Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 23
vekjandi myndir af framtíð mannsins á jörSinni, af mönnum með gasgrímur í reykjarsvælu. Tækniþróunin hefur verið talin af hinu illa, einskonar djöfulsins vélabrögð sem að lokum myndu tortíma mannskepnunni. Talað er um „virkjunaræði" verkfræðinga og fjandinn málaður á vegginn á hinn fjölbreytilegasta hátt. Enda þótt hraði tækniþróunar- innar og alvarleiki umhverfis- vandans geri slík viðbrögð að ýmsu leyti skiljanleg, er samt ljóst að í þessa átt er ekki að leita lausnarinnar. Jákvæð af- staða verður hér að koma til sem annarsstaðar. Ég hygg, að við ró- lega yfirvegun og mat á mála- vöxtum hljóti flestir að geta orð- ið sammála um, að allar skynsam- legar umræður um náttúruvernd eigi að byggja á eftirtöldum grundvallaratriðum: (1) Náttúruvernd eraðeinsvegna mannsins. Vernd náttúrunn- ar er ekkert markmið í sjálfu sér. Hún á aðeins rétt á sér í þeim mæli sem hún er for- senda velferðar mannsins á jörðinni í nútíð og framtíð. '(2) Manninum er rétt að hag- nýta sér náttúruna, dauða og lifandi, sér til velfarnaðar, móta í því skyni umhverfi sitt og taka stjórnun þess í sínar hendur. (3) „Aðeins með því að hlýða lög- um náttúrunnar getur mað- urinn haft stjórn á henni". i(4) Engin leið liggur til baka, til tímans fyrir iðnbylting- una. Ekki getur heldur orð- Gullfoss. ið um kyrrstöðu að ræða. Maðurinn á sér þess einn kost að halda fram á leið, m. a. til meiri tækni, full- komnari gjörnýtingar á um- hverfi sínu. En hann verður að gæta sín í þeirri för, kunna fótum sínum forráð. (5) Maðurinn er óaðskiljanlegur hluti náttúrunnar, þess um- hverfis sem hann mótar og mótar hann. Að tala um mann og náttúru sem að- skilda hluti er tóm f jarstæða. Vegna sjálfs sín verður hann að skoða þessa samfellu sem eina heild — eitt kerfi — sem vera þarf í innbyrðis jafnvægi. (6) í náttúrunni getur jafnan ríkt margskonar jafnvægis- ástand. Engin ástæða er til að ætla, að það jafnvægis- ástand sem ríkti áður en maðurinn tók að móta um- hverfið sé hið eina mögulega. Að halda jafnvægi táknar því ekki endilega hið sama og að halda óbreyttu ástandi — status quo. 1. 3 Grundvöllur jákvæðrar náttúruverndar Öll jákvæð náttúruvernd hlýt- ur að byggja á framangreindum meginsjónarmiðum. Það sem er athugavert við umhverfi manns- ins í dag er ekki það út af fyrir sig að hann hefur breytt því. Það hlýtur maðurinn ávallt að gera. Það sem öðru fremur skilur manninn frá öðrum dýrategund- um er einmitt þetta, að hann er ekki aðeins hiutí náttúrunnáí, heldur jafnframt skapandi henn- ar. Öll umhverfisvandamálin stafa af hinu, hvernig maðurinn hefur gripið inn í umhverfi sitt. Þau stafa af því að hann hefur, af þekkingarleysi, skammsýni og hirðuleysi, ekki skoðað hlutina í samhengi, heldur hvern óháðan öðrum. Það er kerfissjónarmiðið sem á hefur skort. Maðurinn hef- ur ekki gætt þess að hann sjálf- ur og umhverfið mynda heild, kerfi sem gert er úr mörgum hlutum. Þegar hann hefur breytt einum þætti umhverfisins í æski- legra horf hefur maðurinn oft vanrækt að aðgæta hvort