Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 32
sinn svip á Laxá. Heimkynni hús- andarinnar eru hvergi í Evrópu nema við Mývatn og Laxá. Væri átuskilyrðum hennar spillt með vatnsflutningum og þar með eyði- leggingu botngróðursins, vofir al- gjör tortíming yfir þessum glæsi- lega fugli. Fegurð Mývatnssveitar og Mý- vatns þarf ekki að lýsa, hún er alkunn öllum íslendingum. — Hvergi er fegurri fjallasýn og hvergi er önnur eins fjöl- breytni í hraunmyndunum og í hraununum kringum Mývatn. Dimmuborgir, Kálfastrandarvog- ar, Grjótagjá, Stóragjá, Hver- fjall eru draumalönd ferðamanna og náttúruskoðara. Við Mývatn verpa allar andategundir, sem gista ísland. Framengjar, sem nú er stefnt í hættu með fyrirhug- uðum vatnsflutningum, er gróð- ursælt engjaflæmi með stórvöxn- um víði suðvestur af Mývatni. Þetta landsvæði er sannkölluð fuglaparadís, þar verpa um 30 fuglategundir við hagstæðustu skilyrði sem íslenzk náttúra hefur uppá að bjóða. í tilefni af ráðgerðri Gljúfur- versvirkjun og áhrifum hennar á náttúrufar á fyrirhuguðu virkjun- arsvæði hefur stjórn Náttúru- verndarsamtaka Norðurlands samið greinargerð um þetta mál, en þar segir m. a.: „Það er einróma sjónarmið stjórnarinnar, að Laxá í Þing- eyjarsýslu sé með allra mestu gersemum íslenzkrar náttúru, og þótt víðar sé leitað. Það væri því óbætanlegt glapræði, ef henni eða næsta umhverfi hennar yrði spillt á einhvern hátt. Sama gildir að sjálfsögðu um Mývatn og um- hverfi þess. Við teljum því, að virkjunarkostnaður megi fyrir engan mun verða ráðandi um gerð þessarar virkjunar, heldur verði þar einnig að taka verulegt tillit til náttúruverndarsjónar- miða. Við viljum einnig vekja at- hygli á því, að vatnakerfi þetta er svo verðmætt og arðgæft í sinni núverandi mynd, að fram- leiðsla ódýrrar raforku getur naumast réttlætt skemmdir, enda byggist afkoma fólksins í fjöl- byggðu héraði nú þegar að veru- legu leyti á því.“ Ferðamannaland ísland gæti orðið sannkallað ferðamannaland. Á hverju ári fjölgar þeim stöðugt, sem geta veitt sér þann unað að eyða sum- arleyfi sínu í ferðalög til fjar- lægra landa. Sérstakt náttúrufar, tignarleg fjöll og fengsæl veiði- vötn ásamt heilnæmu lofti, er sá segull sem dregur ferðamenn til landsins. Fá norðlæg lönd búa yfir meiri möguleikum til þess að auka ferðamannastrauminn í framtíðinni. Þingeyskar byggðir og öræfaslóðir þeirra búa yfir mörgum af þeim fjölþættu mögu- leikum, sem ísland hefur uppá að bjóða á þessu sviði. Mývatns- sveit og Laxá eru óskalönd ferða- manna og náttúruskoðara, ásamt Jökulsá og Öskju. Byggðin með- fram Skjálfandafljóti býr einnig yfir lítt notuðum möguleikum á þessu sviði með aukinni fisk- rækt. Ef ferðamannaaðstaða Þingeyjarsýslu væri hagnýtt á réttan hátt með fullkominni ferðamannaþjónustu, gæti það orðið aflgjafi nýrrar atvinnu- greinar, sem skapað gæti þjóð- inni hundruð milljóna í árlegar gjaldeyristekjur. Þessir möguleik- ar eru þó auðvitað háðir því, að ekki verði unnin varanleg spjöll á náttúrufari héraðsins, því hug- ur ferðamannsins beinist ekki að verksmiðjum og annarri mann- virkjagerð, heldur