Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 45
ur vestrænna manna á stríðsárun- um þar í landi. En hvað sem því líður, þá eru mannkostir fólks- ins sízt minni þar en hér og æsku- lýður þeirra stendur ekki vorum að baki. Vér megum ekki láta það villa um fyrir oss að Austur- landabúar bera miklu meiri lotn- ingu fyrir þeim, sem valdið hefir en vér gerum, og við þá lotningu eru þeir aldir upp. Og að sama skapi er fyrirlitning þeirra dýpri fyrir þeim, sem völdunum glata. Ekkert er eins átakanlegt og að glata Tien ming — umboði Him- insins. II. Það stóð heima þegar við hjón- in, að lokinni tveggja ára dvöl í heimalöndunum, komum aftur til Hong Kong haustið 1948, að einmitt þá var flóttafólkið tekið að streyma út úr Miðríkinu — og allmargir ungir menn, sem áttu eitthvað af dollurum, ætluðu til Suður-Ameríku fyrir fullt og allt. Þá gerðum við þá ráðstöfun, hjónin, að kona mín varð eftir í Hong Kong ásamt einkadóttur okk^r, en ég fór inn í Vestur- Kína, og varð sú ferð söguleg, og henni hef ég lýst í frásögn, sem prentuð er í bókinni „Áfangastaðir um allan heim“. — Sú var ætlunin að ég tæki að mér eitt kristniboðsumdæmi, Ningsi- ang-sýslu — mér er sagt að Liu Shao-Chi sé þaðan ættaður. En allt fór þetta á aðra lund, því að samverkamenn mínir tóku þá ákvörðun að ég færi aftur til Hong Kong til að vinna að nýj- um flóttamannamálum, fyrst fyrir e:gin samverkamenn norræna og síðan einnig fyrir aðra. Fyrir norsk börn í Kína voru sérstakir skólar, og einn þessara skóla varð brátt að taka sig upp og koma til Hong Kong. Allstór hópur kín- verskra stúdenta kom út frá Kína haustið 1948, en þurfti ekki á minni hjálp að halda í sambandi við „flóttann“ frá Kína. Aftur á móti urðu þeir „mitt unga fólk“ árin 1950—52, og það féll í minn hlut sem vararektors prestaskól- ans að útskrifa sextán þeirra sem kandídata sumarið 1952. Enda þótt þeir — og margir aðrir kínverskir samverkamenn og vinir — væru „flóttamenn“, þá var samt bjartara yfir öllu í Hong Kong á þessum árum en verið hafði í Chung-king á stríðs- árunum. Húsaskjól fengum við á einum fegursta stað sem til er við strönd Suður-Kína. Þar hafði hinn nafnfrægi lærdómsmaður og kristniboði, Karl Ludwig Reichelt, byggt merkilega og sér- kennilega menntastofnun, TAO FENG SHAN, það er Fjall Tao- vindanna, til rannsóknar á trú og heimspeki Austurlanda og kynn- ingar kristinnar trúar. Tao Feng Shan var einkum ætlað Búddha- og Taotrúarmönnum, sem þar vildu gista og stunda sín fræði, og öðrum áhugamönnum hverrar trúar sem voru. Varð þessi stofn- un víða fræg. En sá er háttur ungra munka austrænna að verja fyrri hluta ævinnar til að lifa eins konar pílagrímslífi, ferðast milli hinna fimm heilögu fjalla í Kína og frægustu klaustranna og þeirra lærimeistara, sem í mestu áliti eru. Þær stofnanir sem veita þeim viðtöku, verða því að hafa viðbúna svefnsali, matar- sali, þar sem veitt er jurtafæða, og bókasöfn, húsnæði, helzt neð- anjarðar, til hugleiðinga og til- beiðslusali. Þau ár, sem friður hefir verið í Kína á þessari öld, var mikið fjör í þessu pílgríms- lífi ungra munka, en styrjaldir og byltingar hafa jafnan