Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 55
Högni Óskarsson varaformaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. Dr. Jakob Benediktsson forstjóri Orðabókar Háskólans. Jón Hannesson menntaskólakennari. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Félags háskóla- menntaðra kennara. Jón úr Vör skáld. Kristján Thorlacius formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Magnús Kjartansson ritstjóri. Magnús Torfi Ólafsson verzlunarmaður. Magnús E. Sigurðsson formaður Iðnnemasambands íslands. Oddur Björnsson rithöfundur. Olafur Jónsson gagnrýnandi og ritstjóri. Oskar Halldórsson lektor Si?hvatur Björgvinsson ritstjóri. Sigurður Líndal hæstaréttarritari. Sigurður Magnússon formaður Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins. Sigurður A. Magnússon ritstjóri. Sigvaldi Hjálmarsson blaðamaður. Steingrímur Gautur Kristjánsson lögfræðingur. Svava Jakobsdóttir skáldkona. Sveinn R. Hauksson leiðtogi Hagsmunasamtaka skólafólks. Sveinn Skorri Höskuldsson lektor. Thor Vilhjálmsson formaður Rithöfundafélags Islands. Þorsteinn frá Hamri skáld. Þröstur Olafsson formaður Sambands íslenzkra náms- manna erlendis. Orlygur Geirsson formaður Sambands ungra jafnaðar- manna. Áskorunin var send íslenzku fjölmiðlun- um og birtist óstytt í þremur dagblaðanna. Morgunblaðið og Vísir gátu hennar í ein- dálka smáklausum, sem naumast voru sýni- legar. Sjónvarpið þagði, og útvarpið var eins fáort og verða mátti. Það sem var kannski athyglisverðast við þennan fyrsta áfanga var, að leikarar Þjóðleikhússins mót- mæltu notkun hússins til þinghaldsins, og voru þau mótmæli birt óstytt í Morgunblað- inu og Vísi, en ýtarlega sagt frá þeim í hljóð- varpi og sjónvarpi einmitt sama dag og Víet- nam-áskoruninni var stungið undir stól af þessum sömu aðiljum. Eftir að áskorunin hafði verið send fjöl- miðlunum með greindum 47 undirskriftum, var haldið áfram að safna undirskriftum, og urðu þær um það er lauk nokkur hundruð talsins. Voru meðal undirskrifenda margir fulltrúar á Norðurlandaþingi og meirihluti hinna norrænu þátttakenda í æskulýðsráð- stefnunni, sem haldin var í Norræna húsinu jafnhliða þingi Norðurlandaráðs. Daginn áður en afhenda átti áskorunina, var öllum fjölmiðlum send fréttatilkynning um þá at höfn og árangur undirskriftasöfnunarinnar. Var fólk jafnframt hvatt til að koma að Þjóðleikhúsinu uppúr hádegi laugardaginn 7. febrúar. Þessi fréttatilkynning var hvergi birt, með þeim afleiðingum að hópurinn fyrir utan Þjóðleikhúsið varð heldur þunn skipaður, en þar var bæði hátalari og nokkr- ir borðar með áskorunum og mótmælum. Fjölmennt lögreglulið hafði verið kvatt á vettvang, og raðaði það sér þétt fyrir fram an hópinn, en nokkrir bílfarmar lögreglu- þjóna biðu á bílastæði gegnt Þjóðleikhús- inu. Áður en áskorunin var formlega afhent formanni Norðurlandaráðs, fór fram stutt athöfn fyrir framan Þjóðle'khúsið þar sem ræður fluttu Þröstur Ólafsson hagfræðing- ur, Hans Jörgen Poulsen frá Danmarks Socialdemokratiske Ungdom og Nils Tor- valds frá Finlands Demokratiske Ungdoms förbund. Lögðu þeir allir áherzlu á samstöðu