Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 53
© Samvinnan. skyldi hún sjá um, að ályktanir flokksþinga og flokksstjórnar væru framkvæmdar, gæta þess að lög flokksins og stefnuskrá væru haldin, og taka ákvarðanir um daglegar framkvæmdir flokksins '(14. gr. 1. mgr.). Hún skyldi ráða ritstjóramálgagnaflokksins, svo og framkvæmdastjóra hans (18.gr.). Dagleg störf miðstjórnar voru í höndum 9 manna framkvæmdanefndar og skyldi hún halda fundi eigi sjaldnar en vikulega. Fram- kvæmdanefndin mótaði nánar samþykktir miðstjórnar og flokksþings, flokksstjórnar og miðstjórnar. Þá var miðstjórn einnig heimilt að kjósa nefndir eða ráð til að vinna að tilteknum málum, svo sem fjáröflun, fræðslu- og útbreiðslustarfsemi o. s. frv. (15. gr. 2. mgr.). Ekki störfuðu þó slíkar nefndir að staðaldri, hins vegar skipaðiframkvæmda- nefnd stundum menn til athugunar á tiltekn- um málum og/eða málaflokkum. Var þá leit- azt við að velja í nefndir þessar kunnáttu- menn á því sviði, sem um var að ræða, eftir því sem kostur var og tillögur þeirra að jafn- aði lagðar til grundvallar stefnu flokksins í umræddum málum. Af staðbundnum stofnunum flokksins skulu fyrst nefnd flokksfélögin, sem voru grunneiningar flokksins. Skyldi eigi vera fleira en eitt flokksfélag í hverjum bæ eða hreppi, og hvert félag eigi hafa færri en 5 fullgilda félagsmenn. Þau skyldu hafa sam- þykkt að hlíta lögum flokksins og stefnuskrá hans (3. gr.). í bæjum og sveitum höfðu flokksfélög það hlutverk að taka ákvörðun um framboð flokksins til sveitarstjórnar- kosninga (21.gr.). Sósíalistafélag Reykjavíkur skiptist í deild- ir eða starfshópa eftir borgarhverfum, og var þriggja manna stjórn í hverri deild. (Andstæðingar Sósíalistaflokksins kölluðu deildir þessar sellur, en það nafn var notað um deildirnar í Kommúnistaflokknum). Á hverjum meiri háttar vinnustað starfaði og áhugalið. Var útbreiðslu- og kynningarstarf- semi helzta hlutverk þessara flokksstofnana. Stjórnir deilda, áhugaliðssveita og Sósíalista- félags Reykjavíkur mynduðu fulltrúaráð fé- lagsins í Reykjavík. Deildir héldu fundi hálfsmánaðarlega, en fyrir hvern fund komu saman formenn deild- anna ásamt stjórninni. Fóru umræður í deildum mjög frjálslega fram, einkum með samræðusniði, þar sem mönnum gafst kost- ur á að koma á framfæri við flokksforyst- una ábendingum og athugasemdum. Fulltrúaráð skyldi vera, þar sem flokks félög voru fleiri en eitt í hverju kjördæmi, og var það skipað stjórnum félaganna og fulltrúum þeirra á flokksþingi. Skyldi full- trúaráðið kjósa þriggja manna héraðsstjórn, sem hefði á hendi eftirlit með flokksstarf- inu (4. gr.). Það tók ákvörðun um, hverjir væru í kjöri við alþingiskosningar, en samþykki miðstjórnir skyldi þó jafnan koma til um frambjóðendur við alþingiskosningar, svo sem áður sagði (21. gr.). í lögum Sósíalistaflokksins voru engin ákvæði um einstakar tegundir félaga svo sem í hinum flokkunum. Af sérfélögum var eingöngu um að ræða kvenfélög þau, sem störfuðu innan flokksins, en ekki voru þau neinn sjálfstæður þáttur í skipulagi flokks- ins. Við hlið Sósíalistaflokksins starfaði sam- band æskulýðsfélaga, sem stofnað var árið 1938 — sama ár og flokkurinn. Nefnist það Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíal- ista, og starfar enn. Er höfuðtakmark þess „að vinna bug á auðvaldsskipulaginu á íslandi og koma í þess stað á þjóðskipulagi sósíalismans.