dregið úr því. Munkarnir fóru fótgangandi um óravegu og komu til Tao Feng Shan alla leið frá Tíbet og Mon- gólíu og mörgum nærliggjandi stöðum. í byltingu rauðliða lamaðist þetta líf, eins og margt annað, og Tao Feng Shan gat tekið við Lútherska prestaskólanum þegar hann varð að flýja heimkynni sín í síðara skiptið. Hér var aðstaða góð til kennslu, fræðirannsókna og bókaútgáfu, enda var mikið unnið. Á einu sumri gátum við t. d. gefið út rúmlega 30 bækur prentaðar, lagt rækt við tónlist og söng, íþróttir, þýðingar og nutum auk þess alþjóðlegs sam- félags, því fjöldi manns úr mörg- um löndum kom til að skoða þennan fræga stað. Stúdentar voru mjög vakandi og spyrjandi, en jafnframt nokkuð uggandi, þegar það varð ljóst hvernig „flokkurinn" í heimalandi þeirra skipti sér af öllum sköpuðum hlutum, skrásetti jafnvel potta og pönnur í húsum manna — til að auka járnframleiðslu ríkisins! Það féll í minn hlut að kenna þeim allmargar greinar, sem sjálfsagðar eru við alla guðfræði- skóla, trúfræði, symbólík, kirkju- sögu, ritskýringu og eitt misserið einnig samanburð trúarbragða. Þýðingar af ritgerðum sumra þeirra á ég enn — og það er ekki lítið fjör í frásögum þeirra af fornum goðum, sem feður þeirra eða þeir sjálfir höfðu snúið baki við. Þá var það ómetanlegt að njóta vísindalegrar samvinnu tveggja ungra fræðimanna kín- verskra — og nokkurra eldri. Með einum ungum manni vann ég að þýðingu þýzkra, latneskra, norrænna og íslenzkra sálma yfir á kínversku. Mér er enn í minni einn þýzkur sálmur strembinn, sem við glímdum við — og af efninu sá ég að hann var ættað- ur úr Saltaranum. Þá segi ég við samverkamann minn, Jen Lou-I: — „Sleppum þýzkunni, þú skalt ganga beint að Davíðs-sálminum sjálfur og enduryrkja hann“. Og þegar „Pú-tien Sung-tzan“ kom út, sá ég að þetta uppátæki hafði fundið náð fyrir augum hinnar miklu nefndar margra þjóðerna, sem úrskurðarvald hafði. — Þrír íslenzkir sálmar Hallgríms urðu samferða hinum, sem ættaðir voru frá 30 þjóðum og til orðnir á tuttugu öldum kristninnar. Hinn endanlegi búningur sálm- anna var að miklu leyti verk þessa unga manns, sem ekki var orðinn þrítugur þegar verkinu var lokið. Segja má að þessir stúdentar mínir hafi verið fulltrúar þriðja heimsins, en til fjórða heimsins tel ég fátækar þjóðir, sem í við- bót við allt annað eiga í blóðugri styrjöld til að verja eða heimta frelsi sitt. Það er stórt stökk fram og upp á við að komast úr styrj- öld til friðar. Blær tilverunnar allrar breytist. En vandinn í sam- skiptum vestrænna manna við þá þriðja heims menn er ekki lítill. Ekki nægir að skilja hugsun þeirra og orð og brýnustu þarfir. Undirtóna tilfinninganna þarf maður líka að finna og reyna að meta svo sem bezt má verða — enda kostar það mikla þolinmæði og sérstæða áreynslu. Hjá stúdentum mínum á Fjalli Tao-vindanna heyrði ég í fyrsta sinn sungna skæruliðasöngva — og þeir sungu þá eingöngu af því að ég bað þá um það. Stríðið milli Japans og Kína var að veru- legu leyti skæruhernaður — og þá hvíldi leynd yfir þessum ljóð- um og tónum. Allt annar blær var á þeim söngvum en þeim, sem síðar eru út gengnir frá Mao for- manni. Lagið