Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 29
sér svo fast að stórvirkjun Laxár
fremur en öðrum orkulindum á
svæðinu, að lítt rannsökuðu máli?
Enn eru aðeins um 6% af virkj-
anlegri orku á íslandi virkjuð.
Meðan svo er, getur ekki talizt
heilbrigt að einblína svo á eina
viðkvæmustu og fegurstu veiðiá
landsins, að aðrir orkugjafar séu
ekki rannsakaðir að fullu til
samanburðar, áður en áætlanir
eru gerðar og ákvarðanir tekn-
ar um framkvæmdir, ekki sízt
ef litið er á það að hlutaðeig-
andi íbúar héraðsins berjast
nær einhuga gegn þessum
framkvæmdum. Eða hversvegna
eru ekki virkjunarmöguleikar
Skjálfandafljóts rannsakaðir, áð-
ur en áætlanir eru gerðar um
vatnaflutninga þaðan? Verkfræð-
ingur Laxárvirkjunar, Sigurður
i Thoroddsen, hefur þó bent á, að
álitleg skilyrði væru til virkjunar
við fshólsvatn inn af Bárðardal.
Á Jökulsá á Fjöllum er varla
minnzt, þó að frumrannsóknir,
sem þar hafa verið gerðar, bendi
ákveðið til, að virkjunarskilyrði
þar séu mun hagkvæmari en í
Laxá. Það má varla minnast á
jarðgufuvirkjanir. Hversvegna?
Athyglisvert er þó að í forustu-
grein tímarits Verkfræðingafé-
lags íslands, 1.—2. hefti 1969,
segir að stofnkostnaður gufuvirkj-
unarinnar í Bjarnarflagi hafi að-
eins verið 10 þús. kr. á virkjað
kw. Þó er hér um mjög litla
virkjun að ræða og lélega orku-
nýtingu, en gömul og úrelt túr-
bína var keypt til orkuvinnslunn-
ar. Má ætla að þessi virkjunar-
kostnaður sé um eða yfir 50%
lægri en verða mundi hjá ráð-
gerðri Gljúfurversvirkjun. í
Námaskarði er talin virkjanleg
orka 70—100 þús. kw. Hvers-
vegna er ekki gerð fullnaðarrann-
sókn á þessum virkjunarmögu-
leikum sem og á Þeistareykja-
svæðinu? Engum getur orðið það
keppikefli að valda stórfelldum
náttúruspjöllum við öflun raf-
orku. Engin rök hníga að því að
framtíðarvelferð Norðurlands sé
háð einhverri sérstakri og e;n-
skorðaðri tilhögun virkjunar-
framkvæmda í Laxá, þegar um
margt annað er að velja.
Vatnahverfin á virkjunarsvæðinu
Skjálfandafljót er ein lengsta
á landsins. Lengd þess í byggð
er 78 km. 84 býli eiga land
að Skjálfandafljóti og vatna-
svæði þess. Neðan fossa við
Þingey hefur verið lax- og sil-
ungsveiði frá ómunatíð, til veru-
legra nytia. Nú er í undirbúningi
veiðifélagsstofnun meðal bænda
á svæðinu, til þess að hrinda af
stað fiskrækt og nauðsynlegri
fiskvegagerð fyrir göngufisk;
opnast þá leið fyrir lax og sjó-
silung um allt vatnahverfi Skjálf-
andafljóts, svo sem Djúpá, Mjóa-
dalsá, Svartá og Suðurá. Svartár-
vatn, hjá Svartárkoti í Bárðardal,
er annálað silungsveiðivatn. Það
yrði væntanlega eyðilagt með fyr-
irhuguðum vatnaflutningum; þá
færi Svartárkot, sem er fremsti
bær í Bárðardal, í eyði til mikils
tjóns fyrir byggðina. Verði berg-
vatnið tekið frá Skjálfandafljóti,
með flutningi Svartár og Suður-
ár, mundi veiði í því bíða stór-
hnekki eða eyðileggjast með öllu
og vonir bændanna um auknar
tekjur vegna fiskræktar verða að
engu. Og hvað, ef fljótinu öllu
yrði veitt úr farvegi sínum? Ekki
þyrftu vegfarendur þá að stöðva
bifreiðar sínar til þess að horfa
á Goðafoss og gleðja augað við
fegurð hans og forna frægð.
Hvernig yrðu byggðarlögin, sem
allt þetta vatn yrði tekið frá?
