Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 28
Hermóður Guðmundsson: Mei lögum skal land byggja ^ Lögvernduð mannréttindi Frelsi borgaranna er skýrt markað í stjórnarskrá ríkisins. Þar eru ákvæði um réttindi og skyldur löggjafans gagnvart rétti borgaranna í þjóðfélaginu til þess að lifa lífi sínu og velja sér at- vinnu og starfsvettvang að eigin vilja og mati. Þessi borgaralegu réttindi eru m. a. tryggð í 67. og 69. gr. stjórnarskrárinnar um at- vinnufrelsi og friðhelgi eignar- réttarins. Margskonar löggjöf til- greinir nánar þessi réttindi borg- aranna og skyldur löggjafans gagnvart þeim. í vatnalögum segir m. a.: „Vötn öll skulu svo renna sem að fornu hafa runnið“. Þar stendur einnig: „Ef talið er að fyrirtæki muni valda hættu, óhagræði eða tjóni, má ekki leyfa það nema að ætla megi, að hagur af því verði mun meiri en sem hættu, tjóni eða óhagræði nemi.“ í sveitarstjórnarlögum eru sér- stök svofelld ákvæði um verksvið sýslunefnda: „að annast álitsgerð- ir um mál, sem varða einstaka hreppa eða sýsluna, enda skal engu slíku máli til lykta ráðið, fyrr en álitsgerðar sýslunefndar hefur verið leitað.“ Varðandi mál það — Laxár- virkjunarmálið — sem hér verður leitazt við að skýra frá réttarfars- legu, siðfræðilegu, hagfræðilegu, náttúrufræðilegu og líffræðilegu sjónarmiði, er hvorki almennings- Séð niður Laxárdal frá Helluvaði. þörf né lagalegur grundvöllur fyrir hendi til fyrirhugaðra stór- framkvæmda við Laxá, á þann hátt sem ráðgert er. Til þess að gera framkvæmd þessa mögu- lega mundi þurfa svo víðtæka eignarnámslöggjöf og stórkost- lega eignaupptöku og atvinnu- sviptingar hjá fjölda bænda, að hinn „hagkvæmi" grundvöllur mundi bresta gjörsamlega, og hvorki stjórnarskráin né Alþingi mundi leyfa svo víðtækt eignar- nám og mannréttindaskerðingu. Á grundvelli ákvæða stjórnar- skrárinnar um frelsi borgaranna fer starfs- og stéttaskipting innan þjóðfélagsins fram: Bæir og borg- ir myndast, fólk býr sér bólfestu, stofnar eigin heimili og velur sér framtíðaratvinnu á grundvelli ákvæðanna um friðhelgi eignar- réttarins, eftir því sem hugur hvers og eins stefnir til og önnur aðstaða leyfir. Þannig er þessu einnig farið í sveitum landsins, þótt á nokkurn annan hátt sé. Þar velur bóndinn sér einnig heimili og starfsvettvang, sem krefst meiri og staðbundnari fjár- festingar en almennt gerist í landinu, í ræktun, byggingum og vélakosti, auk sérstakrar sérþekk- ingar og starfsreynslu, sem hann aflar sér til þess að tryggja lífs- hamingjuna. Þetta gerir það að verkum, að mun erfiðara er að skipta um starf og búsetu í landbúnaði en gerist í öðrum atvinnugreinum þjóðl'élagsins. Auk þess er at- vinnusvið bóndans í nánari snert- ingu við landið og náttúruna en starfssvið annarra stétta. Svipmót landsins og gróðursins verður því einskonar hluti af hugarheimi hans í daglegu starfi og samskipt- um við gróðurmoldina — sjálfan grundvöll lífsins á jörðinni. Frá landnámsöld og framundir vora daga lifði íslenzka þjóðin ein- göngu á landinu og kostum þess. Annað var ekki að 'hafa, og hver maður varð að nýta allt það sem aflað varð, án þess að hugsa um afleiðingarnar. Hið gróðursæla og skógivaxna land var hvarvetna rányrkt, til óbætanlegs tjóns fyr- ir gróðurinn og dýralífið. Þetta var gert af vanþekkingu og