Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 40
iiennar, alla leið frá upptökum, þar sem hún fellur fyrst lengi vel í stríðum strengjum og hringið- um milli grænna blómskrýddra bakka og hraunhólma vöxnum víði og hvönn, og þar til hún sameinast brimgarðinum fyrir botni Skjálfanda. En það er ekki náttúrufegurðin mætti sennilega leysa þann vanda með því að leiða afgangs- orku frá Búrfellsvirkjun norður. Náttúruverndarráð hefur þegar lýst sig algerlega andvígt því, að hafizt verði handa um frekari framhaldsvirkjanir í Laxá áður en fram hefur farið alhliða at- hugun á því, hvaða líffræð’leg Húsandarhreiður við Mývatn. ein, sem veldur mestu um sér- stöðu Laxár meðal íslenzkra straumvatna, heldur einnig hinn mikli og fjölskrúðygi gróður og dýralíf árinnar, en þetta á hvort tveggja rætur sínar að rekja til lífsuppsprettunnar miklu, Mý- vatns. Það skal tekið fram, að ég hef aldrei veitt fisk á stöng. Mat mitt á Laxá mótast því ekki af ástríðu veiðimannsins, þótt ég á engan hátt vilji gera lítið úr gildi úti- vistar og hressingar stangveiði- manna við fögur straumvötn. En þeim mun meiri kynni, sem ég hef haft af Laxá, þeim mun sann- færðari hef ég orðið um, að Laxá væri ein af fáum ám landsins, ef ekki sú eina, sem aldrei hefði átt að hrófla við og aldrei eigi að hrófla við framar. Því er það skoðun mín, að nú beri að spyrna við fótum og koma í veg fyrir, að spjöll verði unnin á Laxá fram yfir það sem þegar er orðið. Við höfum ekki efni á að fórna þess- um dýrgrip fyrir stundarhags- muni. Ég hef fullan skilning á raf- orkuþörf Akureyringa og annarra Norðlendinga, en ef vilji er fyrir hendi, hlýtur að vera hægt að leysa þann vanda án þess að eyðileggja Laxá. Meðan 94% af vatnsorku landsins eru enn ónýtt, og meðan jarðhiti hefur ekki ver- ið nýttur til orkuvinnslu nema að sáralitlu leyti, hlýtur að vera hægt að ráða fram úr þessum vanda. Að minnsta kosti trúi ég ekki öðru fyrr en í fulla hnef- ana. En ef mjög bráð þörf er á aukinni raforku á Norðurlandi, áhrif hver áfangi slíkra virkjana kunni að hafa á vatnakerfi Mý- vatns og Laxár og svæði þau, sem að því liggja. Bendir Náttúru- verndarráð á, að slíkar athuganir hafi ekki farið fram, og verði það að teljast óviðunandi, þegar haft sé í huga, hve mikilvægt þetta svæði sé frá náttúrufræðilegu sjónarmiði og hve náttúrufegurð sé þar víða mikil og sérstæð. Áætlanir Laxárnefndar telur Náttúruverndarráð mjög var- hugaverðar, því að mikil hætta sé á því, að með slíkum aðgerð- um verði hinum upprunalegu ein- kennum Laxár stórspillt. Jafnvel smávægileg röskun á lífsskilyrð- um í Laxá geti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir gróður og dýra- líf árinnar og valdið margvísleg- um truflunum öðrum. Þá hafa Samtök um náttúruvernd á Norð- urlandi einnig andmælt áætlun- um Laxárnefndar, að verulegu leyti á sömu forsendum og Nátt úruverndarráð. Ósagt skal látið, hver áhrif þessi andmæli kunni að hafa á gang þessa máls, en eitt er víst, og það er, að almenningsálitið er andvígt því, að unnin séu stór- felld náttúruspjöll að óþörfu. Og fyrr eða síðar verða þeir, sem taka lokaákvarðanir í svona mál- um, að beygja sig fyrir þeirri staðreynd. Það er nú einu sinni svo, að það tiáir ekki til lengdar að líta á hvert mál með ,.gagn- augunum" e;num. Það verður einnig að taka stöku sinnum tillit til þeirra verðmæta, sem ekki verða metin til fjár. Finnur Guðmundsson. Flestir munu sammála um nauðsyn íslendinga að bæta sem mest lífskjör hér á landi, þannig að þau haldist í hendur við fram- farir í nágrannalöndum okkar. Al- mennt er talið, að þetta þýði hlutfallslega framleiðsluaukningu í atvinnugreinum öðrum en sjáv- arútvegi í núverandi mynd. Marg- ar leiðir