Norðurlanda í Víetnammálinu. Síðan var áskorunin afhent undir lögreglueftirliti ásamt öllum þeim undirskriftum sem safn- azt höfðu undangengna daga. Frásagnir íslenzku fjölmiðlanna af þeim viðburði voru með þeim hætti, að Þjóðvilj- inn og Tíminn skýrðu frá honum, hin blöð- in þögðu um hann, hljóðvarpið þagði, en sjónvarpið gat þess loks á laugardagskvöld örfáum orðum, að áskorunin væri komin fram og mundi hafa verið afhent þá um daginn. Skýrara treystist það ekki til að orða þá frétt. Um viðbrögð frænda okkar á Morðurlöndum er það að segja, að margir fulltrúar á Norðurlandaþingi lýstu sig fylli- lega sambykka áskoruninni, þeirra á meðal Olof Palme forsætisráðherra Svía, sem lét í ljós ánægju yfir hinni víðtæku samstöðu um hana, og norræn blöð slógu fréttinni um hana upþ sem merkum viðburði í sambandi við þingið. Þannig sagði til dæmis danska blaðið „Politiken" frá opnun þingsins undir tveggja dálka fyrirsögn, og var bæði aðal- og undirfyrirsögn helguð Víetnam-áskorun- inni. Þetta er dregið fram hér til marks um einkennilegan mismun á fréttamati hér og á öðrum Norðurlöndum. Hvernig stendur á honum? Er það einleikið, að atburður sem þykir allverulegur fréttamatur á öðrum Norðurlöndum er nálega þagaður í hel hér heima? Þessar tvær litlu dæmisögur kynnu að geta vakið hugsandi íslendinga til umþenk- ingar um hérlenda fjölmiðla og beitingu þeirra, bæði til að þagga niður „óæskilegar" fréttir og til að gefa alrangar hugmyndir um aðra viðburði. Hér er á ferðinni alvar- legt og afdrifaríkt mál, sem löngu er orðið tímabært að taka föstum tökum. Það kom kannski skýrast fram í sambandi við hinn geysifjölmenna Víetnam-fund í Há- skólabíói 15. nóvember, þar sem sjónvarpið gerði vísvitandi og grófa tilraun til beinnar fréttafölsunar, en fréttastofa hljóðvarps var tiltakanlega „húsbóndaholl" einsog hún stundum verður þegar „viðkvæm mál" eru annarsvegar. Matið á því hvað séu „viðkvæm mál" virðist miðast við það, hve margar „húsmæður" skrifa slúðurdálkum Velvak- anda í Morgunblaðinu: verði þær þrjár eða fjórar er almenningsálitið farið að segja til sín, og þá er eins gott að kunna fótum sín- um forráð! Hængurinn er bara sá, að þessar blessaðar „húsmæður" eru einatt Velvak- andi sjálfur, og hlutverki hans hefur að jafnaði gegnt mörg undanfarin ár eini fast- launaði starfsmaður NATO á íslandi, Magn- ús Þórðarson, sem jafnframt er annar helzti sérfræðingur hljóðvarps um alþjóðamál í þættinum „Efst á baugi". Þarf því engan að undra þó málstaður Víetnama eigi erfitt uppdráttar hjá helztu fjölmiðlum íslendinga. í sambandi við söfnun undirskrifta undir áskorunina til Norðurlandaráðs kom þrá- sinnis fram, að mönnum var ekki fyllilega ljóst, hverskonar fyrirbæri bráðabirgðabylt- ingarstjórn Suður-Víetnams væri. Var því gerð stutt grein fyrir henni eftir helztu samtímaheimild um alþjóðamál, „Keesing's Contemporary Archives 1969—1970". Þar segir m. a. að í apríl 1968 hafi verið stofn- að formlega Bandalag þjóðlegra lýðræðis og friðarafla í Suður-Víetnam á leynilegri ráðstefnu nálægt Saígon. Fjórir æðstu menn samtakanna voru kjörnir: Trinh Dinh Thao lögfræðingur frá Saígon, sem var dómsmála- ráðherra á hernámstíma Japana 1945; Lam Van Tet verkfræðingur og háttsettur í emb ættismannakerfi ríkistjórnar Suður-Víet- nams eftir fall Díems forseta 1963; Thich Don Hau leiðtogi hinna fjölmennu róttæku Búddistasamtaka; og Ton That Duong Ky prófessor og meðlimur gömlu keisaraættar- innar. Bandalagið lýsti þegar í upphafi yfir þeim vilja sínum að komast að samkomulagi við Þjóðfrelsisfylkinguna, og 3.