Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 21
Hjörtur Eldjárn Þórarinsson: Nátturuvernd og búskapur ísland er harðbýlt og fátækt land á mörkum hins byggilega heims. Allir hafa einhvern tíma heyrt þessa staðhæfingu, en menn taka henni misjafnlega. Sumum ættjarðarvinum þykir sem þetta og annað eins sé hinn svívirðilegasti rógur og níð og vanþakklæti af verstu tegund. Vafalaust er þó í þessu mikill sannleikur, þótt ekki sé hann all- ur þar með sagður. Við skulum hugsa okkur, að landinu væri velt svo sem tvær veltur, ekki til suðurs, eins og haft var eftir Hannesi Hafstein á efri árum hans, heldur til norðurs. Hvers konar land ættum við þá? ísland í orðsins fullu merkingu og þyrfti víst ekki nema eina veltu til. Og óneitanlega eru gæði lands- ins fá. í raun og veru hefur frá öndverðu aðeins verið um eina tegund auðlegðar að ræða á sjálfu fastlandinu, auðlegð sem nokkuð hefur kveðið að, þ. e. grasið. Af grasi hefur þjóðin lif- að í landinu. Á þessari öld hefur svo komið í gagnið önnur tegund auðlegðar, sem landið hefur allt- af átt í fórum sínum, orka í fall- vötnum og jarðhita. Og af því að landið liggur þar sem það liggur, en ekki einni eða tveimur breidd- um sínum norðar, þá hefur ís- lenzka þjóðin fengið í kaupbæti þetta stórauðuga hafsvæði, sem umlykur landið og leggur á borð þjóðarinnar hina þriðju og lík- lega drýgstu tegund auðlegðar, fiskigöngurnar. Þaðan hefur hún frá upphafi fengið þann ábæti með grasinu sínu, sem dugði til þess að halda í henni lífinu, þangað til henni lærðist að not- færa sér orkuna og alla þá mögu- leika, sem hún opnar manninum á tækniöld. Þó að þessar auðlindir okkar séu fáar, þá eru þær þó svo kröft- ugar, að á þeim má byggja traust þjóðfélag, en enga þeirra hefði landið getað boðið þjóð sinni, hefði suðurströndin legið þar sem Kolbeinsey er nú, kannski þó að jarðhitanum undanskildum. En það hefði ekkert stoðað. Það hefði nefnilega engin þjóð verið. En undarlegir hlutir gerast á vorum dögum. Nú er þessi nötur- lega staðreynd, að landið liggur á mörkum hins byggilega og óbyggilega heims, einmitt á góðri leið með að leggja upp í hendur okkar nýja tegund verðmæta. Sjálf ímynd fátæktar og harðbýl- is, þ. e. gróðurvana hálendið, ber- ir sandar, helkaldar jökulbreið- urnar, allt þetta sem leiðir af legu landsins í norðurhafi, er að breytast í enn eina auðlindina, sem vel getur orðið okkur jafn- mikils virði og hver hinna, kannski drýgst allra áður en lýk- ur. Þéttbýlisfólkið af suðlægari breiddargráðum þráir að anda að sér hreinu, svölu lofti og láta augun líða yfir stórbrotið óflekk- að land. Það flæðir í norðurátt í stríðum og æ stríðari straumi á komandi árum, það er óhætt að bóka það nú þegar. Það streymir til íslands, þvi ísland er „öðru- vísi“, hér er nýja reynslu að fá, holla og svalandi. Og það skilur eftir peningana sína. Hér hefur verið dregin upp mynd af lífsafkomumöguleikum okkar, þeim sem bundnir eru við náttúru landsins. Heldur ófull- komin mynd er það vissulega, en þó hlýtur hún að vera rétt í aðal- atriðum. Og þetta eru þau gæði landsins, sem við verðum í senn að kappkosta að nýta og vernda á þann hátt, að ekki gangi úr sér og nýting eins þáttarins spilli ekki hinum. Þar með erum við komin að hinu mikla alheims- vandamáli, sem svo mjög er ofar- lega á baugi um þessar mundir. Náttúruvernd og landsnytjar, hvernig verður þetta tvennt bezt samrýmt? Þetta hefðu feðurnir frægu hvort tveggja þurft að hafa í huga, þegar þeir komu austan um hyldýpishöf og stigu upp á strönd nýja landsins. En það er hætt við því, að það hafi aðeins verið hið síðara, sem þeim var efst í huga, landsnytjarnar. Hversu auðvelt mundi vera að afla úr skauti þessa lands lífsviðurværis landflótta mönnum? Það var varla við því að búast, að þeir leiddu hugann að náttúruvernd- inni. Það gera menn helzt ekki fyrr en til neyddir, jafnvel ekki á vorum dögum. Nú tjóir ekki að sakast um það sem orðið er, held- ur læra af yfirsjónum genginna kynslóða og snúa okkur að því að sætta þessi tvö markmið, náttúru- vernd og landsnytjar. Það er aug- ljóst mál, að í ýmsum tilvikum er þetta tvennt illsamrímanlegt eða jafnvel ósamrímanlegt. Það er t. d. ekki unnt að gera hvort- tveggja í senn að brjóta niður fjall til málmvinnslu og halda samt áfram að njóta fegurðar þess. En slíkt heyrir til undan- tekningum. í langflestum tilfell- um er hægt að heiðra þessi tvö sjónarmið í senn, að nýta og njóta náttúrugæðanna