Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 66

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 66
Eftir að Oliver Cromwell (1599—1658), enski stjórnmála- maðurinn sem var einvaldur Eng- lands síðustu fimm ár ævi sinnar, hafði farið vel heppnaða herferð til írlands, sneri hann sigurreifur aftur til Lundúna. Mannfjöldinn þyrptist fagnandi kringum hest hans, en liðsforingja við hlið hans varð að orði: — Hvílíkur mannfjöldi, sem safnazt hefur saman til að fagna mikilleik yðar! Cromwell, sem var vel kunn- ugur veikleika fólksins fyrir hverskonar æsilegum viðburðum, svaraði: — Ef verið væri að leiða mig til hengingar, hefðu jafnmargir komið á vettvang. Fyrsta myntin, sem Cromwell lét slá, hafði á annarri hlið áletr- unina Deus nobiscum (Guð er með oss), en á hinni hliðinni skjaldarmerki lýðveldisins Eng- lands. Djarfur konungssinni sagði Cromwell, að hann hefði orðið glaður við að sjá myntina. — Hvers vegna þá? — Vegna þess að guð og lýð- veldið eru ekki sömu megin. —O— Við Dunbar var Cromwell í erf- iðri aðstöðu andspænis skozka hernum, sem hafði náð á sitt vald nokkrum hæðadrögum. En hann lét ekki hugfallast. Nóttina áður en til skarar átti að skríða hróp- aði hann til „Járnstakka“ sinna: — Treystið guði og haldið púðrinu þurru! —O— Þegar Oliver Cromwell lá banaleguna, lét hann tilkynna þjóð sinni, að honum hefði vitr- azt opinberun: „Himnarnir hafa gefið mér til kynna, að ég hress- ist aftur.“ Einn af nánustu vinum hans spurði: — Er slík spásögn ekki glæfra- leg, bróðir Cromwell? Cromwell leit á hann og um leið gerðist það sem enginn hafði séð fyrr: hann brosti. — Vertu alveg rólegur, bróðir John, sagði hann. — Ekkert get- 66 KOGGLAR - KORN - n LAUST EÐA SEKKJAÐ Hvort sem þér þufið að fóðra nautgripi, sauðfé, svín eða hænsni, er ódýrasta fóðrið ætíð það, sem gefur mestu afurðaframleiðslu miðað við kostnað. — Hér erum við á undan —. Með markvissri markaðskönnun og fóðurrannsóknum getum við tryggt bændum hagkvæmasta fóðrið, miðað við fóðureiningu. Samanber rann- sóknarniðurstöður fóðureftirlitsins sem birzt hafa í FREY. Nokkur verðsýnishorn: Heilt bygg ósekkjað á bifreið pr. tonn kr. 5.430,00 Heilt bygg sekkjað í 45 kg. stk. — — — 5.730,00 Kúafóður — 9 — ósekkjað á bifreið — — — 7.222,00 Sauðfjárblanda — 12 — ósekkjuð á bifreið — — — 8.000,00 Varpfóður 5 tegundir — Kúafóður 4 tegundir — Reiðhestablöndur 2 tegundir. Okkar viðurkennda Colborn ungafóður, auk fjölda annarra íslenzkra og erlendra fóðurblandna. KORNMÖLUN — BLÖNDUN — BÚLKFLUTNINGAR FÓÐURBLANDAN HF. Grandavegi 42, Reykjavik — Sími 24360 ur komið fyrir mig. Hressist ég aftur, verð ég spámaður. Og ef ég dey, þá læt ég mér á sama standa, þó ég verði kallaður loddari. Síðustu ævidagana þjáðist Cromwell af óþolandi verkjum. í neyð sinni hrópaði hann kvöld eitt: — Er hugsanlegt að verða af náðinni? — Nei, svaraði prestur sem sat við sjúkrabeðinn; sá sem einu sinni hefur veitt náð guðs við- töku getur aldrei misst hennar. — Þá er ég rólegur, sagði Cromwell brostinni rödd og vott- aði fyrir brosi, —því ég veit, að einu sinni var ég í náðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.