hinni ósnortnu náttúru. Kísilgúrverksmiðjan í Mývatns- sveit er táknrænt dæmi um þetta. Sú framkvæmd á þessum stað vekur að vonum andúð og undrun erlendra gesta, sem koma úr menguðu lofti iðnlandanna til þess að teyga að sér heilnæmt fjallaloft úti í óspilltri náttúr- unni, þar sem tækni nútímans og verksmiðjugnýr hafa ekki sett sitt brennimark á umhverfið. Þjóðin þyrfti að gera sér grein fyrir hinum stórkostlegu mögu- leikum á sviði ferðamála áður en iðnvæðing nútímans hefur heltekið hana svo, að hún gleymi gildi íslenzkrar náttúrufegurðar fyrir þjóðarbúskapinn. Verðgildi útilífs í þingeyskum byggðum er vissulega ómetanlegt og marg- falt meira en orkuvinnslumögu- leikar Laxár. Skyldur og ábyrgð Hver ábyrgur borgari nútímans, sem hefur land eða landsnytj- ar til afnota um lengri eða skemmri tíma, verður að gera sér grein fyrir skyldum sínum við landið og framtíðina. Þessi skylda hvílir nú þungt á Þing- eyingum, þar sem þeim hefur verið falin varðveizla óvenju dýr- mætra náttúruverðmæta sem ekki er óverulegur hluti af landinu og þjóðarauðnum — fjársjóði framtíðarinnar. í áliti stjórnar Náttúruverndarsamtaka Norður- lands, sem skipuð er Helga Hall- grímssyni safnverði, Akureyri, Hirti Eldjárn bónda, Tjörn, Árna Sigurðssyni sóknarpresti, Blöndu- ósi, Agli Bjarnasyni ráðunauti, Sauðárkróki og Jóhanni Skapta- syni, Húsavík, segir svo um þessa ábyrgð í greinargerð með frum- varpi til nýrra náttúruverndar- laga fyrir Laxár- og Mývatns- svæðið, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi: „Hver sem varðveitir land ber ábyrgð á því gagnvart samfélagi sínu, þjóðfélagi og öllu mannkyni. Menn geta ekki leng- ur afsakað sig með vanþekkingu, til þess er upplýsingin orðin of mikil. Þeir, sem valda varanleg- um spjöllum á landi eða lífi að þarflausu eða þarflitlu, munu hljóta sinn dóm fyrir það, þótt enn séu slíkir dómar ekki kveðn- ir upp af dómstólum, en ekki einasta þeir verða dæmdir, heldur allt samfélagið, sem þeir tilheyra. Þeir, sem nú búa á Laxár-Mý- vatnssvæðinu, bera frumábyrgð á því að þar verði engu spillt, en sveitarfélög þeirra og sýslufélög bera einnig sína ábyrgð, og loks eru allir íslendingar ábyrgir fyr- ir varðveizlu svæðisins." Nú vill svo til, að bændur og sveitarfélög eru í varnarstöðu gagnvart utanaðkomandi hags- munum, sem sækjast eftir því að hagnýta auðlindir náttúrunnar á þessu svæði með því að breyta þeim varanlega. Það er skylda þjóðfélagsins að koma þeim til hjálpar með lagasetningu sem þeirri, er felst í frumvarpinu. Bregðist þjóðfélagið þeirri skyldu, verður það óhjákvæmi- lega lýst ábyrgt fyrir skemmd- unum. Arfleifð og sögulegt gildi Sögulegt gildi byggðarinnar í landinu er á margan hátt merki- legt. Hefur verið talið, að nátt- úrufegurð Þingeyjarsýslu og sér- stætt svipmót hafi átt sinn þátt í því að örva andlega menningar- viðleitni og skáldskaparhneigð. Mývatnssveit og Laxá hefur löng- um verið kært yrkisefni þing- eyskra skálda og málsnjallra hag- yrðinga. í þessum byggðum hófst merkileg félagsmálasaga, sem lengi mun verða minnzt. í Laxár- dal eru margir