illri nauðsyn í fátækt og harðæri til þess að halda lífi í fólki og fén- aði. Breytt lífsviðhorf, tækni og þekking veita þjóðinni í dag gull- in tækifæri til þess að bæta fyrir það, sem misgert hefur verið við landið á fyrri tímum, með ræktun og aukinni náttúruvernd. Hlut- verk bænda í landinu er þjóð- hagslega mjög mikilvægt á þessu sviði. Meðan þeir bregðast ekki skyldu sinni að bæta landið og auka framtíðarmöguleika þess til hagsældar fyrir þjóðarbúið, er enginn grundvöllur til þess fyrir ríkisvaldið að framkvæma eign- arnám á jörðum þeirra í þeim tilgangi að sökkva þeim á kaf í vatn eða rýra búskaparskilyrði þeirra svo að þær verði óbyggi- legar. Hitt væri sönnu nær að verja rétt þeirra, sem enn vilja byggja sveitir landsins, í sam- ræmi við stjórnarskrána og stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna um al- menn mannréttindi, sem ísland er aðili að. Ekkert þjóðfélag, sem viðurkennir þessi grundvallar- mannréttindi, hefur leyfi til að þvinga fram framkvæmdaáform, sem sviptir fjölda manns eign- um sínum og atvinnufrelsi, og beita á þann hátt einskonar út- rýmingaraðferð gegn stóru og fjölbýlu héraði, algjörlega að á- stæðulausu. Virkjunaráætlanir Fyrirhuguð Gljúfurversvirkjun í Laxá er ráðgerð, í stórum drátt- um, á eftirfarandi hátt: Gera á 800 m löng jarðgöng í austur- barmi Laxárgljúfurs úr stíflulóni í fyrirhuguð stöðvarhús, sem á að reisa þar í berginu. Síðan á að gera mikla jarðvegsstíflu þvert yfir Laxárgljúfur í tveim áföng- um upp í 57 m hæð, en fyrir ofan hana á að myndast ca. 10 km2 uppistöðulón, 15 km á lengd, og vatnsmagnið mundi þá verða 180 milljón m3. Til aukningar á vatni í Laxá er áætlað að veita Svartá og Suðurá í Bárðardal, til stór- kostlegrar vatnsmiðlunar, í uppi- stöðulónið og er þessi vatnaflutn- ingur lokaþáttur virkjunarfram- kvæmda við Brúar, sem eiga að skila eftir fimm áfanga 54 Mw raforku. Með þessu á þó ekki að nema staðar með virkjanir i Laxá. Fyrirhugað er að virkja allt fallið frá Mývatni, að undan- skildum aðeins 15 m. Til aukning- ar á orku Laxár er Svartár- og Suðurárveita ekki talin nægileg, heldur gera nýjustu áætlanir ráð fyrir því að þverstífla Skjálfanda- fljót suður af Bárðardal og leiða mestallt vatnsmagn þess ásamt báðum bergvatnsánum norðaust- ur í Sellönd og Grænpollamýri að Sandvatni vestan Mývatns- sveitar og mynda þar gríðarlegt uppistöðulón með tilheyrandi mannvirkjagerð. Síðan á að leiða það niður hjá Gautlöndum og í Laxá. Þetta ráðgerða lón milli Bárðardals og Mývatnssveitar, sem á að verða enn stærra en allt Mývatn, mundi sökkva mjög miklu gróðurlendi suðvestan við Mývatnssveit. En víðar skal leitað fanga um vatnaflutninga til Laxár, og er þá leitað austur fyrir Hvamms- heiði í Mýrarkvísl í Reykjahverfi, sem nú er verið að rækta upp með laxi, og nýlokið er við að gera mjög kostnaðarsaman fisk- veg upp yfir Þverárfossa. Orku- málasérfræðingar hafa bent á ,,hagkvæma“ stíflugerð í Mýrar- kvísl hjá Klambraseli til þess að safna saman öllu vatni úr Kringluvatni og Langavatni, sem síðan yrði leitt úr væntanlegu uppistöðulóni í jarðgöngum niður í Laxá, ofan við hin miklu fyrir- huguðu stíflumannvirki Gljúfur- versvirkjunar. Aðrar orkulindir Hversvegna beitir Orkustofnun 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.