“ Hyggst það ná þessum til- gangi m. a. með því „að vinna alþýðuæskuna til fylgis við grundvallarkenningar sósíal- ismans“ og „vinna að hvers konar hagsmuna- og menningarmálum æskulýðsins." (1. gr.).10 Skipulag Æskulýðsfylkingarinnar er í að- alatriðum á þá leið, að sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum hennar, og skal það haldið annað hvert ár (10.gr.). Er það skip- að fulltrúum félagsdeilda, sem starfa víðs vegar um landið, og fer fulltrúatala eftir tölu félagsmanna (16. gr.). Aldurstakmörk félaga eru 14—29 ár, að báðum árum með- töldum, en heimilt er að ákveða, að einstakir félagar haldi réttindum sínum allt að 35 ára aldri (6. gr.). Milli þinga fer sambands- stjórn með æðsta vald í málefnum sam- bandsins (3. gr.). Hún er skipuð 7 manna framkvæmdanefnd og 2 mönnum úr hverju kjördæmi, eða samtals 23 mönnum, og eru þeir allir kosnir á sambandsþingi (12. gr.). Framkvæmdanefnd annast dagleg störf (13.gr.). Heimilt er að kveða svo á, að félög ungra sósíalista í hverju kjördæmi hafi með sér samtök, en fátt mun þó enn sem komið er slíkra samtaka. Engin skipulagstengsl voru milli Æsku- lýðsiylkingarinnar og Sósíalistaflokksins. Eins og áður var getið á hún aðeins áheyrn- arfulltrúa í flokksstjórn og einn í miðstjórn. Fyrirsvarsmenn hennar leggja áherzlu á, að Æskulýðsfylkingin sé skipulagslega séð óháð öllum stjórnmálaflokkum og starfi á miklu breiðari grundvelli en Sósíalistaflokkurinn. Hinu er aftur ekki neitað, að um er að ræða hugmyndafræðilega samstöðu um grundvall- aratriði og flestir eldri menn úr Æskulýðs- i'ylkingunni séu einnig félagar í Sósíalista- flokknum. f reynd hafi hún jafnan starfað sem æskulýðssamtök flokksins.20 TILVÍSANIR: 5. Landsmálafélagið Vörður 40 ára. Afmælisrit. Rvk. 1966, bls. 62. Viðtal við Ragnar Lárusson. 6. Sama rit, bls. 56—58. Viðtal við Stefán A. Pálsson. 7. Magnús Jónsson. Sjálfstæðisflokkurinn fyrstu 15 ár- in. Rvk. 1957, bls. 21 og 29. 8. Tiivitnanir í rómverska tölu og bókstaf og serkn- eska án nánari tilgreiningar eiga við Skipulagsregl- ur Sjáifstæðisflokksins. Rómverska talan á við kafla, en bókstafur og serknesk tala við undirkafla og greinar innan hvers kafla. 9. Um gang mála á landsfundum er hér stuðzt við prentaðar fundargerðir 1951 og siðan. 10. Sbr. Landsfundarskýrslu 1951, bls. 11. 11. Sbr. Landsfundarskýrslu 1951, bls. 12—13; 1956, bls. 13; 1959, bls. 14; 1965, bls. 28; 1967, bls. 30. 12. Sbr. Landsfundarskýrslu 1953, bls. 13. Þess er raunar sjaldnast getið í fundargerðum, hvernig kosn- ing fer fram. 13. Sbr. Landsfundarskýrslu 1961, bls. 25; 1963, bls. 24; 1965, bls. 28; 1967, bls. 30. 14. Tilvitnanir hér á eftir eru í lög Sambands ungra sjálfstæðismanna. 15. Tilvitnanir hér á eftir eru í lög verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins. 16. Stofnun Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista- f.okksins. Rvk. 1938, bls. 51. 17. Tilvitnanir í greinar hér á eftir eru í lög Sósíalista- flokksins. (Sósíalistaflokkurinn — stefna og starfs- hæltir eftir Brynjólf Bjarnason. Stefnuskrá og lög. Rvk. 1952). Höfð er hliðsjón af síðari breytingum. 18. Rauða bókin. Leyniskýrslur S.Í.A. Rvk. 1963, bls. 149. Ummæli Hendriks Ottóssonar. 19. Sama rit, bls. 124 o. áfr. 20. Tilvitnanir í greinar eiga við lög Æskulýðsfylkingar- innar, svo sem þau voru samþykkt 1964. 21. Leifur Jóelsson. Æskulýðsfylkingin og alþýðubanda- lagið. Þjóðviljinn 9. júní 1966. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.