ekki breyttist jafnframt annar þáttur í óæskilegra horf. Þessi er orsök umhverfisvandamálsins í veröld- inni í dag. Lausn þessa vanda hlýtur að verða sú að taka nú upp kerfis- viðhorfið til umhverfisins, að fara að skoða hlutina í samhengi. Þetta táknar, að umhverfi manns- ins í framtíðinni verður í æ rík- ara mæli hannað umhverfi, en ekki náttúrlegt umhverfi. Það verður skipulagt af manninum. Veigamiklir undirþættir í slíku hönnuðu heildarumhverfi verða einstök lokuð kerfi, sem grípa hvert inn í annað. Nú þegar er mikið farið að ræða um endur- not úrgangsefna í stað þess að kasta þeim út í umhverfið. En þótt leiðin er halda skal geti þannig ekki verið nema ein, þá er ekki sama hvernig hún er farin; ekki sama hvernig staðið er að hönnun umhverfisins. Að- Ljósm. Rafn Hafnfjörð. gátar er þörf í hverju spori. Að- varanir eiga rétt á sér, svo lengi sem þær eru jákvæðar, þ. e. hvetja til gætinnar göngu, en ekki til stöðvunar eða að snúa við, sem hvorugt er gerlegt. Spurningin er semsagt ekki hvort haldið skuli út á þá braut sem að framan er lýst — því það er engin spurning — heldur hitt hvernig — með hvaða hætti — sú leið skuli gengin. Spurning jákvæðrar náttúruverndar er ekki hvort, heldur hvernig. 2. Náttúruvernd á íslandi; efna- hagsþróun og virkjanir 2. 1 Vatnsorka íslands Vatnsorka er ein mikilvægasta náttúruauðlind íslands. Talið er, að tæknilega virkjanleg vatns- orka á landinu öllu sé um 35.000 gígawattstundir á ári <GWh/a), og af því muni sennilega borga sig að nýta 25.000—30.000 GWh/a. Þegar álbræðslan í Straumsvík tók til starfa, var öll raforku- notkun landsmanna um 700 GWh- /a, sem samsvarar 2% hinnar tæknilega nýtanlegu orku. Nú sem stendur eykst notkunin mjög ört, og þegar álbræðslan hefur náð endanlegum afköstum hef- ur raforkunotkunin þrefaldazt. Verða þá nýtt um 6% hins tækni- lega orkuforða. Eigi að nýta umtalsverðan hluta þessarar vatnsorku í ná- lægri framtíð, verða að koma til orkufrekar iðngreinar, eins og t. d. álbræðsla. Vegna harðnandi samkeppni við kjarnorku má reikna með að við verðum að nýta mestalla vatnsorku okkar áður en þessi öld er liðin, ef hún á að verða okkur auðlind. Eftir þann tíma er eins líklegt að fá megi jafnódýra — eða ódýrari — orku úr kjarnkleyfum efnum. Nýting vatnsorku okkar er því aðkallandi mál. 2. 2 Vatnsorka er umhverfinu hættuminni en aðrar orkulindir Vatnsorkuver hafa vitanlega í íör með sér viss ígrip í umhverf- ið. En mikið mega allir þeir er unna hreinu, ómenguðu umhverfi samt þakka forsjóninni fyrir vatnsorku okkar. Vatnsorkuver spillir ekki andrúmsloftinu. Það óhreinkar ekki straumvötnin. Það hitar ekki upp vatnið svo að ólíft er í því. Það hleypir ekki geisla- virkum úrgangi í loft og vatn. Oft á tíðum bæta vatnsorkuver umhverfið, t. d. með því að draga úr flóðahættu og þeim skemmd- um og náttúrulýtum, er af flóð- um leiðir. Þetta mættu náttúru- verndarmenn hér á landi ýmsir festa sér í minni. Og þeir hinir sömu mega einnig hrósa happi yfir því, að orka landsins skuli 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.