínum frá því sem nú er allt sumarið. Til að fyrir- byggja allan misskilning er rétt að taka fram, að þetta er ekki hugsað á þann veg, að ferðaskrif- stofa hringi í virkjunina og segi: „Heyrið þér! Við verðum með fulltrúa á þingi Norðurlandaráðs við fossinn um hádegið. Viljið þið sjá um að nægilegt vatn sé á fossinum, og þið verðið að hafa það meira en um daginn þegar norrænu hjúkrunarkonurnar voru á ferðinni". Hver sem að sumar- lagi kemur að Gullfossi eftir virkjun, á hvaða tíma sólarhrings- ins sem er, mun alls ekki verða þess á neinn hátt var að fossinn sé virkjaður. Þjórsárver. í Þjórsárverum eru stærstu varpstöðvar heiðagæsar- innar á íslandi. Þetta varp er svo stórt að sérfræðingar telja, að það hefði slæm áhrif á stofn þess- arar fuglategundar í heiminum ef varp þetta eyðilegðist, án þess að neitt kæmi í staðinn. Þjórsár- ver eru einnig merkileg í gróður- fræðilegu tilliti. Þau hafa því mikið gildi frá náttúrufræðilegu sjónarmiði. í Þjórsárverum eru góðar að- stæður til að skapa langstærsta orkuforðabúr á fslandi í formi stórrar vatnsuppistöðu. Þessi uppistaða mun er fram líða stundir koma öllum virkjunum við Þjórsá að notum. Þarna má m. a. geyma vatn frá votum ár- um til þurra. Miðlun þessi skiptir miklu máli fyrir hagkvæmni Þjórsárvirkjana. Talið er að þeg- ar Þjórsá og Hvítá nálgast full- virkjun muni efnahagslegur á- vinningur þjóðarinnar af Þjórs- árveramiðluninni nema nokkrum hundruðum milljóna króna á ári. Sé deilt í þá upphæð með hæfi- legum vöxtum fæst höfuðstóls- verðmæti miðlunarinnar við upp- haf hennar. Það verðmæti er væntanlega milli 5 og 10 millj- arða króna, eða jafnvel meira. Þá upphæð kostar það samfélagið að hætta við uppistöðuna þegar hennar verður þörf. Framangreindar tölur eru að sjálfsögðu lauslegar, enda erfitt að meta svona hluti nákvæmlega. Að mínum dómi eru þær þó fremur of lágar en hitt. Miðlunin í Þjórsárverum kemur til viðbót- ar öðrum miðlunum á Þjórsár- svæðinu, svo sem í Þórisvatni, en ekki í stað þeirra. Við það eru framangreindar tölur miðaðar. Um það er því ekki að ræða að gera uppistöðuna á öðrum stað. Sé hætt við uppistöðuna ger- ist tvennt: (1) Orkuvinnslugeta Þjórsár- Hvítárkerfisins rýrnar. 1(2) Sú orka, sem eftir er, verður rýrari í vinnslu. Hvorttveggja rýrir ávinning þjóðarinnar af vatnsorkunni í Þjórsá og Hvítá. Þannig standa málin. Mikil efnahagsleg verðmæti rekast á mikil náttúrufarsleg verðmæti. Þjórsárveramálið verður ekki 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.