við einn skæruher- sönginn var í eldri gerðinni af kínverskri sálmabók — og ver- aldlegi textinn furðu líkur einum sálminum. Má vart á milli sjá hvort er upprunalegra tímans vegna. En svo mikill var kraftur- inn í skæruhersöngvunum að sumum samkennurum mínum fannst nóg um þegar ég fékk piltana til að syngja þá. Sögusviðið breyttist hratt og reynslan leiddi í ljós að stúdent- arnir frá Fjalli Tao-vindanna myndu ekki verða frjálsir til að vinna fyrir kirkjur sínar á megin- landinu, ef þeir sneru þangað aftur. Þeir dreifðust því meðal þeirra milljóna Kínverja, sem eiga heima utan Kína, víðs vegar í Suðaustur-Asíu. Örfáir fóru til framhaldsnáms á Vesturlöndum. Þótt þeir séu ekki ungir lengur nú, finnst mér ekki langt um liðið síðan ég var með þeim. Og enn ólgar Asía af ókyrrð og erfitt er að spá fram í tímann. En af tíðindum að dæma er ekkert lát á trúarþörf Asíumanna, bæði ut- an og innan kristinnar kirkju. III. Að hverfa frá róttækum óróa stríða og uppreisna austur í Asíu í himneskan frið þjóðgarðs ís- lendinga á Þingvöllum voru ekki lítil umskipti. Og að segja frá því unga fóiki, sem maður kynntist þar, gæti gefið tilefni til hugleið- inga. „Gefðu gætur að manninum þegar hann er frjáls“ sagði Kung- fú-tze, hinn mikli kennari og æskulýðsleiðtogi Kínverja á 5. öld fyrir Krists burð. Og einmitt þarna var fólkið mjög frjálst og bjó við allt önnur kjör en mitt unga fólk í Asíu. Þó verður að hlaupa yfir þann þátt hér, aðeins eitt atriði skal tekið til umræðu: Velmegunin setti sinn svip á þetta unga fólk ekki síður greini- lega en fátæktin og neyðin á fólkið í þriðja heiminum. Kín- verjar hirtu og nýttu hverja blikkdós, hvern tappa og spotta og gjörnýttu, og hvern matarbita, sem til féll í neyðinni. En í þjóð- garði vorum dreifði fólkið um sig dýrum matvælum og skildi þau viljandi eftir í skóginum: Hangi- kjöt, harðfisk, smjör, brauð, egg, ost, nýtt dilkakjöt og margt ann- að góðgæti, olíu, salt, fatnað o. fl. létu menn þar eftir liggja, oft í ósnertum pökkum. Samanburður- inn sýndi mikinn mun á mönnum og heimum, þeim fyrsta eða gamla, sem vér byggjum, og hin- um fjórða, þar sem fátækir lýðir dragast inn í neyð og niðurlæg- ingu styrjalda. Verðgildamatið er álíka ólíkt og ef fólkið ætti heima á tveim ólíkum hnöttum. í Asíu virða menn þá, sem matinn fram- leiða, en hér meta menn þá minna og minna eftir því sem árin líða. — Hins vegar hrósa menn gjaldeyrisframleiðendum og meta þá meir en aðra. Og það er altalað með ungu fólki hér — og var reyndar fyrir áratug — að íslenzkir peningar séu lítils virði. Ekkert gefur tilefni til að líta svo á að von sé á neinni breyt- ingu til batnaðar. Og hér verður ekki nema litlu af skuldinni skellt á unga fólkið, því að geng- isfellingar eru fyrst og fremst uppeldisaðgerðir eldri manna, sem telja fólki trú um að þetta sé gróðavegur og lausn á þjóðar- vanda. Hvers vegna grípa þá ekki eldri og þroskaðri þjóðfélög til sams konar ráða? Að mínum dómi er hér ekki farið inn á leið, sem liggur til sjálfstæðis, heldur þveröfuga leið, sem gerir land og þjóð öðrum háð. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.