Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 46
IV. Flest af mínu unga fólki hefir verið skólafólk, og sumt hefir orðið að leggja hart að sér til að stunda sitt nám. Auk þess hefir margt af því verið hugsjónafólk, sem veit og hefur alllengi vitað hvað það vill. Það hefir viljað læra og lært það sem kunna þarf tii að kenna, hjúkra og veita kirkjulega þjónustu. Til þess kon- ar hlutverka velst ekki harðsnúið fólk, sem vill verða auðugt á skömmum tíma, líkt og margir ungir Evrópumenn, sem fara út í þriðja heiminn í þeim tilgangi. Þvert á móti vill mitt unga fólk láta gott af sér leiða. Og margt er fagurt og gleðilegt í fari þess. Það hefir vakið undrun mína hve margt af þessu unga fólki er vel menntað í tónlist og söng. Gætir hér áhrifa góðra manna, sem ekki vinnst tími til að geta sem skylt og vert væri, en þá ber að telja til velgjörðarmanna þjóðfélags- ins. Holl áhrif góðrar tónlistar sýna sig einatt í opnum huga og góðvild, sem nær langt út fyrh' listina sjálfa. Þetta skildu þeir líka, Platón, Kong-fú-tze og Lút- her, svo sem sjá má af verkum þehra. Þá er það almennt sagt í voru landi að unga fólkið verði fyrr fullorðið nú en áður, stofni fyrr heimili og taki ábyrgð bæði í þessu og öðrum greinum yngra en áður tíðkaðist. Þetta hefir einnig sannazt tölfræðilega hjá oss og næstu nágrannaþjóðum. í þriðja heiminum, t. d. í Indlandi og Kína, breytist þetta í öfuga átt, því að barna- og unglinga- hjónabönd voru þar landlæg að fornum siðum og átrúnaði. Þessar þjóðir drógu þá ályktun að mikið þyrfti að fæðast af börnum til þess að eitthvað lifði þó af þegar hungursneyð dundi yfir. Lækkun hjónabandsaldurs hef- ir þann mikla kost að ungt fólk eignast snemma ítök í þjóðfélag- inu og lætur sér ekki á sama standa um það, heldur gerir ýms- ar skynsamlegar áætlanir. Eng- inn skyldi þó ætla að það sé minna hugsjónafólk, sem giftist seint eða ekki. Sumt bezta fólk sögu og samtíðar hefur þannig lifað. Sé hins vegar litið á þjóð- félög í heild, ekki sízt í samtíð vorri, ber að fagna öllum góðum hjónaböndum sem unga fólkið stofnar til, og vinna að heill þeirra. Ungt fólk í nútímanum tekur við miklum arfi frá fyrri kynslóð- um, þar á meðal stórum og flókn- um mannfélagsstofnunum, skól- um, sjúkrahúsum, kirkjum, söfn- uðum — að ógleymdum fjölmörg- um verzlunum, verksmiðjum, skipum og fyrirtækjum. Unga fólkið hjá oss og í nálægum löndum er í allmörg ár að búa sig undir að ganga inn í störf, sem þegar bíða tilbúin, og þetta veldur því að afstaða þess verður tiltölulega konservativ i vorum heimshluta. í þriðja heiminum vantar þessar stofnanir víðast með öllu eða þá að þær eru skammt á veg komnar og verkefn- in blasa hvarvetna við. tíegja má að þess konar ástand bjóði upp á róttæka og byitingarkennda hugs- un, ekki sizt þar sem fornir siðir og manniélagsgerð hafa haldið lýðnum niðri frá upphafi vega. Að gera börnin læs og skrifandi hér hjá oss þykh sjáifsagt, það viðheidur núverandi ástandi í þjóðfélaginu. En að gera ólæsa þjóð lesandi og skrifandi eða jafnvel skapa henni ritmál, um- breytir öllu í hennar lífi og landi. fakólabræður mínir, sem sumir hafa unnið að þessu