Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 50
ályktun sú, sem áður var getið um, afgreidd á síðasta fundinum. Kosningar á landsfundi hafa farið fram með margvíslegum hætti, handauppréttingu, lófataki og skriflega.12 Um tilnefningar manna hefur og ýmis háttur verið á hafður. Fyrr var venjan sú, að fundarstjóri læsi nöfn þeirra manna, sem fyrir voru í miðstjórn, meðan á atkvæðagreiðslu stóð, venjulega að gefnu tilefni frá einhverjum fundarmönnum. Sérstaklega lét hann þess þó getið, ef ein- hverjir miðstjórnarmenn gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Um langt skeið voru kosn- ingar í miðstjórn skriflegar án þess að nokkrir tilteknir menn væru í framboði.18 Raunar komu ávallt fyrirspurnir frá fundar- mönnum um það, hverjir væru í miðstjórn, og voru þær leyfðar, en ekki tillögur. Nú eru tillögur leyfðar um þá 8 menn, sem lands- fundur kýs úr hópi utanþingsmanna, en ekki eru fundarmenn bundnir við þær. Er því heimilt að rita nafn hvaða flokksmanns sem er á atkvæðaseðilinn og greiða honum þar með atkvæði. Ekki eru ákvæði um það, að neinn lág- marksfjöldi verði að taka þátt í afgreiðslu mála á landsfundi, svo að hún verði gild. Flokksráð er skipað fulltrúum, sem kjör- dæmisráðin kjósa, jafnmörgum þeim þing- mönnum, sem kjörnir skulu í hlutaðeigandi kjördæmi. Sjálfkjörnir í flokksráð eru for- menn kjördæmisráða, formaður fulltrúaráðs í Reykjavík, svo og alþingismenn og fram- bjóðendur í aðalsætum við alþingiskosningar hverju sinni. Þeir sem sitja í miðstjórn flokksins, fjármálaráði og skipulagsnefnd, eiga sæti í flokksráði, -— ennfremur fyrr- verandi miðstjórnarmenn. Loks er lands- samtökum þeim, sem starfa innan flokksins (Sambandi ungra sjálfstæðismanna, Lands- sambandi sjálfstæðiskvenna og verkalýðs- ráði), heimilt að nefna þrjá menn hvert um sig í flokksráð og að auki einn fulltrúa fyrir hvert þúsund eða byrjað þúsund félaga í landssamtökunum. Sitja í flokksráði sam- kvæmt þessum reglum um 150 manns (II 4). Flokksráð skal boða til fundar að minnsta kosti einu sinni á ári (II3). Fundir þess standa venjulega tvo daga, en mjög mun það vera misjafnt, hversu lengi fundir standa dag hvern eða hversu miklar um- ræður verða. Hlutverk flokksráðs er það helzt að marka stjórnmálastefnu flokksins, ef ekki liggja fyrir ákvarðanir landsfundar. Ekki er heim- ilt að taka afstöðu til annarra stjórnmála- flokka, nema með samþykki flokksráðs (III). Af gögnum virðist mega ráða, að engin föst venja sé um að ályktun sé samin á fundi flokksráðs; stundum sé það gert en stundum ekki. Ef ályktun sé samin, komi hún venju- lega frá miðstjórn flokksins. Þingflokk mynda þingmenn Sjálfstæðis- flokksins (III1), og er hlutverk hans að taka ákvarðanir um afstöðu flokksins til þjóðmálefna þeirra, sem að ber hverju sinni. Er þingflokkur að meginstefnu bundinn við ákvarðanir landsfundar og flokksráðs, en hann markar að öðru leyti stefnuna í sam- ráði við miðstjórn (III 2). Að loknum hverj- um alþingiskosningum kýs þingflokkur sér formann, varaformann og ritara. Þótt ekki standi það í skipulagsreglum, hefur þing