Uppblástur sækir á fremst í
Bárðardal; yrði ekki þessi sveit
honum auðvelt herfang þegar
rakinn, sem vatnahverfið veitir
jarðveginum, er horfinn? Þannig
mætti halda áfram að spyrja, án
þess að fá fullnægjandi svör.
Lengd Laxár, frá Mývatni til sjáv-
ar, er um 50 km. Með fiskvega-
gerð upp fyrir Laxárvirkjun
mundi opnast ca. 28 km löng lax-
veiðiá upp til Mývatns. Til við-
bótar yrði göngufiski greið leið
í Kráká og Grænalæk. Með Mý-
vatn sem uppeldisstöð gæti allt
þetta vatnahverfi orðið óviðjafn-
anlegt hvað snertir möguleika til
veiði og fiskræktar, öllum þeim
bændum til hagsbóta, er búa á
þessu svæði.
Neðan Laxárvirkjunar munu
nú vera í notkun um 20 veiði-
stengur, og mætti ætla að efri
Laxá, vel ræktuð, ásamt Kráká
og Grænalæk, gæti borið svipaða
stangatölu a. m. k. Með vaxandi
eftirspurn eftir laxveiði og hækk-
andi verði á laxi má gera ráð
fyrir að veiðihlunnindi muni
halda áfram að hækka í verði.
Hér er því mikið í húfi fyrir
þjóðarbúið, ef hinir sérstæðu
framtíðarmöguleikar svæðisins
væru nýttir á skynsamlegan hátt.
Gæði Mývatnssilungsins eru
fyrir löngu landskunn, enda hafa
fáir bændur hér á landi eins al-
mennar tekjur af veiðihlunnind-
um og bændur í Mývatnssveit.
Veiðina í Mývatni mætti þó senni-
lega margfalda með fiskrækt,
vegna hinna góðu átuskilyrða í
vatninu. Það væri því mikil
skammsýni, ef stofnað væri til
framkvæmda, sem gætu breytt
upprunalegum eiginleikum Mý-
vatns. Augljóst er af því sem að
framan er sagt, að vatnasvæði
Laxár og Skjálfandafljóts, ásamt
Mývatni, eru ekki einungis mik-
ilsvei’ður aflgjafi til vaxandi
framfara og lífskjarabóta fyrir
stóran hluta héraðsbúa, heldur
einnig og ekki síður ómetanlegur
fjársjóður til gjaldeyrisöflunar
fyrir þjóðarbúið, auk hinna ó-
beinu verðmæta sem fögur og
óspillt náttúra ber í skauti sér.
Andspyrna Þingeyinga
Upphaf að andspyrnu Þingey-
inga, vegna ráðgerðrar breyting-
ar á vatnsrennsli Laxár og fyrir-
hugaðrar stórvirkjunar við Brúar,
er að finna í fundarsamþykkt
Ve;ðifélags Laxár í apríl 1963, en
þá höfðu félaginu borizt óljósar
fregnir af ráðagerðum Orku-
stofnunar um að veita Svartá og
Suðurá í Bárðardal til Mývatns-
sveitar og þaðan í Laxá. Næstu
ár er þetta ráðgerða virkjunar- og
vatnsflutningamál til meðferðar
í veiðifélaginu af og til, þótt erf-
itt reyndist að fá fullnægjandi
upplýsingar um málið.
Árið 1966 voru virkjunarmál
Laxár enn til meðferðar í félag-
inu og stjórninni falið að skrifa
orkumálastjóra athugasemdir fé-
lagsins vegna fyrirhugaðra stór-
virkjunarframkvæmda. í febrúar
1969 var þetta mál loks til með-
ferðar hjá Veiðifélagi Laxár og
samþykkt ályktun, sem send var
Náttúruverndarráði, þar sem far-
ið var fram á stuðning þess gegn
fyrirhugaðri Gljúfurversvirkjun í
Laxá. Skömmu síðar lét stjórn
Búnaðarsambands Suður-Þing-
eyinga þetta virkjunarmál til sín
taka og gerði grein fyrir sjónar-
miðum sínum við orkumála- og
landbúnaðarráðherra.
