Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 48
skaut það, sem fyrir fé er falt. Bftirvænting og tilhlökkun er orðin næsta fágæt. Keyptar skemmtanir hafa komið í stað eigin leika. Ég skal nú í örfáum orðum minnast á helztu breytingar í fari skólanema í Reykjavík, eins og þær blasa við mér eftir áratuga samstarf við þá. Unglingar eru linari til átaka en feður þeirra og mæður voru. Þeir eru kulvís- ari. Útivist er þeim andstæð. Bíll- inn og húsaskjól eru þeirra ær og kýr. fflutfallslega fleiri eiga við sálræna erfiðleika að stríða og eru ónógir sjálfum sér. Ungl- ingar eru nú opinskárri. Pleiri fást til að ræða vandamál sín opinskátt. Öfund er fágætari. 111- kvittni í garð félaga og kennara er liðin saga. Unglingar gera sér nú fyllri grein fyrir því, að menntunar er þörf til þess að verða fullgildir þegnar í þjóð- félagi næstu áratuga. Margt hef- ur verið rætt og ritað um skóla- mál og kennt þar margra grasa og misjafnra. Mér sýnist mennta- skólanemar beri þar af að ábyrgð og raunsæi í tillögum árþinga sinna. Æskan í dag vill styrkari stefnu í skólamálum. Er það að vonum. Unglingar gera sér fyllri grein fyrir því, hvert hugur þeirra stefnir, en forverar þeirra gerðu. Atvinnuöryggi og góð af- koma virðist ráða í ríkum mæli stöðuvali. En það vantar vissa kjölfestu í æsku nútímans, sem æskan fyrir 20—30 árum státaði af. Er það trú? Fyrrum fullnægðu pólitísku flokkarnir trúarþörf unglinga, en nú ánetjast flokkunum færri, og þeir hættir að vera trúarsam- félög. Væri ekki hér jarðveg að erja, foreldrar kenndu almennar börnum sínum bænir, svo sem við lærðum, og auka svo trú- og siðfræði í skólum? Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði, ekki fremur nú en fyrir 2000 árum. Eða eigum við að fela allt trúar- uppeldi ótíndum heilagsanda- hoppurum? Hvernig verður æskufólk í Reykjavík að öðrum aldarfjórð- ungi liðnum? Enginn er þess um- kominn að spá þar um, en það er bjargföst trúa mín, að unga fólk- ið, sem er að vaxa úr grasi, verði föðurbetrungar í uppeldismálum. Því hefur skilizt, að ofeldi leiðir ekki til farnaðar og æ koma mein eftir munuð. Margar blikur eru þó á lofti. Fylgikvillar velferðarríkisins eru á næsta leiti. Sænskum og dönsk- um unglingum eru tiltæk eitur- lyf, að ekki sé talað um klámrit og klámmyndir, sem hvarvetna eru föl þar í löndum. Má því gera því skóna, að innan tíðar skjóti þessi ófögnuður upp koll- inum hér. Forðast skyldi að gera slíkt að æsifregnum, þótt auka kynni það sölu blaða dag og dag. Hins vegar skyldi hver og einn talinn vargur í véum, sem færi að tæla fólk — ekki sízt unglinga — til eiturlyfjaneyzlu. Sýnum þeim enga miskunn. Jón Á. Gissurarson. "^ Dagur Sigurðarson: VÍTI TIL VARNAÐAR (Til Þorgeirlaugs Mikaelssonar) Þegar hinn úngi efnilegi gáfaSi glæsilegi atorkusami hugsjónamaður um íslenzka kvikmyndagerð hafði feingizt við kvikmyndun fossa gosa og merarrassa fyrir túristatrekkiríið í fimm ár var hann kominn með gat á skeifugörn í staðinn fyrir djörfu hugljúfu tímamótakvikmyndina sem hann hafði geingið með í maganum Hrafn Gunnlaugsson: ÞRJÚ SAMSTÆÐ ÁSTARLJÓÐ ÁST Þau. Eina hentuga nótt. LeiSir þeirra skárust eins og hnífseggjar sem er höggvið saman. Bitur er snertingin en heit eina hentuga nótt. Hann og hún. Flugbeittur morgunninn klauf þau í tvo ósættanlega heima. Heit er dögunin en bitur eftir hentuga nótt. GRATT SILFUR Enn man óg þá nótt. Ekki vindinn sem blés í kaun í frostinu. Ekki tungliS sem flæddi inn á teppiS. ASeins undriS í myrkrinu. ÓhagstæSir verSa dagarnir. Tilviljunarkenndir fundir og vandræSaleg auglit á mannamótum tala sfnu má'li — en ég læt eins og ekkert sé og elda grátt silfur viS sjálfan mig. Enn man ég þá nótt. UndriS; þetta sameiginlega þýfi okkar sem viS viljum helzt ekki kannast viS. ENDURFUNDIR Heimskir góna búSagluggarnir út [ sumariS. Ég brosi vandlega viS kunningjum og geri mér dælt viS götuna. Alltaf jafn sjálfsánægður í hagstæSum jakka og burstuSum skóm meS slangur af bröndurum upp á vasann. Þá brýt ég sjálfan mig á þér eins og blindskeri I götunni. Þú kemur mér I opna skjöldu og nístir sakleysislegum augum fhjarta mitt. Eitt andartak; og ekkert er til í heiminum nema ég og þú. Svo kinka ég flóttalega kolii og flýti <mér niSur asnalega götuna. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.