Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 35
r Guttormur Sigbjarnarson í Iv.'f «A niíí. —^ im Ár 1 icii aw njji 1111 jJf C' 11 iisskilyroui Orðin náttúruvernd og náttúru- spjöll hefur borið mjög á góma á undanförnum mánuðum, bæði í sambandi við fyrirhugaðar virkj- anir og ýmsar aðrar athafnir manna hér á landi. Ræður og rit um þessi mál bera það þó með sér, að nærri því öngvir tveir leggja sömu merkingu í framangreind orð. Merking þeirra í málinu er því orðin harla óljós, eins og svo oft vill verða um þau orð, sem komast í tízku eða verða að póli- tískum slagorðum. Orðin náttúru- vernd og náttúruspjöll eru oft notuð til að þjóna einhverjum ákveðnum tilgangi, svo sem hug- sjónum, óskhyggju, efnahagslegri sérhyggju eða þá sem liður í hagsmunabaráttu á milli byggð- arlaga eða stétta. Þessum mis- munandi sjónarmiðum má í gróf- um dráttum skipta niður í sex flokka: 1. Óskhyggjan um að endurreisa það ísland, sem landnáms- mennirnir komu að. 2. Viðleitnin til að gera núver- andi ástand varanlegt. 3. Sérhyggja fyrir einstökum þáttum núverandi náttúrufars. 4. Baráttan milli gamalla og nýrra atvinnugreina. 5. Efnahagsleg sérhyggja. 6. Nýskipun landsins til að gera það byggilegra og fegurra. Nánar verður vikið að þessari flokkun síðar í þessari grein, en áður en lengra er haldið er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir nokkrum náttúrufræðilegum stað- reyndum. Náttúran er síbreytileg í sjálfri sér, bæði hin dauða og hin lif- andi. Breytingahraðinn er að vísu oft það hægur, að mannlegt auga á erfitt með að greina breyting- arnar. Jarðsagan fræðir okkur um, að hvað eftir annað hafa heilar fjallakeðjur, sem spanna hálfan hnöttinn, risið úr sæ og g-tæft við himin, en síðan hafa þær rofnað niður og máðst út og horfið aftur á jarðsögulega skömmum tíma. Heil meginlönd hefur jafnvel rekið fram og aftur í jarðskorpunni. Hin lífræna náttúra breytist þó margfalt hrað- ar heldur en hin dauða, sérstak- lega hinar þróaðri lífstegundir og þá auðvitað að manninum meðtöldum. Lífverurnar hafa á hverjum tíma leitazt við að ná ríkjandi jafnvægi sín á milli. Þetta jafnvægi er þó ákaflega háð ytri aðstæðum, svo sem veðr- áttu og landfræðilegum staðhátt- um. Þessar ytri aðstæður eru þó sífelldum breytingum undirorpn- ar, svo að slíkt jafnvægisástand hefur alltaf reynzt og mun alltaf reynast ákaflega skammvinnt. Lífsbarátta og þróun mann- kynsins hefur á engan hátt verið undantekning frá þessum náttúru- lögmálum, og þau hafa tvímæla- laust stuðlað að framþróun þess, því að maðurinn hefur stöðugt þurft að laga sig að nýjum nátt- úrufarslegum aðstæðum. Mann- kynið sjálft hefur í síauknum mæli gerzt hinn stórfelldasti breytingavaldur á náttúrufari móður jarðar, eftir að því óx fiskur um hrygg að þroska og vitsmunum, þannig að breytinga- hraðinn margfaldast stöðugt vegna athafnasemi þess. Jafn- framt því sem mannkynið hefur stöðugt verið að breyta sínu eigin umhverfi, hefur það valdið stór- kostlegum breytingum á lífsskil- yrðum annarra lífvera á jörðinni, þannig að sumum lífstegundum hefur fjölgað gífurlega fyrir til- stilli mannsins, meðan öðrum tegundum hefur fækkað stórlega eða þá alveg horfið af sjónarsvið- inu, samanber loðfílinn og geir- fuglinn. Sérhver lífstegund hefur þann fjölgunarmátt í sjálfri sér, að það er fyrst og fremst fæðuöfl- unarmöguleikinn sem er ákvarð- andi fyrir fjölda hverrar tegund- ar. Einstaklingafjöldi tegundar- innar hraðvex því með aukinni fæðu, en minnkar að sama skapi sem fæðan fer þverrandi. Fjölg- un svartbaksins er gott dæmi um slíka þróun. Hann lifir nú mikið á fiskúrgangi og öðru því sem til fellur í kringum þéttbýlis- svæðin við sjávarsíðuna. Hann er ekki lengur háður sinni gömlu fæðu, heldur getur hann gengið