flokkurinn einn það hlutverk að nefna til ráðherraefni flokksins. Gildir þar sú venja, að ráðherraefni eru kosin í skriflegri og leynilegri atkvæðagreiðslu. Þingflokkur heldur fundi a. m. k. tvisvar í viku, meðan þing situr. Ef úrlausn mjög mikilsverðra mála ber að höndum, meðan þing situr ekki, er þingflokkur kallaður saman. Var það síð- ast gert árið 1968. Miffstjórn er skipuð 18 mönnum. Lands- fundur kýs formann flokksins og varafor- mann, sem eru sjálfkjörnir í miðstjórn. Að auki kýs hann 8 menn úr hópi annarra en þingmanna flokksins, en þingflokkur 5 úr sínum hópi. Ennfremur eru formenn lands- samtaka þeirra, sem starfa innan flokksins, og áður voru nefnd, sjálfkjörnir í miðstjórn- ina (IV 3). Ekki eru í skipulagsreglum ákvæði um það, hversu oft miðstjórn skuli halda fundi, en hún mun koma saman til funda u. þ. b. einu sinni til tvisvar í mánuði. Hlutverk hennar er svo ákveðið í lögum flokksins: Að marka pólitíska afstöðu flokksins, ef ekki liggja fyrir ákvarðanir landsfundar eða flokksráðs og ekki er unnt að koma því við, að þessir aðiljar taki af- stöðu til mála, er skyndilega ber að hönd- um (IV 2); að hafa með höndum fram- kvæmdastjórn flokksins, þar á meðal hefur hún úrskurðarvald um allar framkvæmdir á vegum flokksins og umráð eigna hans. Einn- ig gætir hún þess að skipulagsreglum sé fylgt. Ákvörðunum miðstjórnar má þó skjóta til flokksráðs og síðar landsfundar (IV 1). Þá ræður miðstjórn framkvæmdastjóra flokksins, en hann ræður síðan annað starfs- lið í aðalskrifstofu flokksins sem er í Reykja- vík. Einnig ræður hún í samráði við kjör- dæmisráð forstöðumenn miðstjórnarskrif- stofa utan Reykjavíkur (IV 4). Þá skal mið- stjórn dæma um það, hvort flokksíélag fylgi skipulagsreglum flokksins '(VIII A C 1). Loks ber að geta þess, að miðstjórn setur reglur um prófkjör vegna framboða til Al- þingis og sveitarstjórna (CX 1). Við hlið miðstjórnar starfar skipulags- nefnd Sjálfstæðisflokksins, sem annast skal framkvæmd á skipulagsreglum flokksins, stjórnar og skipuleggur útbreiðslustarfsemi í samráði við miðstjórn-(V 1) og önnur verk- efni, sem eru innan verksviðs miðstjórnar og hún felur skipulagsnefnd (V2). Mið- stjórn kýs 7 menn í skipulagsnefnd, stjórn kjördæmisráða og fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík tilnefna hvert sinn fulltrúa. Þá skipar miðstjórn og 14 menn í fjármálaráð, sem hafa skal með höndum fjármál flokksins. Þegar miðstjórn kemur saman og þing situr, er viðfangsefni hennar einkum að fjalla um hið hagnýta flokksstarf. Milli þinga er hlutverk hennar að marka stefnu í stjórnmálum, ef ekki er um stórmál að tefla. Miðstjórn er oft boðuð á þingflokks- fundi, þegar stjórnmál eru til umræðu. Þeg- ar hins vegar velja á ráðherra, er miðstjórn ekki boðuð, heldur fjallar þingflokkurinn um það málefni einn, eins og áður var nefnt. Það sem nú hefur verið rakið á við mið- stjórn þá, sem skipuð var samkvæmt eldri reglum. Árið 1969 var skipan í hana veru- lega breytt, og verður því ekki fullyrt, að hlutverk hennar framvegis verði hið sama og hingað til hefur verið. Formannaráðstefnur