Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 49
Sigurður Líndal: ÍSLEHZEIR STJORHHALAFLOKKAR Önnur grein C. Sjálfstæðisflokkur Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við samruna íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. íhaldsflokkurinn, sem þá hafði starfað rúmlega 5 ár, var lítt skipu- lagður í upphafi. Fyrsta félagið innan vé- banda hans, Vörður, var stofnað árið 1926 og fyrsta æskulýðsfélagið, Heimdallur, árið 1927. Voru félög þessi bæði í Reykjavík, en síðar voru smám saman stofnuð félög í kaupstöðum og sveitum landsins.3 Þótt félög væru stofnuð, varð sú skoðun brátt ofan á, að koma þyrfti á betra skipu- lagi. Var m. a. brugðið á það ráð að rita ýmsum erlendum flokkum í því skyni að fá vitneskju um skipulag þeirra. Meðal flokka, sem ritað var, má nefna bandarísku flokk- ana demókrata og repúblikana, enska íhalds- flokkinn og flesta flokkana í Danmörku og Þýzkalandi. Ávöxtur þess starfs var m. a. að stofnað var árið 1929 svokallað foringja- ráð Varðar, aðallega að þýzkum fyrirmynd- um. Var hlutverk þess einkum að vinna að skipulagi kosninga. Upp úr þessu ráði varð til fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík, sem stofnað var árið 1938. Var því einn- ig ætlað að undirbúa kosningar, en jafn- framt skyldi það vera tengiliður flokksfé- laga.6 Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929, eins og áður sagði. Ekki voru flokkn- um sett nein lög í upphafi, og föstu heildar- skipulagi virðist fyrst hafa verið komið á hann árið 1936.7 Á því hafa nokkrum sinn- um verið gerðar breytingar og verður hér einkum leitazt við að lýsa skipulagi flokks- ins, eins og það er samkvæmt núgildandi skipulagsreglum. Á sama hátt og í þeim flokkum, sem þegar er lýst, má greina á milli heildarstjórnar og staðbundinnar stjórnar. Er stjórn flokksins í heild í höndum þessara stofnana: lands- fundar, flokksráðs, þingflokks, miðstjórnar, skipulagsnefndar, fjármálaráðs og formanna- ráðstefnu. Staðbundin stjórn flokksins er hins vegar í höndum flokksfélaga, fulltrúa- ráða og kjördæmisráða. Æðsta vald í málefnum flokksins er í höndum landsfundar (I l)8, og sitja hann menn, sem fulltrúaráð í hverju kjördænr. og flokksfélög hafa kosið. Skulu fulltrúar kosnir á almennum fundum, en tala þeirra að nokkru leyti miðuð við tölu kjósenda flokksins í hverju kjördæmi og að nokkru leyti við fjölda félagsmanna í hverju félagi. Þá eiga flokksráðsmenn rétt til setu á lands- fundi með fulltrúaréttindum (13). Landsfundur skal samkvæmt núgildandi flokkslögum haldinn annað hvert ár að jafn- aði (12). Frá stofnun flokksins 1929 hafa verið haldnir 18 slíkir fundir. Upphaflega sátu fundina um 200 manns en síðan fjölg- aði þeim smám saman, unz fulltrúar voru orðnir nær 1000 árið 1961. Næsti landsfund- ur var allmiklu fámennari vegna nýrra skipulagsreglna, en síðustu fundi hafa setið um 750 manns. Hlutverk landsfundar er ákvarðað sem hér segir: Að marka heildarstefnu flokksins í landsmálum og setja reglur um skipulag flokksins -(II), kjósa formann og varafor- mann, svo og 8 utanþingsmenn í miðstjórn flokksins (IV 3). Landsfundur stendur 3—6 daga — oftast 4—5 daga, og hefur svo verið frá því að flokkurinn var stofnaður. Ef hins vegar miðað er við tímabilið frá 1951, eða síðast- liðin 19 ár, hafa einstakir fundir verið sam- tals 8—14 þá daga, sem landsfundur hefur staðið. Dag hvern hafa fundir staðið 4—7 klukkustundir og hefur sá tími, sem farið hefur í fundi, stytzt hin síðari ár. Var fund- artími um 7 klukkustundir að meðaltali hvern dag árið 1951, en rúmar 4 klukku- stundir að meðaltali hvern dag árið 1967. Landsfundur hefst á ræðu formanns, og er efni hennar jafnan stjórnmálaviðburðir tímabilsins frá síðasta landsfundi. Á þessum fundi, eða hinum næsta, daginn eftir, voru áður kosnar nefndir til að undirbúa álykt- anir landsfundarins í einstökum málaflokk- um. Fram að árinu 1961 var venja að kjósa nefndir, 16—18 talsins, til þess að undirbúa ályktanir í helztu málaflokkum. Síðasta sinn, er sá háttur var hafður, voru nefndir þessar: 1. Allsherjarnefnd. 