sögufrægir staðir, sem ber að varðveita til minja um hina horfnu frumherja og skáld. Samtíð vorri væri það til ævarandi óvirðingar, ef þessum sögufrægu minjum væri sökkt í djúpið svo þær sæjust ekki framar. Kvæði skáldkonunnar frá Auðn- um, sem elskaði dalinn sinn fagra og ána, mundi þá hljóma sem hjáróma rödd í eyðimörk, þar sem hún segir m. a. í kvæði sínu „Gefðu mér jörð“: Gefðu mér lind. og lítinn fugl, sem Ijóðar um drottins frið, meðan sólin á morgni ris við mjúklátan elfar nið. Kyrrlátan dal með reyr og runn, rœtur og mold og sand. Sólheita steina, ber og barr — blessað ósnortið land. Slíkt hið sama mætti segja um hið fræga kvæði Sigurðar á Arn- arvatni, „Blessuð sértu sveitin mín“, ef sveitinni hans — sjálfri Fjalladrottningunni — væri sökkt í vatn, þar sem fuglalífið er fjölskrúðugast á öllu landinu. Líf vort væri sviplaust og til- gangslítið, ef efnishyggjan blind- aði oss svo, að vér hættum að meta fegurð umhverfisins þar sem hún rís hæst. Viðhald fegurð- arinnar, hvar sem hún birtist, gef- ur lífinu aukið gildi og tilgang. Með lögum skal land byggja Af því sem nú hefur verið sagt ætti flestum að vera ljóst, að lagalegan og vísindalegan grund- völl skortir til þess að þvinga fram hin glæfralegu virkjunar- áform í Laxá. Hér er um ein- stætt mál að ræða, sem á sér ekkert fordæmi í þjóðarsögunni. í fyrsta skipti í sögu landsins eru gerðar áætlanir um að vaða inn í annað hérað til þess að eyða þar heilli byggð, breyta náttúru- fari, flytja fallvötn og skapa hugs- anlega lífshættu fyrir fjölda fólks með ónauðsynlegri framkvæmda- tilhögun. Allar þessar ráðagerðir eru undirbúnar án þess að veita héraðsbúum tækifæri til að gæta réttar síns. í þessu felst meiri óbilgirni og lítilsvirðing en nokkru öðru héraði hefur áður verið sýnd. Að tileinka sér einskonar léns- skipulag hinna fornu héraðshöfð- ingja í þessu máli gagnvart Þing- eyingum er ekki í samræmi við nútímaviðskiptahætti og réttar- far, sem borgurum þjóðfélagsins er tryggt með lögum. Gegn slíkri yfirdrottnun var risið til forna með hinum kreppta hnefa Ófeigs í Skörðum. Gegn henni mun einnig verða staðið nú af hálfu Þingeyinga, þótt fulltrúar fjöl- býlissjónarmiða telji sér sæma að vinna að röngu máli í því trausti að þeim takist að sigra. Þingeyingar hafa hafnað léns- skipulaginu. Þeir munu halda á- fram að standa á réttinum — þeim rétti sem Jón Sigurðsson og Þingeyingurinn Páll í Skriðu stóðu á frammi fyrir konungs- valdinu forðum. Héraðið, frelsið og mannréttindin munu þeir halda áfram að verja — arfleifð- ina sem enginn getur frá þeim tekið. Á þennan hátt vilja Þing- eyingar minnast Náttúruverndar- ársins 1970 og heita á alla góða íslendinga sér til stuðnings í bar- áttunni. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Nú er reitt svo hátt til höggs gegn lífinu sjálfu og verð- mætum þess, að þjóðinni ber skylda til að koma í veg fyrir þá skemmdarstarfsemi, sem nú er undirbúin gegn einni fegurstu perlu, sem lögð hefur verið í lófa náttúruvísinda á íslandi. Hermóður Guðmundsson. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.