Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 57
hér dvalið góðá stuhd. síðari var ekið áfram og komið til bæjarins Kvarely klukkan 16.30. Þar voru skoðaðar kaupfélagsbúðir og síðan heimili Ilja Tsjavtsjavadze, sem uppi var 1837—1907, en heimilið hefur nú verið gert að safni. Tsjavtsjavadze var skáld og stjórnmála- maður í Georgíu og einskonar höfundur að bókmenntalegri tungu Georgíumanna. Mætti að sumu leyti líkja honum við Fjölnismenn á íslandi, enda uppi á svipuðum tíma. Síðan var ekið út fyrir bæinn að rótum fjalls, en þar hafði verið komið fyrir vínkjall- ara einum miklum, Var hann grafinn langt inn í fjallið. Var okkur tjáð, að þetta myndi vera einn stærsti vínkjallari veraldar. Ofar í fjallinu var veitingahús, sem byggt var fyrir 2—3 árum. Var okkur tjáð, að þangað kæmu vínkaupendur til þess að smakka á vínum og gera kaup. Alþjóðleg vínráðstefna var lialdin hér á árinu 1968 og okkur var sagt, að georgískt konjak hefði fengið fyrstu verðlaun á ráðstefnu þessari. Var nú boðið til kvöldverðar, og skemmtu georgískir tónlistarmenn og dansarar. Var þetta mikil veizla, og við höfðum þegar kom- izt að raun um, að gestrisni þeirra Georgíu- manna var með ólíkindum. Ekið var svo til baka til Tibilísí og komið þangað um miðnætti. Tibilísí — Górí — Kútaísí Mánudaginn 25. ágúst er lagt af stað vestur á bóginn. Við skoðuðum fyrst neðanjarðar- brautina í Tibilísí. Hún er mjög falleg, hrein og minnir á neðanjarðarbrautina í Moskvu, sem talin er fegurst sinnar tegundar i heim- inum. Morgunverður var snæddur úti við lítið veitingahús, skammt fyrir utan Tibilísí. Siðan komum við í borgina Mtsketa, 30 km fyrir norðan Tibilísí. Mtsketa var höfuðborg Georgíu fram á 5. öld. Patríarkinn í Georgíu hafði hér aðsetur um aldaraðir eða fram á 14. öld. Kristni barst fyrr til Georgíu en flestra annarra landa. Heilög Nína, Kappa- dókíustúlka, flutti kristni til landsins árið 324. í Mtsketa er fræg kirkja, Sveti Tskhovellr (tré lífsins), sem byggð var á 1,1. öld úr sedrusviði. Kirkja þessi var síðar endurbyggð úr steini. í henni eru grafnir þrir konungar Georgíu. Við sáum kirkjuna tilsýndar, en ekki vannst tími til að skoða hana. Farið var með okkur í blómagarð, sem 96 ára öld- ungur hafði gert og ræktað þar um 900 teg- undir plantna. Garðurinn er mikið listaverk, sérstaklega umbúnaður blóma og plantna. Við hittum gamla manninn, sem var hress, þrátt fyrir háan aldur, en sagt er að fólk geti orðið háaldrað í Georgíu. Næsti bær, sem við komum í, var Górí, íbúar um 18.000. Bær þessi er frægur vegna þess að hér fæddist Jósef Dzjúgasjvíli — betur þekktur undir nafninu Jósef Vissarjónó- vitsj Stalín — árið 1879. Við skoðuðum fæðingarstað Stalíns, sem nú er safn, fátæklegt hús, 3 lítil herbergi. Byggt er utan um húsið til þess að það varð- veitist betur. Við húsið er stór og vegleg bygging, „Stalín-safnið“, en það var lokað (á mánudögum). Faðir Stalíns var fátækur skósmiður, sem dó þegar Stalín var 11 ára. Móðir hans, Ékaterína, var þvottakona, ólæs, en heittrúuð. Eftir að hún toiafði misst 3 börn, eignaðist hún