—5. nóv- ember 1968 áttu leiðtogar beggja samtaka með sér fyrsta fundinn. Þjóðfrelsisfylkingin og Bandalag þjóð- legra lýðræðis- og friðarafla efndu til þings 6.-8. júní 1969, og sóttu það 88 fulltrúar stjórnmálaflokka, þjóðernisminnihluta, trú- flokka, þjóðfélagsstétta, þjóðfrelsishers og æskulýðssamtaka. Þetta þing kaus bráða- birgðabyltingarstjórn fyrir Suður-Víetnam. Forsætisráðherra stjórnarinnar, Huynh Tan Phat fyrrverandi arkítekt, er í Þjóðfrelsis- fylkingunni, en af þremur varaforsætis- ráðherrum eru tveir úr Bandalagi þjóðlegra lýðræðis- og friðarafla og einn úr Þjóðfrels- isfylkingunni. Fréttaritari TIMES í París hefur upplýst, að enginn æðstu manna í bráðabirgðabyltingarstjórninni sé kommún- isti, og sama hefur franska blaðið LE MONDE gert. Meðal stefnuskrármála bráðabirgðabylt- ingarstjórnarinnar eru eftirtalin atriði: 1) að þvinga Bandaríkjastjórn til að draga herafla sinn algerlega og skilyrðislaust burt úr landinu; 2) að steypa nýlenduleppstjórninni í Saí- gon og koma á raunverulega lýðræðislegri og frjálsri lýðveldisstjórnskipan, halda al- mennar kosningar án erlendrar íhlutunar; 3) að taka upp viðræður við fulltrúa ýmissa þjóðfélagshópa og stjórnmálaskoð- ana í því skyni að koma á fót bráðabirgða- samsteypustjórn, sem skipuleggja mundi kosningar til stjórnlagaþings og undirbúa lýðræðislega stjórnarskrá; 5) að koma í veg fyrir allar aðgerðir til kúgunar, refsingar eða mismunar fólks með tilliti til þess hvorum aðila það hefur fylgt að málum í stríðinu; 11) að koma aftur á eðlilegum tengslum milli Suður- og Norður-Víetnams, tryggja ferðafrelsi, bréfaskipti og frjálsa búsetu, halda uppi efnahagslegum og menningarleg- um tengslum milli landshlutanna og stefna að endursameiningu landsins skref fyrir skref með viðræðum og samningum, en án þvingana; 12) að koma á efnahagslegum, menningar- legum og stjórnmálalegum tengslum við önnur ríki, án tillits til stjórnmálalegrar og félagslegrar uppbyggingar þeirra, einnig við Bandaríki Norður-Ameríku, halda Víetnam utan allra hernaðarbandalaga og taka við allri aðstoð án pólitískra skuldbindinga. Meðal ríkja sem viðurkennt hafa bráða- birgðabyltingarstjórnina eru Alsír, Arabíska sambandslýðveldið, Kambódía, Kongó (Braz- zaville), Máritanía, Súdan, Suður-Jemen og Sýrland. Stefnuskrá bráðabirgðabyltingarstjórnar- innar er mjög í anda tillagna sem U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hef- ur lagt fram um lausn Víetnam-vandans, og væntanlega er þar að finna orsök þess hve óljúft helztu fjölmiðlum íslendinga er að segja frá þessari stjórn og þeim markmiðum sem hún keppir að! 4 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.