eru samkomur allra formanna sjálfstæðisfélaga óg annarra flokkssamtaka. Skal á ráðstefnum þessum fyrst og fremst ræða útbreiðslu og skipu- lagsmál. Þær koma saman þau ár, sem lands- fundur er ekki haldinn (VII1-2). Af staðbundnum stofnunum flokksins skulu flokksfélög fyrst nefnd. Þau eru grunneiningar hans og á hvert félag að ná yfir einn hrepp eða fleiri innan sama kjör dæmis — eða kaupstað (VIII Aa). Um framboð hafa flokksfélög þá íhlutun, að þau skulu taka ákvörðun um framboð til sveitarstjórnar utan kaupstaða (VIII Ad). Þau kjósa og menn í kjördæmisráð (VIII C 2). Fulltrúaráð skal hafa með höndum stjórn sameiginlegra mála félaganna í hverjum kaupstað og hverri sýslu (VIIIB 1) og er það skipað fulltrúum þeirra ekki færri en 12 og ekki fleiri en 40 (VIII B 2). Ekki er þó stranglega farið eftir þessum reglum. í Reykjavík eiga þar þó sæti um 1100 manns. Hlutverk fulltrúaráðs er það að ákveða fram- boð til sveitarstjórnarkosninga í kaupstöðum (VIII A d) og að kjósa menn í kjördæmis- ráð .(VIII C 2). í Reykjavík hefur fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna það hlutverk að vera tengiliður milli þeirra, annast útbreiðslu og kynningar- starf fvrir flokkinn, svo og hvers konar und- irbúning kosninga. Það er skipað fulltrúum félaganna, hverfissamtaka, þingmönnum og borgarfulltrúum flokksins í Reykjavík, fast- ráðnum starfsmönnum, þeim sem sitja í mið- stjórn, fjármálaráði og skipulagsnefnd og lögheimili eiga í Reykjavík. Stjórn ráðsins skipa formenn sjálfstæðis- félaga í Reykjavík og 7 fulltrúar kosnir á aðalfundi, en einn þeirra er formaður stjórnar og skal kosinn sérstaklega. Fulltrúaráðinu til stuðnings koma hverfis- samtök, sem síðar verður lýst, og trúnaðar- mannakerfi. Skal leitazt við að hafa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað, þar sem starfa 5 menn eða fleiri. Er hlutverk þeirra einkum að skýra fyrir almenningi stefnu Sjálfstæðisflokksins í mikilsverðum málum. Kjördæmisráð er skipað mönnum, sem fulltrúaráðin og flokksfélögin kjósa. Hlut- verk þeirra er að ákveða framboðslista til Alþingis '(XI) og fara með sameiginleg flokksmál í hverju kjördæmi (VIII Cl). Kjördæmisráð hefur heimild til að skipa ýmsar nefndir sér til aðstoðar, er það telur ástæðu til (VII C 4). Jafnaðarlega eru eftir- taldar nefndir kosnar: Blaðnefnd, fjármála- nefnd og skipulagsnefnd. Samkvæmt lögum Sjálfstæðisflokksins skal heimilt vera að stofna 4 tegundir flokksfélaga: 1. Almennt félag sjálfstæðisfólks. 2. Félag ungs sjálfstæðisfólks. 3. Félag sjálfstæðiskvenna. 4. Félag sjálfstæðisfólks innan laun- þegasamtaka (VIII Ab). Þrjú síðastnefndu félögin hafa öll með sér sérstök landssamtök. Elzt þessara sér- stöku landssamtaka er Samband ungra sjálf- stæðismanna, sem stofnað var árið 1930. Tilgangi sambandsins er lýst svo í lögum þess, að hann sé að vinna stefnu sjálfstæðis- flokksins fylgi meðal ungs fólks (3. gr.).14 Skipulag sambandsins er í aðalatriðum mjög svipað og skipulag Sjálfstæðisflokks- ins. Æðsta vald í málefnum þess er í hönd- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.