svo nærri henni, að við útrým- :ngu liggur, eins og dæmið um æðarfuglinn sýnir. Sömu lögmál gilda vissulega einnig um manninn. Mannfjöld- inn á jörðinni hefur ákvarðazt af fæðuöflunarmöguleikum hans með þeim atvinnuháttum, sem voru ríkjandi á hverjum tíma. Fólksfjölgunin í heiminum hef- ur því stöðugt byggzt á framför- um á atvinnuháttum og á tækni- legum nýjungum. Stærstu fram- faraskrefin á þeirri braut hafa reynzt tilkoma kvikfjárræktar- innar, akuryrkjunnar og iðnvæð- ingarinnar. Alls staðar þar sem stöðnun varð í framþróun at- vinnuveganna hefur fólksfjölg- unin stöðvazt, eins og íslending- um ætti að vera bezt kunnugt um. Mannfjöldinn á íslandi tók til- tölulega litlum breytingum allt frá því um 1100 og fram undir síðastliðin aldamót. Árferðið, fæðuöflunarmöguleikinn, réð því, hvort fólkinu fjölgaði eða fækk- aði á hverjum tíma. Á þessari öld hefur orðið mikil fólksfjölgun á íslandi. Hún byggist fyrst og fremst á endurbættri atvinnu- tækni á sviði eldri atvinnuvega, landbúnaðar og sjávarútvegs. Iðnvæðingin hefur átt fremur örðugt uppdráttar hér á landi, enda hefur ekki verið svo ýkja- rnikil þörf fyrir hana, vegna þess að aukin tækni á sviði eldri at- vinnuveganna hefur gert þeim Eyjubakkafoss i Jökulsd i Fljótsdal. SnœjeU í baksýn. Stiflan, sem myndaði Eyjabakkalón, yrði byggð skammt fyrir ofan fossbrúnina. kleift að taka á móti fólksfjölg- uninni. Það mun nú vera samdóma álit allra þeirra er gerst þekkja til, að bæði landbúnaður og sjávar- útvegur séu óðfluga að nálgast það stig, að um gjörnýtingu sé að ræða í þeim atvinnugreinum. Þær geti því ekki tekið við öllu meiri fólksfjölda en nú er. ís- lenzk þjóð er því í þeim vanda stödd, að hún á tæpast nema um tvo kosti að velja. Annar er sá að tileinka sér iðnvæðingu og stóriðju hins tækniþróaða hluta heims til þess að skapa skilyrði til að taka á móti fólksfjölgun- inni í landinu. Hinn er sá að láta fólksfjöldann í landinu ráðast af framleiðslugetu eldri atvinnuveg- anna, en það mundi leiða til þess, að annaðhvort brottflutningur fólks af landinu eða þá versnandi lífskjör, ásamt hungurvofunni, sæju um vaxandi fólksfjölda. Báðir síðastnefndir kostir eru vel kunnir úr íslandssögunni, og hef- ur hvorugur þeirra þótt þar fag- urt fordæmi. Þessi inngangsorð eru nú orðin ærið löng, en að mínu viti eru þau nauðsynleg forsenda þess, að unnt sé að ræða náttúruvernd og náttúruspjöll á raunhæfum grundvelli. Sérstaklega eru það tvö atriði, sem vert er að hafa í huga, en þau eru síbreytileiki náttúrunnar í sjálfri sér og lífs- skilyrði fólksins í landinu. Eins og ég veik að í upphafi, mátti skipta þeim mismunandi skiln- ingi, sem lagður er í hugtökin náttúruvernd og náttúruspjöll, niður í sex sundurleita flokka. Skal nú hver þeirra ræddur nokkuð fyrir sig, kostir hans og gallar, þó að fimm þeir fyrst- nefndu séu annaðhvort ófram- kvæmanlegir eða þá miðist við hagsmunabaráttu, sem lítið á skylt við náttúruvernd. 1. Óskhyggjan um að endurreisa það ísland, sem landnámsmenn- irnir komu að, fær ekki staðizt, vegna þess að það ísland byggð- ist á því, að hvorki menn né hús- dýr lifðu í landinu. Hvort tveggja yrði því að hverfa á braut, ef því marki ætti að verða náð. Samt sem áður væri það ólíklegt þrátt fyrir það, vegna þess að hinar ytri náttúrufræðilegu aðstæður hafa einnig breytzt. Þessi ósk- hyggja er því óraunhæf ættjarð- arrómantík, sem eigi fær staðizt, og því óþarfi að ræða hana frekar. 2. Viðleitnin til að gera nú- verandi ástand varanlegt er bæði gamalt og nýtt viðhorf. Það hef- ur alltaf verið til stór hópur manna, sem hefur talið hið ríkj- andi ástand æskuára sinna hið eina rétta og sanna. Þeir voru og eru algerlega andvígir öllum nýj- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.