og við- halda þeim jafnframt til fram- tíðarnota. En það getur í mörg- um tilfellum verið nokkur vandi og útheimtir skilning og hygg- indi. Þar að auki er þetta senni- lega meiri vandi hérlendis en víðast annarsstaðar. Landið ligg- ur svo norðarlega, að sam- felldur gróður á erfitt upp- dráttar, einkum þar sem mikill hluti þess er hálendi. Og eyðandi öfl náttúrunnar eru harðleikin hér á norðurhjaranum. Það þarf því að líkindum meiri skilning og meiri hyggindi til þess sam- tímis að nýta og vernda náttúru- gæðin á íslandi heldur en annars- staðar. Hér þarf að koma til þjóðarvakning. Allir verða að taka 'höndum saman, opinberir aðilar, atvinnuvegir og einstakl- ingar. Hver og einn einasti mað- ur nytjar landið á einhvern hátt og verður þá um leið að minnsta kosti hugsanlegur náttúruspillir. Sem betur fer er ekki fyrir það að synja, að þessi nauðsynlega þjóðarvakning sé hafin. Samtök eru stofnuð til að berjast fyrir verndun lifandi og dauðrar nátt- úru landsins, og það hlýtur að vera rétt og óhjákvæmileg byrj- un. En félög, hversu fjölmenn sem þau eru og jafnvel þótt þau innifeli að nafninu til helming þjóðarinnar, munu aldrei verða neins megnug, nema þeim auðn- ist að ná athygli og áhuga fjöld- ans og megni að glæða þann skilning hjá miklum fjölda ein- staklinga, að hann, einmitt hann sé ábyrgur fyrir framgangi þess málefnis, sem barizt er fyrir. Svo mun einnig hér. Þó að það sé rétt, sem sagt hefur verið, að allir verði að til- einka sér hugarfar náttúruvernd- armannsins og haga sér sam- kvæmt því, þá er því þó ekki að neita, að æði er það misjafnt, hvað ábyrgðin hvílir þungt á hin- um ýmsu hópum þjóðfélagsins, stéttum og einstaklingum eftir því, hversu beinir þátttakendur þeir eru í nytjun landsins. Ein er sú stétt, sem nytjar landið öllum öðrum fremur og ber sem slík meiri ábyrgð en nokkur önnur. Það erum við íslenzkir bændur. Það erum við þessar 5000 bænda- fjölskyldur, sem „eigum“ þetta land að mestu leyti. Það er nokk- uð áberandi um þessar mundir, að bændum mörgum hverjum finnst stétt sín lítils megnug og lítils metin. Sú tilfinning á sér sínar skiljanlegu ástæður. Við er- um minnkandi stétt í vaxandi þjóðfélagi. Við sjáum aðrar stétt- ir vaxa okkur yfir höfuð að efna- hagslegu og stjórnmálalegu afli. Við sem vorum áður öll þjóðin erum nú aðeins lítið brot hennar, 12—15%. En það er alveg óþarft að láta hausana hanga þess vegna. Þó að við séum fáir, þá erum við ekki smáir, því að ennþá erum það við, sem „eigum“ þetta stóra og stórbrotna land og höldum því í byggð. íslenzkir bændur nú- tímans eru sjálfseignarbændur í ríkara mæli en nokkur önnur kynslóð bænda í landinu, og sennilega er það bezta eignar- fyrirkomulagið, þegar alls er gætt. En jafnframt leggur það sérstaka skyldu á herðar bænda- stéttinni, þá skyldu að níðast ekki á landinu. Ég hef notað sögnina að eiga í gæsalöppum, því að rétt er að líta svo á, að eignarhald manns á landi sé með öðrum hætti held- ur en á öðrum hlutum. Það er mjög mikilvægt fyrir málstað náttúruverndar, að bændur al- mennt tileinki sér það sjónarmið, að í raun og sannleika séu þeir ekki eigendur landsins á sama hátt og þeir eiga húsið sitt eða traktorinn sinn, jafnvel þótt sjálfseignarbændur séu. Réttast er að líta svo á, að þjóðin öll eigi landið og auðlindir þess. En þjóðin trúir bændunum fyrir þessum dýrasta arfi sínum og felur þeim það ábyrgðarmikla hlutverk að varðveita hann og ávaxta til hagsbóta fyrir nútíð og framtíð. En í hverju er þá fólgin sú náttúruvernd, sem ætlazt er til að bóndinn ástundi? Er kannski hvers konar búskapur í sjálfum sér ein tegund náttúruspjalla? Ekki er það sjónarmið náttúru- verndarmanna. Þvei-t á móti er því slegið föstu, að góður og skynsamlegur búskapur sé í fullu samræmi við nútímaskilning á náttúruverndarhugtakinu. Hver mundi telja sig að einhverju bættari, ef byggðin væri horfin úr hinum breiðu norðlenzku döl- um og fjörðum, svo dæmi séu tekin? Hér við Eyjafjörð höfum við slíka staði, þar sem byggðin er aleydd, t. d. Héðinsfjörð. Það er gaman að eiga einn slíkan óbyggðan fjarðardal, þar sem náttúran talar ein við sjálfa sig vetur, sumar, vor og haust, en við mundum ekki kæra okkur um marga Héðinsfirði hlið við hlið. Svo bezt getum við metið hina sérstæðu töfra óbyggðarinnar, að við höfum til viðmiðunar byggð- ina með lífi sínu og litum í verk- um mannanna, ræktun og bygg- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.