Búnaðarsambandsstjórnin beitti
sér síðan fyrir fundahöldum með
viðkomandi búnaðarfélags- og
sveitarstjórnum í apríl 1969, þar
sem mörkuð var sameiginleg af-
staða gegn ráðgerðri fullvirkjun
Laxár, með stuðningi 46 sveitai’-
stjórnar- og búnaðarfélagsstjórn-
armanna, af 49 í þeim 6 sveitar-
félögum er ráðgerðar virkjunar-
fi'amkvæmdir myndu snerta,
kæmu þær til framkvæmda. Þessi
afstaða var síðan studd af öllum
sýslunefndarmönnum S-Þing., öll-
um bændum í Mývatnssveit, öll-
um bændum í Laxárdal, öllu full-
trúaráði Búnaðarsambands S-
Þing., öllum bændum í Veiðifé-
lagi Laxár, flestum bændum í
Aðaldal, ásamt Náttúruverndar-
ráð’, Náttúruverndarsamtökum
Norðurlands, Búnaðarfélagi ís-
lands og Þingeyingafélaginu í
Reykjavík, svo og fjölmörgum
öðrum félagasamtökum og ein-
staklingum, sem stutt hafa mál-
stað Þingeyinga á opinberum
vettvangi.
Sýnir þessi óvenjulega sam-
staða bezt hve alvarlegum augum
allur almenningur lítur á þau
óbætanlegu náttúruspjöll, sem
hljótast mundu af fullvirkjun
Laxár, með fyrirhuguðum vatns-
flutningum, vatnsmiðlun og
stíflugerð. Til frekari fram-
kvæmda í þessu örlagaríka hér-
aðsmáli boðaði sýslumaður Þing-
eyinga, Jóhann Skaptason, til
sameiginlegs fundar á Húsavík
þann 12. ágúst sl. með fulltrúum
búnaðarsambandsins og viðkom-
andi sveitarfélaga til þess að
kjósa framkvæmdanefnd, er gæta
skyldi hagsmuna sýslunnar og
hlutaðeigandi bænda varðandi
virkjun Laxár. í framkvæmda-
nefndina voru kjörnir þessir
menn: Sigurður Jónsson Yztafelli,
Sigurður Þórisson Grænavatni,
Teitur Björnsson Brún, Vigfús
Jónsson Laxamýri og Hermóður
Guðmundsson Árnesi.
Áhætta og skaðabætur
Vegna kostnaðaráætlunar þeirr-
ar, sem gerð hafði verið um hina
ráðgerðu Gljúfurversvirkjun, þar
sem gleymdist að meta hið víð-
tæka tjón af völdum fyrirhugaðr-
ar stíflugerðar, vatnsflutninga og
vatnsmiðlunar, sá nefndin sér
ekki annað fært en láta gera
bráðabirgðamat á fyrirsjáanlegu
tjóni, fyrst og fremst í Laxárdal,
sem enginn ágreiningur er um
að færi allur í eyði við þessar
framkvæmdir. Þessi ákvörðun
nefndarinnar byggðist þó ekki á
því, að henni kæmi til hugar að
Þingeyingar gæfu nokkurn kost
á að selja hluta af héraði sínu
eða skerða framtíðarmöguleika
þess á annan hátt. En þar sem
þessi hlið áætlana um Gljúfur-
versvirkjun var aldrei tekin með
í virkjunaráætlunina og enginn
til þess kvaddur af virkjunaraðil-
um eða stjórnarvöldum að vinna
þetta sjálfsagða verk, áður en
endanleg ákvörðun yrði tekin um
virkjunarframkvæmdirnar, sýnd-
ist okkur óhjákvæmilegt að fela
sérfróðum mönnum að fram-
kvæma bráðabirgðamat á vænt-
anlegu tjóni til þess að benda á
hinn óraunhæfa framkvæmda-
undirbúning virkjunaraðila. Mats-
gerðina önnuðust eftirtaldir
menn: Þórir Baldvinsson arkí-
tekt, Jónas Jónsson cand. agro.,
Þórólfur Jónsson byggingameist-
ari og Páll Magnússon lögfræð-
ingur. Skaðabótamatið beindist
fyrst og fremst að Laxárdals-
byggðinni, sem virkjunaraðilar
hafa viðurkennt að öll færi í
eyði, ef áætluð stórvirkjun við
Brúar kæmi til framkvæmda.
Laxárdalur er því allur metinn
sem ein heild, ásamt tilheyrandi
landi og fasteignum, jarðhita og
veiðihlunnindum. Til hliðsjónar á
mati landsins voru lögð til grund-
vallar eignarnámsmöt, sem fram-
kvæmd hafa verið af dómurum
Hæstaréttar, enda þótt þau séu
29