2. Atvinnu- og verkalýðsmálanefnd. 3. Fjárhags- og efnahagsmálanefnd. 4. Heilbrigðismálanefnd. 5. Iðnaðarnefnd. 6. Kjördæmamálanefnd (v. breytinga á kjördæmaskipun árið 1959. 7. Landbúnaðarnefnd. 8. Menntamálanefnd. 9. Raforkumálanefnd. 10. Samgöngumálanefnd. 11. Sj ávarútvegsmálanefnd. 12. Skipulagsnefnd. 13. Stjórnmálanefnd. 14. Sveitarstjórnarmálanefnd. 15. Utanríkis- og landhelgismálanefnd. 16. Verzlunarmálanefnd. Var hver þessara nefnda skipuð u. þ. b. 20 mönnum. Frá árinu 1961 hefur aðeins verið kosin ein nefnd, stjórnmálanefnd, sem skipuð var 46 manns á landsfundi 1967. Tillögur um menn í nefndirnar, er kosnar voru sam- kvæmt eldri skipan, lagði framkvæmdastjóri flokksins venjulega fram, en þær voru und- irbúnar af miðstjórn og 'þingflokki. Sama virðist gilda um stjórnmálanefnd þá, sem nú er kosin. Þó er tala nefndarmanna ekki fast- ákveðin og geta fundarmenn ákveðið, að kosnir skuli menn til viðbótar eða þeim fækkað frá því, sem framkvæmdastjóri hef- ur gert tillögu um. Nefndir virðast kosnar án sýnilegrar andstöðu. Um stjórnmála- nefndina má raunar segja, að allir hafi verið teknir í nefndina, sem fram hafa verið bornir, þannig að formlegar kosningar hafa ekki farið fram. Auk þessarar stjórnmálanefndar er nú sú skipan á landsfundi, að honum er skipt í 6 nefndir eftir atvinnustéttum, og skulu þær fjalla um málefni stéttanna. Þá skipa og fulltrúar hvers kjördæmis sér í nefndir, og hafa þær það hlutverk að ræða málefni kjördæmanna. Engar kosningar fara fram í nefndir þess- ar, heldur skipa menn sér í þær, eftir starfs- stétt og áhugamálum, eða búsetu. Formlegar ályktanir eru ekki samþykktar í nefndum þessum, en greinargerð um störf þeirra er send miðstjórn, og er þannig unnt að koma á framfæri við hana ýmsum óskum og ábendingum. Um starfshætti stjórnmálanefndarinnar er það að segja, að miðstjórn kýs 3 menn til að semja uppkast að almennri stjórnmála- yfirlýsingu. Er uppkastið síðan reifað á landsfundi, en þar á eftir lagt fyrir stjórn- málanefnd fundarins. Þar er tillöguuppkast- ið reifað og rætt, en síðan fer það fyrir landsfund, þar sem umræða fer fram. Að henni lokinni er það afgreitt. Um störf hinna einstöku nefnda, sem störfuðu undir hinu eldra skipulagi er fátt hægt að segja almennt, þar sem starfshættir þeirra voru ekki fastskorðaðir, en fóru mjög eftir vinnubrögðum þeirra, sem í nefndun- um sátu. Stuðzt var við eldri ályktanir lands- funda og þær notaðar sem vinnuplögg. Mjög tíðkaðist það, að menn sem telja mátti málsvara hlutaðeigandi atvinnugreinar, svo sem áhrifamenn í hagsmunasamtökum ein- stakra atvinnuvega, væru í nefndum þessum. Þannig voru margir fyrirsvarsmenn iðnaðar í iðnaðarnefnd, ýmsir forvígismenn sjávarút- vegs í sjávarútvegsnefnd, framámenn í land- búnaði í landbúnaðarnefnd o. s. frv. Þessir menn gátu þá komið á framfæri við nefnd- irnar því, sem efst var á baugi 1 einstökum atvinnugreinum. Einnig tíðkaðist, að nefndar- menn kynntu sér ályktanir og óskir hags- munasamtaka og semdu tillögur með hlið- sjón af þeim. Mun því óhætt að fullyrða, að sjónarmið þessara samtaka hafi haft veru- leg áhrif á tillögurnar og þá um leið á sam- þykktir landsfundar. Tillögur nefndanna gengu síðan til landsfundar, þar sem þær voru afgreiddar. Yfirleitt virðast tillögur samþykktar ein- róma, en þó eru til dæmi þess, að breytinga- tillögur hafi verið samþykktar eða tillögu hafi aftur verið vísað til nefndar eða mið- stjórnar, svo að frekari athugun færi fram.11 En slíkt telst þó til undantekninga, aðalregl- an er sú, að tillögur séu samþykktar ein- róma. Tillögur voru einkum framan af, ef miðað er við tímabilið eftir 1951, afgreiddar smám saman frá þriðja degi fundarins, en síðar sótti í það horf, að allar ályktanir væru af- greiddar á síðasta degi fundarins, og svo var gert á landsfundi 1959, en hann var hinn síðasti með eldra sniði. Nú er stjórnmála- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.