í Afríku, eru því illa þokkaðir af mannfræðing- um, sem vilja viðhalda þjóðflokk- unum óbreyttum, líkt og sjald- gæfum dýrum. Þeir vilja gjarnan sjá mannblót að fornum sið fram- kvæmt af frumstæðum mönnum undir stórum steini — og bölva ef kirkja eða skóli rís við þann sama stein og fólkið fer að nota sápu og greiðu! — Þannig getur hinn kristni kennari orðið rót- tækur með þvi að leggja rækt við manngildi fólksins, en mann- fræðingurinn „konservatívur" og telur þetta til eyðileggingar. Eitt vil ég nefna enn, sem telja verður mínu unga fólki til gildis, það er hve gott viðskiptis það er. Frá þessu eru mjög fáar undan- tekningar. Mér finnst yfirleitt auðvelt að komast í samband við það og fá það til að opna munn- inn og segja hug sinn. Reyndar segja ýmsir starfsbræður mínir að nýstúdentum í Háskólanum sé tregt tungu að hræra fyrsta árið eftir að þeir koma úr mennta- skólum. Vera má að of litlum tíma sé varið til samræðulistar í menntaskólunum, og áreiðanlega litlum eða alls engum til al- mennra trúarbragðafræða, krist- inna fræða, heimspeki og hug- sjónasögu og semantíkur, sem menn stunda við fjölmarga sams konar skóla í Evrópu. Ráðandi menn vor á meðal kvarta undan því að hugvísindin og siðrænn þroski yfirleitt drag- ist aftur úr tæknimenningunni og vélvæðingu þjóðfélaganna. Er þetta bergmál frá öðrum löndum, þar sem hugur fylgir máli í þessu efni. En hvenær sem á reynir, bregðast menn hugvísindunum í sambandi við skólamálin og bregðast þar með því hlutverki að gefa manneskjunni nokkuð, sem nær út yfir hana sjálfa, svo notuð séu orð Aristótelesar. V. Eitt af því sem vorum æskulýð mætti til heilla verða, er að vinna örlítið að þróunarhjálp meðal þjóða, sem eru fátækari en vér sjálíir erum. Að vísu höfum vér geíið oss ókunnum þjóðum nokkra óreglulega slatta af pen- ingum við og við, en vitum lítið um árangurinn, enda hafa verkin sjálf verio unnin af annan-a þjóða fóiki, svo að lítið hefh orðið úr myndun samúðar-sambanda milli hinna ókunnu fátæku manna og vor. Það er ein hætta við velmeg- unina að hún magni eigingirnina svo að manneskjan „kengbeygist inn 1 sjália sig" — verði „incur- vatus in se“, eins og Lúther sagði. Þróunarhjálpin, sem er fastur ár- legur þáttur í lííi nágrannaþjóð- anna, er ekki komin í gang hjá oss. Regluleg þróunarhjálp er markviss, árleg vinna einnar þjóð- ar til hjálpar annarri á einhverju friðsamlegu sviði, t. d. til að byggja upp skóla í einhverjum einstökum dal, þar sem enginn skóli er til, eða sjúkrahús, eða til vatnsveitu, matarbhgða- geymslu o. s. frv. En einnig and- leg hjálp, t. d. til menntunar kennara til að kenna við skólann, hjúkrunarkvenna tii að hjúkra við sjúkrahúsið, tæknimanna til að sjá um rafveituna, vatnsveit- una eða annað tilsvarandi. Marga þessa þætti þekkh kristniboðið af aldarlangri reynslu, t. d. prentsmiðjurekstur, bókagerð, hitabeltisræktun, iðn- skóla, blindraskóla og blindra- iðn, margar gerðir sjúkrahUsa og skóla. En kristniboðar eru alltof fáir til að sinna öllum þeim verk- um, sem óunnin eru, enda njóta þeir ekki neins styrks frá ríkinu. Það gerh aftur á móti þróunar- hjálp, þar sem hún er skipuleg. Um