Stalín, sem var einkasonur. Stalín var alinn upp í kristni og guðsótta, og þegar hann var 15 ára var hann sendur til Tibilísí í guðfræði- skóla. í iþeim skóla hneigðist hann að sósial- ískum áhrifum, og skömmu áður en hann útskrifaðist úr skólanum, var hann rekinn vegna „ótryggra skoðana". Æviatriði Jóseis Stalins eru almenningi kunn í stórum drátt- um. Við stönzuðum snöggvast á aðaltorginu í Selið við veizluborð úti i skógi. Andspœnis islenzku gestunum og túlki þeirra situr Nikolaí K. Djava- hidze, forseti Samvinnusambands Georgiu. verð í sveitaþorpi, og þangað komum við klukkan 10.30. Morgunverður var snæddur í kaupfélagsveitingahúsi. Markaður var skammt frá þorpinu. Þangað komu bændur með af- urðir sínar til sölu. Ekki gafst tími til að skoða markaðinn, en það hefði verið forvitnilegt. Það tók um tvær klukkustundir að snæða morgunverðinn, ef morgunverð skyldi kalla. Hér var framborinn mikill veizlumatur, marg- ir georgískir réttir, sem voru forvitnilegir, og ávextir voru fjölbreytilegir, en mikil ávaxta- rækt er stunduð í Georgíu. Við skoðuðum kaupfélagsbúðir að loknum snæðingi, en þær eru opnar á sunnudögum. Síðan var ferðinni haldið áfram austur á bóginn. Við komum í bæ einn fornan, þar sem gaf að lita virkisgarða frá því árið 300. Hluti bæjarins stendur uppi í hæðum, en hinn hlutinn niðri á sléttu. Hiti var mikill, um 35 stig á Celsíus. Hengibraut lá milli bæjarhlutanna. Niðri á sléttunni skoðuðum við bjórverk- smiðju sovézka samvinnusambandsins. Var gott að koma þar inn í svalara loft, því nú var hitinn kominn í um 40 stig. Verksmiðja þessi var nýleg og vélar voru frá Tékkó- slóvakíu. Eftir að hafa skoðað verksmiðjuna var boðið upp á bjór og setzt að veizluborði, enda þótt stutt væri síðan við snæddum morgunverðinn stóra í sveitaþorpinu. Var hafði verið komið fyrir veizluborði. Nú var rökkvað, en ljósum hafði verið komið fyrir, er lýstu upp borðið. Við vorum hér 12 saman. Nikolai Djavahidze stjórnaði þessari sérstæðu veizlu. Við vorum hér í 1600 metra hæð, en hitinn var ósköp hæfilegur. Við höfðum kynnzt gestrisninni í Úzbekistan og fannst stundum nóg um, þegar kom að mat og drykk. En ekki virtist halla neitt á þá hér í Georgíu. Við sátum hér úti í skóginum við mat og drykk í 2% tíma. Það er ævaforn siður í Georgíu að drekka úr silfurbúnum hornum, svipað og gerðist meðal vikinga. Horn voru nú borin fram og látin ganga á milli manna. Varð hver og einn að rísa úr sæti cg halda skálarræðu, áður en drukkið var úr horninu. Tæma varð homið, ef menn vildu ekki verða menn að minni. Það var fullt tungl, og gerði það sitt til þess að skapa umhverfinu töfrablæ. Vinur okkar Nikolaí lét drekka minni þeirra, sem í fyrsta skipti höfðu stigið fæti á tunglið. Við komum á hótelið um miðnætti, og var þá gott að halla sér á eyrað. Á morgun skyldi leggja af stað í ökuferð til Austur-Georgíu. Ferð til Kvarely Sunnudagur 24. ágúst. Við lögðum af stað frá Tibilísí kl. 9 um morguninn í tveimur bifreiðum. Ákveðið var að snæða morgun- Gelati-kirkjan við Kútaisi 5T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.