virðast liggja að þessu marki, og er ein þeirra sú að nýta aðstöðu þá, sem hér er til framleiðslu tiltölulega ódýrrar raforku með virkjun fallvatna. Hafa viðkomandi opinberir aðilar nýlega gert heyrum kunnugt á- ætlanir, sem alllengi hefur verið unnið að, um virkjun íslenzkra fallvatna í heild, og ennfremur áætlanir um fullvirkjun tveggja fallvatna sérstaklega. En það eru vatnasvið Þjórsár og Laxár í Þingeyjarsýslu. Ýmsar ástæður munu vera til þess, að áætlanagerð þessari hef- ur verið hraðað eftir föngum. Kemur þar til m. a. ótti við vax- andi samkeppni annarra orku- gjafa, einkum kjarnorku. Hag- kvæmniáætlanir eru allar miðað- ar við orkuverð sem slíkt, en ekk- ert tillit hefur verið tekið til margvíslegra hliðarverkana þessara fyrirhuguðu orkufram- kvæmda. Ég er í hópi þeirra, sem hafa furðað sig á framkvæmd undir- búningsrannsókna við þessar bylt- ingarkenndu virkjanaáætlanir, og ég leyfi mér að efast um þjóð- hagslegt gildi þeirra tveggja virkjanaáforma, sem hér verða rædd. Þá tel ég fyllstu ástæðu til að vara við þeirri skammsýnu fá- fræði og þröngsýni, sem einkenn- ir áætlanirnar um að eyðileggja tvö höfuðdjásn íslenzkrar nátt- úru. Æ fleiri gera sér nú Ijósa þá miklu hættu, sem einhliða og tillitslaus beiting nútíma tækni- fræði hefur í för með sér fyrir manninn og allt líf á jörðinni. Áætlaðar virkjanir Laxár í Þingeyjarsýslu í greinargerð svokallaðrar Lax- árnefndar, sem út kom í septem- ber 1969, er fjallað um fyrirhug- aðar virkjunarframkvæmdir við Laxá. En þær áætlanir fela m. a. í sér flutning tveggja bergvatns- áa — Suðurár og Svartár, sem nú falla í Skjálfandafljót — um Kráká í Laxá. í beinu framhaldi af þessum framkvæmdum stend- ur svo fyrir dyrum fullnýting Laxár. Þessi fullnýting þýðir m.a. stíflugerð við Hofsstaði og virkjun við Brettingsstaði í Lax- árdal, auk þess sem Skjálfanda- fljóti verður veitt inn á vatna- svið Laxár. Fyrirhugað lón við Gljúfurversvirkjun verður því miðað við róttæka röskun á vatnasviði Laxár og Skjálfanda- fljóts. Afleiðingar af framkvæmd áætlunarinnar eru einkum þrí- þættar: í fyrsta lagi röskun á bú- setu, einkum í Laxárdal þar sem allmargar jarðir fara undir vatn. í öðru lagi gereyðilegging efri hluta Laxár. Hún yrði ýmist leidd í skurðum eða jarðgöngum milli uppistöðulóna. Samsetning vatns- ins í Laxá yrði auk þess allt önn- ur og óhagstæðari en nú er og afleiðingar fyrir allt líf í ánni ófyrirsjáanlegar. í þriðja lagi má gera ráð fyrir, að vatnsmiðlun Mývatn breytist, og yrði því um að ræða bein áhrif á lífverusam- félög vatnsins. Alvarlegust spjöll á lifandi náttúru yrðu sennilega á Framengjum sunnan Mývatns, en engjarnar eru meðal merki- legustu votlendissvæða þessa lands. Þá munu spjöll á efri hluta Laxár hafa í för með sér stór- fækkun og sennilega útrýmingu húsandarinnar hér á landi. ís- lenzki húsandarstofninn telur inn- an við 1000 varppör og byggir tilveru sína að miklu leyti á efsta hluta Laxár. Utan íslands finnast húsendur aðeins sem strjálir varpfuglar í Klettafjöllum, frá Alaska til Norður-Kaliforníu og Kólóradó. Óvíst er um fjölda 'hús- andarinnar í Norður-Ameríku, en íslenzki stofninn er örugglega álitlegur hluti alls húsandar- stofnsins. Mývatnssveit og umhverfi henn- ar verður að teljast einstakt fyr- irbæri hér á jörð, bæði vegna sérstæðra jarðmyndana og fjöl- skrúðugs gróðurs og dýralífs. Einkum er Mývatn þekkt sem ó- viðjafnanleg fuglaparadís og þýð- ingarmikil uppeldisstöð andfugla, en þar verpa að jafnaði um 15— 20.000 andapör af 15 tegundum. Svæð;ð sem heild er menningar- arfur, sem íslendingum ber að gæta fyrir ókomnar kynslóðir. Margir láta sér þó í léttu rúmi 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.