hana þarf að setja sérstök lög, svo framarlega sem þjóðin sem slík ætlar sér að hjálpa ein- hverri annarri þjóð. Lög um kristniboð eru hins vegar engin önnur en þau, sem Drottinn Kristur setti kirkju sinni, og heyrast við skírn hvers einasta barns. Þeim hlýða ekki aðrir en þeir sem taka orð hans alvarlega í fúsleiksanda nýrrar hlýðni. En lögum um þróunarhjálp yrðum vér að hlýða sem hverjum öðrum landslögum, ef sett væru. Það er mitt álit að það yrði til heilla íslenzkri æsku að glima við þetta viðfangsefni. Mikla bölvun hefir þriðji heimurinn upp skorið af innflutningi „eld- vopna og eldvatns“ frá Evrópu — það er skotvopna og brenni- víns — og útflutningi þræla til Vesturheims. Kristniboð hefst ekki að ráði af hálfu mótmælenda fyrr en eftir Napóleonsstyrjald- irnar, eins og sagan sýnir, en vor- ir kaþólsku bræður voru miklu fyrr á ferðinni, og eins og menn vita, tók það þrettán aldir að gera kristnina almennt kunna í Evrópu. Þróunarhjálp í nútíma skiln- ingi orðsins er ennþá yngri, enda koma svonefndar „friðarsveitir" ekki til sögunnar fyrr en eftir síðari stórstyrjöld. — En þær hafa þegar starfað svo lengi að reynsla er fengin af þeim. Um þessa reynslu má lesa í erlendum blöðum — og hún er á ýmsa lund furðuleg, og í meginatriðum gleðileg. En einhvern veginn læt- ur blöðum vorum betur að segja tíðindi af vondum verkum en góð- um í öðrum löndum og að hampa tildursdrósum fremur en að greina frá mikilmennum samtíð- arinnar. Þó mun þetta fremur stafa af fáfræði og áhugaleysi en illum vilja. En hér þyrfti að verða breyting til batnaðar. Snemma á öldinni sungu menn kvæði um „vormenn íslands“. Þar var hvatning til „ræktunar lands og lýðs“, enda hafa margar hugsjónir orðið að raunveruleika og sumar að ríkisfyrirtækjum. Sígild er hvatningin reynda^ — og til viðbótar hugsjónin — um verndun náttúrunnar, svo landið kremjist ekki undir kaldri hendi andlausra tæknikrata, sem allt meta á endanum í aurum, krón- um, sentum og dollurum. Miklu lengra er um liðið síðan önnur lítil þjóð fékk þá köllun að verða til blessunar öllum lýð- um jarðar. Hún hefir verið hrak- in og hrjáð, ofsótt og pínd meir en nokkur önnur, um leið og sú blessun, sem frá henni kom, breiddist um víða veröld, og er þó ekki komin enn í fyllingu sinni. Stundum gleyma íslendingar allt í einu hvílíkum gáfum þeir eru gæddir, og syngja með einu skáldi sínu að þeir séu fáir, fá- tækir, smáir. Fátæktin hefir víð- ast horfið og harma það fáir. Lesa mátti í fyrra síðbúna frétt í erlendu blaði að landsmenn væru þeir þriðju tekjuhæstu í heimi. Og þótt svo sé ekki nú, þá er það engin afsökun fyrir því að halda að sér höndum. Því í trúmennsku við þær beztu hug- sjónir, sem vér höfum eignazt, hljótum vér að geta orðið til blessunar þeim sem mesta þörf- ina hafa, því ekki eru tækifærin færri en þegar fiskimennirnir frá Galíleu dreifðust út um víða ver- öld þjóðanna. Ef velmegunin kengbeygir ekki vort unga fólk niður í nautnasýki og eigingirni, þá má vænta af því mikilla verka og góðra. Og framtíðin er gefin börnunum, unglingunum og unga fólkinu. Jóhann Hannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.